Ralf Rangnick ákvað að velja sterkt lið, enda nær vika í næsta leik. Cristiano Ronaldo er reyndar frá vegna smávægilegra meiðsla, og Phil Jones og Jadon Sancho sömuleiðis.
Liðið ekki lengur í 4-2-2-2 heldur mun kunnuglegra 4-2-3-1
Varamenn: Heaton, Alex Telles, Wan-Bissaka, Amad, Lingard (86′), Mata, Matic, Van de Beek (72′), Elanga (85′)
Lið Aston Villa var sömuleiðis af fullum styrk.
Manchester United byrjuðu mun betur, Greenwood og Rashford voru langt úti á köntum og markið kom á 8. mínútu, Greenwood lék frá teig út á kant, gaf á Fred sem gaf frábærlega inn á teiginn og það var Scott McTominay sem var á réttum stað til að skalla í jörð og inn, óverjandi.
Villa átti að jafna í næstu sókn eftir horn sem var skallað áfram frá nær stöng, Lindelöf skallaði frá línunni og í Ollie Watkins og útaf fór boltinn, Watkins hefði getað komið honum inn þar. Skömmu síðar komst Buendía alltof auðveldlega framhjá Fred og Shaw en skaut framhjá fjær. United vörnin ekki traust þarna.
En þetta var bara einfaldlega fjörugur leikur, sóknir á báða bóga, og lítið um miðjuþóf.
Martínez varði vel frá Cavani eftir góða rispu Fernandes sem endaði með sendingunni á Cavani, Bruno var að finna sig miklu betur í sinni gömlu stöðu. Hinu megin fór svo Watkins mjög illa með Lindelöf eftir hræðilega móttöku Lindelöf, Watkins náði skotinu sem fór yfir De Gea en small í slánni. Rétt á eftir ógnuðu Villa mjög inni í teig sem endaði á að boltinn var lagður út á Ramsey, skot hans fór í hnéð á Scott McTominay og hárfínt framhjá. Villa mun hættulegra og betra liðið heilt á litið.
Þá lokins vöknuðu United menn aðeins, Bruno og Shaw komu með langskot, Buendía varð ágætlega frá Shaw.
Aston Villa byrjaði á að koma boltanum í mark á 5. mínútu seinni hálfleiks, aending fyrir teigin fór fram hjá Watkins og Ings kom boltanum í netið, Var tók óratíma og þó það væri talað um rangstöðu þegar boltinn kom fyrir en á endanum var dæmd rangstaða í aðdragandanum þegar Ramsay var rangstæður og hafði svo áhrif með að hindra Cavani.
Leikmenn voru orðnir örlítið æstir eftir þetta og hlupu vel á næstu mínútur, engin spjöld þó.
Ágætlega skemmtilegt að Villa kom aftur boltanum í netið og aftur var það dæmt af núna vegna rangstöðu. Línuvörður flaggaði ekki þannig að Lindelöf þurfti að reyn að verjast og endaði í samstuði við stöngina eftir baráttu við Watkins. Hann fór af velli til að fá aðhlynningu og á meðan hann var frá pressaði Villa en náði ekki að nýta sér liðsmuninn.
En Villa var áfram mun sterkara liðið, og boltinn fór nokkrum sinnum of nálægt stöngum United marksins þó framhjá færi. United menn fengu nokkur spjöld á sig, voru aðeins of grimmir.
Þegar 71 mínúta var á klukkunni kom sjaldséð skipting. Donny van de Beek kom inná fyrir Edinson Cavani.
Þetta lagaðist aðeins á miðjunni við þessa skiptingu en ekki mikið. Greenwood og Rashford voru slakir, og áttu erfitt með að taka við og gera svo eitthvað við boltann. Hinu megin var svo alltaf hætta þegar Villamenn komu upp.
Það var ekki mikið eftir þegar Rangnick reyndi aðeins að hrista upp í liðinu, Lingard og Elanga komu inná fyrir Bruno og Rashford.
Þetta hélt áfram inn í viðbótartímann, sem var heilar sex mínútur. United náði að halda boltanum og sækja bitlaust mestan hluta þess tíma og hélt þetta út og landaði frekar ósanngjörnum sigri.
Að leik loknum
Þetta var eiginlega bara skelfilegt. Eins og oft síðustu mánuði er það bara De Gea sem getur komið úr þessum leik með höfuðið hátt. Aðrir leikmenn voru hreinlega týndir. Fyrri hálfleikur vissulega þokkalegur framanaf en svo fór þetta allt á hliðina. McFred sáu um markið en eru að öðru leyti alls ekki nógu sterkir. McTominay er skástur þegar hann reynir rispur fram á við en sem miðjutvenna höfðu þeir enga stjórn á leiknum. Bruno var virkilega slakur í seinni hálfleik, Greenwood sömuleiðis og Marcus Rashford sá öðlingur er bara gjörsamlega týndur inni á vellinum.
Vörnin er gatasigti og það er ekki að sjá að Raphaël Varane sé ami maður og síðustu tíu ár.
Það má eflaust hugsa sér að einhver annar stjóri en Ralf Rangnick væri búinn að lemja eitthvað betra út úr liðinu en þetta samansafn misgáfulegra innkaupa síðustu fjögurra stjóra er hreinlega höfuðlaus her. Hvað er til bragðs að taka?
Það þarf að kaupa, kaupa rétt, og selja, selja vel. Það er ekki nóg að hafa stjóra sem kreistir eitthvað úr þessum hóp, það þarf framtíðarsýn og skynsemi.
Hvorugt hefur komið nálægt stjórn United síðustu 9 ár og það eru ekki stjórarnir sem bera þar mesta ábyrgð.
Egill says
Það segir ýmislegt um frammistöðu Rashford að stuðningsmenn fögnuðu þegar hann var tekinn útaf. Það er kominn tími á að nýráðni sálfræðingurinn fari að vinna vinnuna sína.
#Rashforderekkivandamálið says
Að menn séu að drulla yfir uppalda leikmenn er hlægilegt, ég fer að missa þolinmæðina á þessari síðu.
#Rashforderekkivandamálið says
Ekki ykkur elsku bestu sem sjá um þessa síðu, þið eruð flottir!
Scaltastic says
Skítt með frammistöðuna, hún kom ekki á óvart. Doktor kiss cam fór tómhentur og pirraður af velli. Það og Ronaldo markið á móti Villareal er það eina sem hefur yljað mér um hjartaræturnar á þessu tímabili.