Þetta ætlar ekki að takast
Það jákvæða er að framfarir eru vel sýnilegar á leik Manchester United. En það er dýrt að klúðra dauðafærum og láta dæma af sér tvö gegn botnliðinu sem að auki nýtir sitt eina færi.
Ralf Rangnick gerði tvær breytingar á byrjunarliði Manchester United gegn Burnley í gærkvöldi frá leiknum gegn Middlesbrough á föstudag. David de Gea kom inn í stað Dean Henderson og Edinson Cavani byrjaði frammi í staði Cristiano Ronaldo. Seinni breytinguna skýrði Ralf með því að gegn Burnley væri þörf á mörgum stuttum sprettum en spurningin er hvort Ronaldo hafi í raun verið settur á bekkinn eftir að hafa ekki skorað í fjórum leikjum í röð.
United tók strax yfirhöndina og skoraði mark strax á tólftu mínútu. Aukaspyrna Bruno Ferndandes hitti beint á pönnuna á Raphael Varane sem eðlilega gladdist yfir því sem hann taldi sitt fyrsta mark fyrir félagið. En þótt markið virtist við fyrstu sýn eðlilegt kom fljótt í ljós að dómarahópurinn taldi ekki allt með felldu. Eftir ítrekaðar athuganir VAR-dómarans var Mike Dean kallaður að hliðarlínunni. Hann var fljótur að kveða upp niðurstöðu: Harry Maguire kom úr rangstöðu til að hindra Jay Rodriguez, annan þeirra sem dekka átti Varane og markið var dæmt af.
Sex mínútum síðar komst United yfir – löglega. Markus Rashford átti gott hlaup inn á teiginn vinstra megin og sendi boltann niður að endalínunni þar sem Luke Shaw kom askvaðandi og náði að senda út í teiginn þar sem Pogba mætti og smellti knettinum efst í hornið.
Tveimur mínútum síðar var komið að næsta marki til að vera dæmt af. Shaw gaf fyrir frá vinstri og á fjærstönginni var Rashford sem sendi boltann fyrir markið þar sem varnarmaður Burnley sendi boltann inn. Nokkrum sekúndum síðar var ljóst að línuvörðurinn hafði flaggað. Pogba, sem var fyrir framan Rashford á fjærstönginni, hafði sett hendurnar í bak og andlit varnarmanns Burnley og markið því dæmt af vegna brots.
United hélt áfram að yfirspila Burnley. Þegar flautað var til hálfleiks hafði United átt 12 marktilraunir gegn engri. Besta færið féll fyrir Cavani. Enn og aftur gaf Shaw fyrir frá vinstri, boltinn fór í boga af varnarmanni yfir á fjær þar sem Cavani stóð og skallaði að marki. Mögulega hefði hann getað náð meiri krafti í skallann með að stökkva upp og mæta boltanum en varnarmenn Burnley höfðu þrengt að honum auk þess sem markvörðurinn Nick Pope gerði það eina sem hann gat – kastaði sér þvert yfir markið og varði.
Spurning um að halda aðeins út?
Heimamenn komu dýrvitlausir til seinni hálfleiks, fóru fast í návígi og settu góða pressu á United, sem reyndar náði að svara henni með skyndisókn. Ekki voru þó liðnar nema tvær mínútur þegar Burnley jafnaði, með marki sem enginn varnarmaður United getur verið stoltur af.
Ekkert samband virtist milli Maguire og Varane sem fyrst voru hvergi nærri Wout Weghorst sem lék boltanum inn fyrir á Jay Rodriguez sem kom blint á þá af kantinum, lék inn að markinu, lyfti boltanum framhjá de Gea og skoraði sitt fyrsta mark í 50 leikjum. Luke Shaw lék hann réttstæðan með að vera töluvert fyrir aftan samherja sína.
Markið gaf Burnley kraft, nokkrum mínútum síðar átti Weghorst frábært langskot sem de Gea skutlaði sér niður til að verja. Smám saman fór krafturinn að þverra af Burnley sóknarlega, ljóst var að Uniited hefði aðeins þurft að halda út í nokkrar mínútur í byrjun til að halda hreinu, en skaðinn var skeður.
Burnley pakkar í vörn
Um miðjan hálfleikinn vildu Burnley-menn fá Maguire rekinn út af. Hann slæmdi höndinni í mótherja sem var að hlaupa framhjá honum og þar með einn í gegn. Sá dómur var þó ekki einu sinni endurskoðaður, boltinn var vel fyrir ofan þá og Burnley-maðurinn því vart kominn í marktækifæri. Því dugði gult spjald.
