United stillti upp varnarsinnuðu liði, þrír varnarmiðjumenn, Matic aftastur
Varamenn: Henderson, Dalot, Jones, Lingard(77′), Mata, Van de Beek, Greenwood, Martial, Ronaldo (62′)
Chelsea stillti svona upp
Chelea byrjaði svo miklu betur og það voru ekki komnar þrjár mínútur á klukkuna þegar Ziyech sendi Hudson-Odoi í gegn, skotið fór í hælinn á De Gea og rétt framhjá fjær, vel sloppið þar! Klassísk staða hjá De Gea, vinstri fótur út til hliðar og virkaði í þetta skiptið.
Færin létu svo á ér standa en Chelsea réð lögum of lofum á vellinum. United varðist, menn duttu langt aftur og það var ekki mikill æsingur í Chelsea stuðningsmönnum þannig að ‘You are my Solskjær’ heyrðist vel frá Unitedstúkunni.
United fékk sirka tvær skyndisóknir, Bruno endaði báðar annars vegar með sendingu framhjá öllum og hins vegar með ótímabæru skoti, en hinu megin var 10 manna vörn United nógu þétt til að Chelsea komst lítið áfram. Rüdiger leiddist þófið og reyndi skot en De Gea sló það í slána, hefði líklega annars farið sláin inn.
Hudson-Odoi var besti maðurinn í Chelsea liðinu og hann fékk tækifæri, Bruno sendi boltann beint á hann á miðjunni og United voru skiljanlega fáir til baka, Hudson-Odoi lék upp að teig, ágætt skot en De Gea ekki í miklum erfiðleikum.
En þrátt fyrir mikla pressu Chelsea tókst þeim ekki að finna glufur, og United fór með 0-0 inn í klefa. Staðreynd fyrri hálfleiks var að eftir rúmlega hálftímaleik var Chelsea með 54 kláraðar sendingar á vallarþriðjungi United, United með 3 (þrjár) á vallarþriðjungi Chelsea. Í lok hálfleiksins var þetta aðeins skárra, 81-20. Þetta var sem sagt bh ekki leikur fyrir hlutlausa. Og varla fyrir United stuðningsmenn heldur.
Chelsea sótti stíft en svo gerðist hið ótrúlega. Fernandes hreinsaði frá vítateig, langur bolti beint á Jorginho í miðjuhringnum. Í staðinn fyrir að taka hann létt niður, hrökk boltinn í ristina á Jorginho, fór aðeins frá og Sancho kom á fleygiferð og hirti boltann og var með það kominn inn fyrir. Rashford fylgdi honum vinstra megin en Sancho var ískaldur lék alveg upp í teig, og var næstum kominn upp að Mendy , smá fint og síðan yfirvegað slútt í hornið.
Forysta United eftir tæpar fimmtíu mínútur. Óvænt, örlítið.
Leikmenn United frískuðust aðeins við þetta og áttu smá spilamennsku, meira en í fyrri hálfleik í það minnsta, en Chelsea sóttu samt stífar og bættu í hornafjöldann, var komið í 9-0 í þeirri talningu þegar korter var liðið af seinni hálfleik.
Carrick hafði verið að spá í að henda Ronaldo inná fljótlega í hálfleiknum, en beið með það þegar markið kom. En á 64. mínútu kom hann inná og það var markarskorarinn Jadon Sancho sem veik.
Það leið ekki á löngu fyrr en leikurinn breyttist. Chelsea fékk enn eitt hornið. boltinn kom inn á teiginn, Wan-Bissaka reyndi að hreinsa en dúndraði í hásinina á Thiago. Vítið var dæmt og Jorginho bætti ráð sitt og skoraði auðveldlega.
Virkilega súr leið að fá á sig mark en ekki hægt að segja að þetta hafi komið á óvart að Chelsea næði að jafna.
United fékk lokins horn á 74. mínútu, Thiago setti fyrirgjöf Fred útaf. Úr því varð auðvitað ekkert.
Næsti varamaður var Jesse Lingard, em kom inná fyrir Rashford og það er ekki laust við að gruna mætti fingraför Rangnick á þeirri skiptingu.
Wan-Bissaka var síðan hetja frekar en kúrkur þegar Werner var kominn í opið færi, en Wan-Bissaka náði að koma fæti fyrir skotið. Hefði annars verið ansi erfitt að verja.
Chelea var enn miklu betra liðið, United voru opnari en í fyrri hálfleik, voru meira að reyna að leita að gagnsóknunum og þá var vörnin aðeins fáliðuð.
Lukaku kom inn á og Chelsea pressaði en United hreinsaði. Ein hreinsun endað á sendingu aftur á Mendy, Lingard pressaði og Mendy sendi skelfilega út úr teig, beint á Fred, United voru þrír á móti varnarmanni, en Fred tók einhvers konar skot sem átti að vera vippa en fór bara laflaust í hendurnar á Mendy. Ótrúlega lélegt hjá Fred, sem er um það bil síðasti maður em maður hefði viljað sjá fá svona færi.
