Ole Gunnar gerði þrjár breytingar á liðinu sem byrjaði á laugardaginn, Donny van de Beek, Fred og Victor Lindelöf komu inn.
Lið Young Boys var varnarsinnað eins og hefði kannski mátt gera ráð fyrir
United sótti frá upphafi án þess að hafa mikið erindi, Young Boys áttu ágæta sókn á 10. mínútu án þess að geta nýtt það f og í næstu sókn á eftir kom portúgalskt mark hjá United. Bruno gaf inn á teiginn, fram hjá og milli miðvarðanna og García hafði ekki hugmynd um að Ronaldo lúrði fyrir aftan hann, Ronaldo tók boltann og skot hans fór í markvörðinn Von Ballmoss og lak svo undir hann og í netið. Smá heppni þar en sendingin frá Bruno stórkostleg.
Eftir markið var leikurinn þokkalegas spilaður hjá báðum liðum, United öllu sterkari en náðu ekki að skapa nægilega hættu. Ein skemmtilega sending Wan-Bissaka stefndi á kollinn á Ronaldo áður en Von Ballmoos greip vel inn í. Þð má alveg búast við því í vetur að Shaw og Wan Bissaka haldi áfram að reyna að hitta Ronaldo svona fyrir enda maðurinn frábær í loftinu.
En á 35. mínútu kom Wan Bissaka aftur við sögu og nú mun verr, hann tók lélega fyrstu snertingu og missti frá sér boltann, og fór þá í tæklingu á Martins á mijum vallarhelmingi Young Boys, hitti ekki boltann og traðkaði beint á ökkla Martins. Beint rautt spjald!
Jadon Sancho var fórnað, Diogo Dalot kom inn í bakvarðarstöðuna.
Strax í fyrstu sókn eftir þetta fékk Fassnacht síðan boltann í opnu færi í teignum eftir þversendingu en skotið var lélegt og framhjá, United virkilega heppnir þar. Young Boys ógnuðu aðeins eftir þetta orðnir manni fleiri og United var ekki með nógu gott spil. United komust þó inn í klefann með 1-0 forystu.
Í hálfleik kom Raphaël Varane inná fyrir Donny van de Beek, Ole vildi enga sénsa taka og setti upp þriggja miðvarða vörn. Hjá Young Boys kom Siebatchu inná til að skerpa á sókninni.
Ronaldo komst svo inn innfyrir vörnina en náði ekki alveg að hrista Camara alveg af sér, Camara var í bakinu á Ronaldo sem fór niður léttilega, dómarinn vildi ekki hlusta á Ronaldo og dæmdi ekkert.
Young Boys voru samt miklu atkvæðameri, sóttu stíft og á 66. mínútu fékk Elia sendingu út á kanti, aleinn þar og fékk nægan tíma að gefa fyrir, og Ngamaleu stakk tánni fram fyrir Varane og skoraði.
Young Boys héldu áfram að ógna og Solskjær skipti Ronaldo og Fernandes útaf fyrir Matic og Lingard. Það létt ekki á sókn Svisslendingana, pressan var orðin ansi stíf. Það var líklega samt til góða við að halda þeim sóknum frá og færi litu fá dagsins ljós, fyrr en á 88. mínútu þegar De Gea þurfti að verja skot Lauper yfir, glæsivarsla.
Eftir það reyndi Ole aðeins að hrista upp í þessu, setti Martial inná fyrir Fred. Það gaf lítið en þess í stað gaf Jesse Lingard Young Boys sigurinn. Hann fékk boltann á miðjum eigin vallarhelmingi og leit varla upp áður en hann gaf lausa bolta milli eigin varnarmanna. Þetta átti að vera sending á De Gea en var alltof laus, Siebatchu lúrði fyrir innan og var fljótur á boltann og skoraði framhjá David de Gea.
Sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins og það var ekkert minna en Young Boys áttu skilið. Vissulega var United manni færri mestan hluta leiksins en liðið átti að hafa næg gæði til a það hefði skki ekki svona svakaleg áhrif. Eftir að Wan Bissaka fékk spjaldið skapaði United nákvæmlega ekki neitt og þá meina ég nákvæmlega ekki neitt. xG eru ekki nákvæmustu vísindi á jarðríki en skv þeim var xG United eftir brottreksturinn 0,00. Ronaldo hefði betur reynt að standa í fæturna og ná skoti.
En aftur, tökum ekkert af Young Boys, þeir sóttu og sóttu og pressuðu og uppskáru.
Sindri says
Langt síðan liðið hefur spilað á skautasvelli.
Gummi says
Hvað er bissaka að gera
Egill says
Hvaða skoffín er að lýsa leiknum með Hödda, og af hverju hatar hann Bruno og Ronaldo svona mikið?
Helgi P says
En djöfull þurfum við að fá topp þjálfara til að taka við
Helgi P says
Þessi þjálfari er svo mikil brandari alveg óþolandi að hafa hann sem þjálfara
Helgi P says
Jæja erum við ekki búnir að sjá nó af solskjær alveg sama hvað við stuðningsmenn united elska solskjær hann verður aldrei nógu góður stjóri fyrir united
Egill says
Það þarf svo nýjan þjálfara í þetta blessaða lið.