Þegar á leið fóru Burnley menn að safnast í vel skipulagðar varnarlínur og sýndu hvers vegna fáir hafa trú á að liðið falli, jafnvel þótt það sé neðst. Með tíu Burnley-menn fyrir aftan boltann reyndist United erfitt að skapa sér afgerandi marktækifæri. Það besta fékk Ronaldo um tíu mínútum fyrir leikslok, en skalli hans úr teignum fór yfir enda Ben Mee alveg í honum. Ronaldo fékk síðan annað skallafæri um það leiti sem leiktíminn var að renna út auk þess sem við lok uppbótartíma mætti Maguire á fjærstöngina en í fylgd varnarmanns og boltinn hrökk af öxl hans aftur fyrir.
Ekki nóg
Ralf Rangnick sagði eftir leikinn að enginn gæti verið sáttur með eitt stig. Það er rétt. Annan leikinn í röð hefði United átt – og verðskuldað – að gera út af við augljóslega lakari andstæðing í fyrri hálfleik. Hvað varðar einstaka leikmann þá var Shaw frábær á kantinum en illa staðsettur í markinu. Jadon Sancho var líka skapandi en lokasending hans ekki nógu góð. Paul Pogba var öflugur á miðjunni og skoraði frábært mark en hvarf um tíma í seinni hálfleik, á þeim mínútum sem United var helst í basli.
Hægt er að pirrast yfir mörkunum sem dæmd voru af, sérstaklega eftir „ekki-hendina“ hjá Boro. Einhverjir dómarar hefðu sleppt brotunum, sagt Burnley-mönnum að herða sig, en eftir ítarlega skoðun verður að staðfesta dóma Dean sem rétta.
Það er vinsælt meðal þjálfara í dag að tala um frammistöðu og framfarir frekar en úrslit. Það eru batamerki á leik United. Varnarleikurinn og miðjan eru orðin betri, Burnley fékk eitt alvöru færi, nokkur hálffæri. Ekki fjölda dauðafæra. Það sást að United var töluvert betra fótboltalið, sérstaklega í fyrri hálfleik voru fínar sóknir í gangi og leikskipulagið með að fara upp bakvið bakverðina gekk þokkalega en því miður nýttust færin ekki. Þegar um er að ræða Manchester United skipta úrslitin máli.
Grautfúlt og dýrkeypt er að hafa ekki unnið botnliðið. West Ham náði í gærkvöldi fjórða sætinu af United, Arsenal og Tottenham geta leikandi gert það með að vinna leikina sem þau eiga inni – meira að segja Wolves. Það eina góða er að önnur lið í baráttunni um fjórða sætið eru líka óstöðug, en United verður að klára leiki gegn liðum neðar í töflunni til að byggja upp sjálfstraust og safna stigum áður en kemur að viðureignum gegn hákörlunum með vorinu.
Lið United
Varamenn: Henderson, Lindelöf, Jones, Wan-Bissaka, Matic, Mata, Lingard (80′), Ronaldo (68′), Elanga (85′)
Dór says
Djöfull er þetta orðið mikið drasl bekkur sem við erum með hvernig getur það staðið eftir alla þessa eyðslu
Tómas says
Hvaða fokking kjaftæðis dómur var þetta!
Turninn Pallister says
Ekki við öðru að búast með þennan dómara og svo auðvitað VAR dómarann. Öll vafaatriði munu ekki falla með okkur í þessum leik, það er allveg 100%
Turninn Pallister says
Djöfull er Harry Maguire ömurlega lélegur, kostar okkur mark með aulaskap og svo þessi varnarleikur. Maður á bara ekki orð.
Arni says
Ég held að það sé skárra að byrja bara einum færri heldur en að vera með þetta maguire drasl inná þetta er versti varnarmaður í deildinni
Egill says
Ég vill aldrei sjá helvítið hann Maguire spila aftur í treyju Man Utd. Þetta er versti varnarmaður í sögu félagsins.
Þvílíka endemis skitan enn eina ferðina hjá honum.
Framherjarnir okkar geta svo ekki skorað, Rashford nennir ekki að spila fótbolta og Mike Dean má fara til helvítis með Maguire.