United sótti síðustu mínúturnar en helta afrekið var að Tuchel fékk gult fyrir að missa sig alveg þegar Ronaldo var ekki dæmdur rangstæður. Hafði reyndar bara unnið horn, óþarfi fyrir Tuchel að væla því úr því kom ekkert
En alveg á síðustu sekúndunum kom sókn Chelsea, Van de Beek braut af sér, Chelea tók snögga aukaspyrnu og Pulisic var kominn upp að endamörkum, gaf fyrir og Antonio Rüdiger dauðafrír rétt utan við markteig, sveiflaði fætinum og nelgdi himinhátt yfir. Svaðalega slakt og United slapp.
Það hefðu held ég öll okkar þegið stigið ef okkur hefði verið boðið það fyrir leik og enn frekar í hálfleik. En það er smá hluti af manni sem núna er örlítið svekktur, ef Fred hefði nú bara klárað.
En hitt er ljóst að Chelsea var miklu betra liðið. Veikleikar United eru margir og einskorðast ekki við uppstillingar og leikaðferðir. Ralf Rangnick er kannske töframaður en það þarf einhverja galdra til að gera menn á borð við Fred og Wan-Bissaka að snillingum inni á vellinum.
Ralf verður vonandi mættur á fimmtudaginn þegar United tekur á móti Arsenal á fimmtudaginn og þá verður ótrúlega spennandi að sjá hvort hann reynir að koma sínum stíl strax að eða horfist í augu við kaldan raunveruleikann.
Laddi says
Pakka í vörn, vona það besta, ekkert víst að það klikki…
Brynjólfur Rósti says
McFredic… 🤣
Gummi says
Svo eru einhverjir sem vilja gefa carrick út tímabilið hvernig er þessi klúbbur orðinn
Arni says
Að við séum ekki reyna spila smá sóknarbolta með þennan mannskap mun ég aldrei skilja
Scaltastic says
Að lifa af 90 mín á þessum velli og fá stig út úr því er vel viðunandi. Sérstaklega í ljósi þess að fyrirliðinn okkar (Bruno) var langlélegasti maður vallarins, þessar ands#$%* þversendingar hjá honum, hvenær ætlar maðurinn að þroskast upp úr þessu?
Ekki bætti úr skák að vera með Fred og Bailly reykspólandi í öllum návígum og… við lifum í heimi Wan Bissaka, það er tilfinningalegur rússíbani svo vægt er til orða tekið :(
Það er eins gott að Ragnick sé reiðubúinn í holóttann malarslóða og vaxtarverki, vegna þess að þetta blessaða lið okkar er gjörsamlega týnt og einkennalaust. Ég er tiltölulega ánægður með ráðninguna og ég tel að hann hafi burði til að færa félagið í átt til nútímans. Hins vegar hef ég afar litla trú á því að hann geti náð að stýra okkur í topp 4 og ég geri í raun ekki væntingar til þess, því miður.
Ég geri hins vegar væntingar um að Woodward, Murtough, Arnold, Fletcher og bévítans eignarhaldið þiggji seðlanna og gefi manninum tækifæri og rými til að ráða nýjan stjóra næsta sumar, ásamt því að skapa heilbrigðan og samkeppnishæfan kúltúr í kringum félagið, sérstaklega í unglinga akademíunni og á Carrington. Ef þeir hafa loks vit á því að sleppa tökunum þá getur enduruppbyggingin hafist fyrir alvöru. Annars verðum við bara föst í hjólförunum per usual.
Tómas says
Þetta fannst mér mjög soft víti. Það að þú hendir fæti fyrir annan fót á ekki að réttlæta víti. Silva er ekki með boltann.
Ég myndi segja framför, þó að Chelsea hafi vissulega verið betri aðilinn.
birgir says
Soft víti er ekki endilega rangur dómur.
Það er ekki eins og Man Utd hafi aldrei fengið „soft“ víti.
S says
Hvenær á eiginlega að taka Bruno úr “stórleikjunum”. Gerir aldrei neitt og ljón heppinn að kosta liðið ekki mark, eins og aðeins og oft áður.
Audunn says
Hefði alltaf tekið jafntefli fyrir þennan leik en svo er liðið komið í 0-1 og þá vonar maður auðvita að grísa inn 3 stigum. Það verður samt sem áður að viðurkennast að Chelsea eru töluvert betra lið en United í dag og því getum við bara verið nokkuð sátt með þetta.
Þetta klúður hjá Fred var alveg dæmalaus klaufaskapur, við gefum ódýrt víti. Það er því miður ekki hægt annað en að dæma víti á þetta. Er sammála því að það er kominn tími á að gefa Bruno góða hvíld og lofa honum að huxa sinn gang. Hvernig getur einn leikmaður orðið allt í einu svona lélegur? finnst hann vera orðinn of cocky sem hann hefur ekkert efni á. Það þarf einhver að fara að taka elmennilega í hann, lesa honum pistillinn og koma honum aftur niður á jörðina, hann er ekki eins góður og hann heldur sig vera.
Zorro says
Held að launin hjá þessu liði sé að eyðileggja…að menn skuli fá 20-40 mill á viku fyrir svona spilamensku er òskiljanlegt