Það skiptir aldrei máli hvaða liði við mætum, alltaf er andstæðingurinn með betur þjálfað lið.
Loksins þegar hópurinn er að verða flottur þá erum við með amateur stjóra sem mun aldrei vinna bikar á þessu leveli. Þessar skiptingar voru svo gjörsamlega glórulausar að ég á ekki orð. Pakkar í vörn strax í hálfleik og miðvörðurinn sem kom inná svaf í fyrra markinu og heilalausa Instagram stjarnan gaf svo seinna markið.
Ég vona svo innilega að ég þurfi aldrei aftur að sjá helvítis Lingard í Man Utd treyju.
Gummi says
Við erum með einn besta leikmannahóp í Evrópu samt þurfum við að horfa uppá þetta frá solskjær við erum ekki að fara upp úr þessum riðli nema við skiptum um stjóra
Elis says
Áttum okkur að einu að ef þetta væri Man City, Liverpool eða Chelsea með 10 menn á móti þessu lélega Young Boys liði þá hefði Young Boys varla komist yfir miðju eða nálagt boltanum. Þeir hefðu verið skítthræddir.
Jafntefli við Southampton var lélegt.
Wolves 3 stig en liðið var ömurlegt og heppnir.
Newcastle leikurinn var í járnum í stöðunni 1-1
Tap gegn Young Boys
Ole verður bara að fara í burtu ef þetta lið á að fara að fram á við.
Ég spái því að liðið kemst áfram í meistaradeildinni en núna fær liðið engan hvíldarleik í restina og þarf að hafa gríðarlega fyrir því að komast áfram og stjörnurnar munu ekki fá eins mikla hvíld og þær þurfa og þetta á eftir að hafa áhrif á deildina í vetur.
Þorsteinn says
Maður á nú varla orð yfir þessari arfaslöku frammistöðu á móti gönguskíðafólkinu frá Sviss hjá okkar mönnum sem virðast alltaf vilja vinna alla leiki með minnstu mögulegu áreynslu. Óli Gunnar náði heldur betur að slökkva á gleðinni og bjartsýninni hjá manni með glórulausum skiptingum – en væntingastjórnunin er í heimsklassa.
Tómas says
Eru þetta virkilega einu raddirnar sem heyrast… Ole out! Er þetta Fifa kynslóðin? Menn búnir að gleyma seinustu stjórum sem áttu að frelsa félagið?
Hver á að taka við? Hvað gerist ef nýr þjálfari tekur við bara 7 -0 sigrar og hamingja?
Slappið af. Tökum stöðuna nær jólum. Hefur ekkert upp á sig að reka Ole núna. Þetta er að verða liðið hans Ole. Hann hefur nú fengið nógu marga glugga, sirka helmingur af byrjunarliðinu er hans kaup núna.
Færi ekki vel í hópinn ef hann færi núna. En hann þarf að vera búinn að sýna lið sem er líklegt til að taka titla um áramót annars á hann að fara.
Helgi P says
Það eru nú 2 stjórar sem eru lausir núna Zidane og Conte þótt þetta sé liðið hans Solskjær þá er hann ekki að fara með þetta lið neitt og þessi ást Solskjær á fred er góð ástæða til að reka hann
SMD says
Leikurinn breyttist eftir rauða spjaldið, eðlilega svo sem. En fyrir mér var þetta alltaf rautt og lítið við því að kvarta.
En af hverju í ósköpunum er leyfilegt að spila á gerivgrasi í meistaradeild Evrópu? Gæti skilið þetta í Europa League en fjandinn hafi það, ekki í stærstu keppninni í Evrópu.
Menn virtust ráðalausir og hræddir eftir að hafa lent undir. Það var pakkað í vörn og okkur gekk illa að halda boltanum. Skiptingarnar gengu ekki upp og þessi einstaklingsmistök í lokin gáfu Young Boys 3 stigin. En mér fannst við aldrei líklegir fyrir utan færið sem Ronaldo fékk þegar ýtt var í bakið á honum.
Áfram gakk. Þetta var lélegur leikur á bananahýðisvelli sem virtist ansi sleipur. Kannski okkur til happs að hin liðin í riðlinum gerðu jafntefli sín á milli.
Scaltastic says
Trú minni á Ole project-inu lauk eftir Villareal rasskellinguna, hann fékk hins vegar græna ljósið. Ég óska þess hins vegar ekkert heitar en að hann nái árangri… ég óska þess líka að geta hlaupið 100 metra á 12 sek.
Þú nærð ekki árangri með því að spila hræddur. Það er hægt að koma með skýringar og afsakanir eins og gervigrasið, rauða spjaldið og mögulega vítið… mér gæti ekki verið meira drull. Frammistaðan áður en rauða spjaldið kom var lítið skárri og satt best að segja fóru okkar tveir slökustu menn af velli við það. Ég get lofað því að með þessari nálgun mun liðið ekki komast upp úr riðlinum. Þetta minnti á Wolves leikinn, nema núna var okkur réttilega refsað.