Dór says
Við eigum ekkert erindi í meistaradeildina ömurleg frammistaða á móti mjög slöku liði
Helgi P says
Það er eins og maguire sé 150 kg fituhlunkur svo hægur er hann
Einar says
Eftir fyrstu 45 mín var ég bjartsýnn en verulega pirraður með dómgæsluna en hvað er að gerast ?
Herbert says
Ég skil ekki hvað er að frétta með þetta lið. Bruno Verður að fara að detta í gang almennilega. ef hann er ekki á sýnum besta degi þá er rosalega lítið að gerast fram á við. Englengdingarnir í þessu liði eru algjörlega með skitu á þessu tímabili. Maguire er algjört djók og Luke Shaw hræðilegur varnarlega. Rashford að vinna frábært starf utanvallar en væri gott að sjá góðar 90 mín frá honum inn á vellinum. Svo vantar alltaf aðeins upp á þetta hjá Sancho. Vonandi hefur Ragnick jafn mikinn kjark og bekkjar Maguire í næsta leik eins og Ronaldo í dag.
Lúkas says
Flottur fyrri hálfleikur og við spiluðum ágætlega. Dómarinn eyðilagði þennan leik fyrir okkur. Skil ekki þessa neikvæðni hérna. Maquire flottur varnarmaður en hraði er ekki hans styrkur, hélt öllum væri það ljóst. Óheppni í kvöld, þetta er allt í rétta átt. Tökum 4 sætið í vor og jú, við eigum ekki bara erindi í meistaradeildina eins og menn eru að efast um hér, ég tel okkur vera ásamt hinum toppliðunum á Englandi líklegasta til að sigra meistaradeildina.
Áfram með þetta.
Sveinn says
Getur einhver útskýrt fyrir mér eins og ég sé fimm ára á hvað dómarinn dæmdi í þriðja markinu?
Einnig skil ég ekki hvernig það er hægt að réttlæta rangstöðu á Harry Maguire í fyrsta markinu þegar varnarmaður Burnley hrindir með báðum höndum innfyrir línuna..
Scaltastic says
Mike Dean og Co… fæst orð bera mesta ábyrgð. Hins vegar þá er engin tilviljun að liðið er á þeim stað í töflunni sem það er í dag.
Afrakstur fremstu fjóra á þessu tímabili miðað við væntingar fyrir það, úff… sú hörmungin. Þeir bera að mínu mati jafn mikla ábyrgð á genginu og Joel Glazer og já liðarnir hans.
Steve Bruce says
Það virðist sem hreinlega ekkert gangi upp hjá United þessa dagana. Eftir að Ragnick kom fóru úrslitin að batna, spilamennskan var áfram vond og hafa ber í huga að við áttum sérstaklega þægilegt leikjaprógramm framundan þegar sá þýski mætti á svæðið. Nú ber svo við að spilamennskan hefur batnað en úrslitin versnað.
Ég held við getum öll verið sammála um það að ef menn eins og Bruno, Pogba, Ronaldo, Rashford, Cavani og Sancho væru að spila á fullri getu þá myndi liðið alltaf klára leiki eins og í gær, burtséð frá klúðruðum færum í fyrrihálfleik og „soft play“ dómgæslu Mike Dean. Þetta lið er bara ekki að spila á getu sinni, langt frá því. Hvað varð um herra Bruno Fernandes? Áður en Ronaldo kom þá snérist bókstaflega allt um Bruno. Nú er hann lítið meira en „squad player“ miðað við framlag sem skilar mörkum.
Ég sé ekki töfrana úr hugmyndafræði Ralf Ragnick vera að skila sér. Vísast til er vandamálið falið í leikmönnunum sjálfum.
Pétur Sveinsson says
Já þetta er ekki nógu gott. Sé mikinn mun á United eftir að Ralf mætti, skemmtilegri leikir og oftar sem ég gleðst yfir ákefð liðsins, en úrslitin ekki í samræmi við spilamennsku nógu oft, nema þegar við erum lélegir.
En Cavani var rangstæður, þannig skiptir engu að hann klúðraði því færi 😊
Helgi P says
við getum verið heppnir með það að liðinn sem eru að berjast um þetta 4 sæti eru jafn léleg og við
Arni says
Já Lúkas við vorum mjög líklegir að vinna meistaradeildina og 4 sætið líka það er bara búið að eyðileggja þennan klúbb það verður mörg ár þánga til við sjá united aftur í meistaradeildinni