Það er fátt leiðinlegra en að bíða eftir næsta verkefni, þegar að leikurinn á undan tapaðist – sérstaklega þegar hann tapast eins ömurlega og gegn Aston Villa. Í kvöld, kl. 19:00 gefst Manchester United tækifæri til að kvitta fyrir vonbrigði síðustu tveggja leikja á Old Trafford. Andstæðingurinn er kunnuglegur: Villarreal. Liðin mættust síðast í vor þegar að þeir gulklæddu höfðu betur í langdreginni vítaspyrnukeppni, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það var helvíti leiðinlegt.
Leikurinn
Bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í Sviss. Þá eru Marcus Rashford, Amad Diallo, Harry Maguire og Luke Shaw allir frá einnig. Maguire og Shaw meiddust báðir í tapinu gegn Aston Villa.
Í vörninni er ljóst að Solskjær þarf að gera talsvert af breytingum. Alex Telles mun væntanlega taka vinstri bakvörðinn og Diogo Dalot þann hægri. Raphaël Varane fær væntanlega Victor Lindelöf inn sér við hlið, í fjarveru Maguire. Telles var langt í frá sannfærandi gegn West Ham, en hefur vissulega ekki fengið mikinn spiltíma. Spurningin er hvort að Evrópuboltinn henti honum ekki betur en sá enski.
Á miðjunni skýt ég samsetninguna frægu, Scott McTominay og Fred. Hún er ekki allra, en Ole Gunnar Solskjær treystir henni best. Mér finnst hún stútfull af göllum og þá helst hversu slakir þeir eru báðir í að vinna úr hápressu andstæðingsins, en líkast til mun Villarreal ekki pressa okkur ofarlega svo að kannski myndast ekki of mikil vandamál þar. Fyrir framan þá er geirneglt að Bruno Fernandes verður og Portúgalinn mun vilja kvitta fyrir afleitt víti í uppbótartíma gegn Aston Villa.
Það er spurning hvernig fremstu þrír verða. Cristiano Ronaldo mun leiða línuna, það tel ég nokkuð öruggt. En spurning er hvort að Jadon Sancho eða Mason Greenwood verði hægra megin við hann. Okkar besti Paul Pogba er búinn að skipta um hárgreiðslu til að fara í taugarnar á Graeme Souness og mun líklega byrja á vinstri kantinum.
Ljóst er að verkefni United er krefjandi. Villarreal mun ekki bjóða uppá svæði á bakvið sig og verða skipulagðir varnarlega. Spænska liðið hefur farið skringilega af stað í La Liga, en þar hefur liðið spilað 6 leiki – unnið einn og gert fimm jafntefli. Það gefur okkur einhverja hugmynd um hvernig liðið er drillað. Markatalan er 6:3. Þeir munu taka sér tíma í allar aðgerðir og verða ógn úr föstum leikatriðum. Þjálfari liðsins er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Síðasti leikur liðsins var gegn Real Madrid á Santiao Bernabeu og endaði með 0-0 jafntefli – er einhver hissa?
Líklegt byrjunarlið Man Utd:
Líklegt byrjunarlið Villarreal:
Audunn says
Er gjörsamlega búinn að missa alla trú á Ole og hans teymi og ætla að spá 1-3 tapi í þessum leik.
Svo gæti náttl líka gerst að United hrökkvi í einhvern gír í kvöld og vinni sannfærandi sigur en liðið getur bara ekki verið lengur svona mikið jójó lið eins og það hefur verið undir stjórn Ola.
Annaðhvort smellur þetta eða ekki og mér finnst persónulega nákvæmlega ekkert benda til þess að þetta sé að fara að smella undir núvernadi stjóra, það eru engar framfærir frá síðasta tímabili neinsstaðar á vellinum.
Það sem maður tekur líka eftir og er mjög augljóst er að það er lítil sem engin bæting hjá einstaka leikmönnum undir stjórn Ola og hans teymi sem eru líka hálf rænulausir þarna á hliðarlínunni. Hvað ætli hlutverk Carrick sé t.d? Allt steingelt lið.
Gummi says
Við erum ekki að fara komast uppúr þessum riðli með Solskjær sem stjóra hann er án efa versti stjórinn í sögu united hann lætur þetta united lið spila eins og hann væri að stjórna cardiff