Við erum með topp 8 leikmannahóp þegar það kemur að gæðum í þessari keppni. Þolinmæði mín fyrir ehv minnimáttarkennd er búin. Leikmennirnir og þjálfarastaffið hljóta að gera sér grein fyrir að Southampton, Wolves og gærdagurinn er langt fyrir neðan standard þessa liðs.
Með von um um breytt hugarfar…
GGMU
Dór says
7 töp í 11 leikjum í meistaradeildinni þetta lítur ekki vel út fyrir óla
Tómas says
@Dór, held að maður verði að setja það í eitthvað samhengi. Vinningshlutfall Conte er t.d. verra í meistaradeildinni og hann hefur verið með flotta klúbba þar.
Ole hefur átt flotta sigra í meistaradeildinni sem þjálfari United… t.d. Parísarsigrana. Það eru hins vegar tvö úrslit sem eru virkilega léleg, leikurinn í Tyrklandi í fyrra og nú í Sviss.
Dór says
Leikurinn við leipzig var ekki góður heldur solskjær er og verður alltaf miðlungs stjóri og alveg sama hvað við viljum að þetta gangi upp en það er bara ekki að fara gerast
Anton Kristinn Þ says
Til að svara commenti nr 14:
Ef þú getur ekki hlaupið 100 metrana á 12 sekúndum þá bætiru úr því. Það er enginn að biðja þig að hlaupa á neinum keppnishraða og enda undir 10 sek, það er samt alveg á þínu færi að hlaupa þá á 12 sek.
Scaltastic says
Þakka þér Anton fyrir áhugavert og skemmtilegt svar við comment-inu mínu. Vildi óska þess að það geislaði sami hugsunarháttur og sjálfsöryggi hjá leikmönnum og þjálfurum í gær.
Það er eitt að tapa leik og eiga off dag, það sem situr í mér er hins vegar er að liðið var meira umhugað að svara leikplani Young Boys heldur en að stjórna honum. Þetta er búið að gerast í 60% leikjanna sem af er tímabilinu og það þarf massíva hugarfarsbreytingu að mínu mati.
Tökum LFC sem dæmi. Þegar að gæði leikmannahópanna eru borin saman, þá tel ég okkar lið vera sterkara á pappír. Það hvarflar samt ekki að mér að við endum fyrir ofan þá næsta maí, ástæðan er fremur einföld. Þeir eru með alvöru þjálfara sem valdeflir leikmennina sína til þess að vera áræðnir og framsæknir. Grunnurinn á því er 100% vinnsla og aggresívur varnarleikur. CFC er annað skrímsli, bæði eru þeir með sterkari hóp en við og ótrúlega vel þjálfaðir.
En nóg komið af þessu rúnki mínu gagnvart keppinautunum áður en ég æli. Er virkilega fúll út í Ole og liðið í dag, frammistaðan í gær var neyðarleg. En fegurðin við fótboltann er að það er stutt í sunnudag. Áfram gakk :)
SMD says
Ein pæling. Bruno og Ronaldo sáust standa á fætur og vera á hliðarlínunni að æpa inn á völlinn eftir að þeir fóru út af. Solskjær stóð þar líka. Ég veit svo sem ekkert hvað þeir voru að öskra inn á völlinn, hvort það voru skipanir eða bara að hvetja liðið áfram. En hefði maður séð þetta á tímum Ferguson? Á þetta ekki bara að vera hlutverk stjórans að stýra?
Kannski er maður að gera of mikið úr atvikinu en stundum finnst manni Solskjær vera aðeins of mikið góði gæinn sem reynir að gera gott úr öllu því slæma sem gerist. Tek samt svo sannarlega undir með öðrum að maður vonar svo innilega að allt gangi upp hjá honum því maður ber sérstaka taugar til hans. Það verður því enn erfiðara að slíta þau tengsl ef hlutirnir breytast ekkert hjá honum þrátt fyrir frábæra viðbót við liðshópinn í sumar. Manni finnst stundum ennþá að hann sé bara einn af leikmönnunum og vinur þeirra fremur en stjórinn.
Gummi says
Ronaldo er ekki eftir látta bjóða sér þennan Park the bus bolta frá Solskjær þvílík skita hjá Solskjær en eina ferðina
Zorro says
Við erum með frábærann hóp af leikmönnum..en ílla þjálfað lið…myndum ekki vinna Selfoss einum manni færri…..vorum i næst neðsta sæti síðasta tímabil yfir hlaupum i leikjunum…og..þökk sé einstakslingsframtök Bruno og Cavani að við enduðum i 2 sæti……
vantar alla grimmd i Ola og hanns mönnum..sytja eins og smákrakkar á bekknum þegar ílla gengur…..stjórnin hlítur að fara sjá þetta….hann er búinn að fá nógu langann tíma til þess að sanna sig…þarf ekki allt að taka 10 ár hja okkur.:(
o
SMD says
Vertu velkominn yfir í rauða hlutann Pep, þar sem vel er mætt á völlinn sama hvað :D
https://www.visir.is/g/20212157694d