Ritstjórn vonar að jólin hafi verið ykkur góð!
Jólatörnin byrjar í dag, annan dag jóla, með fjölda Covidfrestana en allt lítur út fyrir að Mancheter United nái að spila sinn fyrsta leik í rúmar tvær vikur þegar haldið er til Newcastle og tekit á við nýríku Nonnana sem hafa enn ekki fengið tækifæri til að spreða olíuauðnum.
Covid-19 setti svo sannarlega strik í reikninginn en fyrir vikið eru allir leikmenn meiðslalausir utan Paul Pogba og verður spennandi að sjá hvort að Rangnick hafi náð að predika vel yfir þeim síðustu viku og náð að koma þeim í gírinn á æfingasvæðinu.
4-2-2-2 kerfið er komið til að vera og með fullan styrkleik ætti liðið að líta einhvern veginn vona út
Það verður sérlega spennandi að sjá endurkomu Raphaël Varane í vörninni og hvort það dugi til að stoppa upp í götin.
Newcastle hefur gengið hrikalega í vetur, og fjlótlega eftir yfirtöku Sáda var Steve Bruce rekinn og Eddie Howe ráðinn.
Hann náði þremur jafnteflum og tapi í fyrtu leikjunum og svo sigri á Burnley en síðan hefur liðið tapað fyrir Leicester City, Liverpool og Manchester City. Streðið gegn Norwich fyrir tveimur vikum sýndi þó að United getur ekki tekið neinu sem gefnu.
Liðsspá Guardian er svona
Eitthvað smá meiðslastreð er í herbúðum Newcastle og Isaack Hayden er í spjaldabanni.
Craig Pawson flautar leikinn á kl 8.
Silli says
Já Ok! 😁