Manchester United beið ekki lengi með að fá nýja knattspyrnustjóra liðsins inn. Strax daginn eftir síðasta leik á þessu versta tímabili í lengri tíma var Erik ten Hag mættur á Old Trafford til að heilsa upp á gjörsamlega alla hjá félaginu, skoða sig um og halda einn góðan blaðamannafund. Auk þess hófst dagurinn á að MUtv birti viðtal við kappann. Samfélagsmiðlar voru undirlagðir af fréttum um Ten Hag og félaga. Fréttamiðlar tóku það sömuleiðis upp, jafnvel svo mikið að minna fór fyrir fréttum af fögnuði Manchester City sem keyrði um borgina í rútu fyrir framan mismikið af fólki. Enda skiljanlegt, við vitum öll hvert er stóra félagið í Manchester-borg.
Þetta var afskaplega vel þegið, að fá strax eitthvað til að dreifa huganum frá þessu knattspyrnulega gjaldþroti sem síðustu vikur hafa verið fyrir Manchester United.
Fyrsti blaðamannafundurinn
Ein besta leiðin til að fá tilfinningu fyrir nýjum knattspyrnustjóra er að heyra hans eigin orð um nýja starfið, félagið, liðið og verkefnin framundan.
Success is tattooed right across the club badge. I’m determined to get the first [trophy] on the board as soon as possible.
Þetta er góð lína. Árangurinn er flúraður yfir merki félagins. Sterkt.
The owners and the CEO have a lot of confidence in me. They have come to me and I explained my philosophy and they were excited. Because of that I’m here. We have to wait and see if I can fulfil this expectation of those people and the supporters. The fans are very important, I know that.
Stuðningur stjórnar er mikilvægur og stuðningsfólk er mikilvægt líka. Þetta hljómar mjög vel.
This is not a dream job. This is reality. I am Manchester United manager. The reality is that this is a job that everyone wants and I have it. I know the responsibility and the expectation. At the same time I know the legacy. I know what’s behind me. I know what the history is and what the fans expect from me.
Veruleikinn og væntingarnar, þetta er auðvitað risastórt starf.
I think first thing is first game, think about getting my principles into the boys, get the players to understand how I want them to play and let’s take the results later on see how many points we can gather but this club has made many many points before but I’m not going to set that target now.
Mikilvægt að setja sér og liðinu góð markmið.
The legacy of this club is unique. There are not many clubs with such history and DNA. It’s not only a legacy, it’s also something that, for the people working for this club, we have to follow this legacy and make sure that the DNA will also be respected, always be respected.
Jújú, algjörlega einstakur klúbbur með stórmerkilegt DNA.
Þetta eru allt falleg orð. Peppandi orð. En reyndar er ekkert af þessu hér að ofan komið beint frá Erik ten Hag þótt hann hafi sagt margt sem hljómaði svipað. Þetta eru tilvitnanir í fyrstu blaðamannafundina hjá David Moyes, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick, í þeirri röð. Það er auðvitað ekki endilega erfitt að segja réttu hlutina í upphafi, stærra mál er að fylgja þeim síðan eftir og þessum herramönnum sem eiga orðin hér að ofan gekk mjög misvel með það.
En þetta er ekki sett svona fram til að hnýta í þessa stjóra eða getu þeirra. Alls ekki heldur til að bauna á Erik ten Hag og það sem hann sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi. Þetta er kannski aðallega hugsað sem ákveðin jarðtenging fyrir höfund þessarar greinar, sem verður að viðurkenna að hann gíraðist rækilega upp við það að hlusta á Ten Hag tala í fyrsta viðtalinu og á fyrsta blaðamannafundinum. Það virðist einhvern veginn aldrei rosalega langt í peppið þegar maður heldur með fótboltaliði.
Eitt það fyrsta sem maður tók þó eftir við það að hlusta á Ten Hag var að hann er greinilega ekki með fullkomin tök á enskunni. Hann virtist vanda sig mikið við að reyna að finna réttu orðin til að koma hugsunum sínum frá sér en við vitum auðvitað líka að það þarf ekki slappa enskukunnáttu til þegar kemur að því að passa hvernig þú orðar hlutina fyrir framan þessa ensku pressu. Það var mjög augljóst að hann vildi ekki gefa nein færi á sér, vildi ekki gefa færi á neinum stórum fyrirsögnum sem tengdist ákveðnum leikmönnum eða störfum fyrri stjóra.
Ralf Rangnick hefur verið duglegur að láta gamminn geisa upp á síðkastið, sífellt meira eftir því sem leið á tímabilið og gengi liðsins versnaði. Ten Hag passaði sig að láta allt slíkt vera, sagði að hann væri að greina stöðuna, myndi halda því áfram og svo ræða við leikmenn sína. Hann var fljótur farinn að vísa í fyrri svör þegar blaðamenn héldu áfram að reyna að veiða einhver djúsí tilsvör upp úr honum.
Vissulega gæti eitthvað af því hafa verið tungumálatengt en samkvæmt Andy Mitten og félögum í United-hlaðvarpi Athletic þá sögðu hollensku blaðamennirnir á staðnum að svona væri Erik ten Hag einfaldlega þegar kæmi að fjölmiðlum. Þetta væri ekki tengt tungumálakunnáttu hans því hann væri vanur að svara með svipuðum hætti á hollensku. Ekki beint stuttur í spunann en kjarnyrtur og diplómatískur, heilt yfir.
Aðalmálið er þó að hann geti tjáð sig með sem bestum hætti við sína leikmenn. Leikmenn Manchester United eru þó auðvitað ekki allir endilega sleipir í ensku heldur tala nokkur mismunandi tungumál. Ten Hag talar þýsku en það er kostur að þeir tveir sem hann valdi sér til aðstoðar bæði þekkja hann og hans fótbolta mjög vel og eru að auki færir um að tala við leikmenn á mörgum tungumálum. McClaren hefur auðvitað enskuna, bæði tungumálið og alla mögulega klefa- og leikmannahópamenningu sem bresku leikmennirnir bjóða upp á. Hann talar reiprennandi hollensku sjálfur eftir sinn tíma í Hollandi. Hinn aðstoðarmaðurinn, Mitchell van der Gaag, talar svo sjö tungumál. Þar á meðal bæði portúgölsku og spænsku. Það sem Ten Hag getur ekki komið sjálfur til skila munu aðstoðarmenn hans tryggja að skili sér þannig að ekkert tapist í þýðingunni. Hafandi sagt það þá eru þessir tveir menn ekki þarna fyrir tungumálakunnáttu sína, hún er bara mjög heppilegur bónus.
En þrátt fyrir allar þessar vangaveltur um enskukunnáttu Ten Hag þá komst hann oft helvíti vel að orði á blaðamannafundinu. Til dæmis þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að eitthvað lið ætti möguleika á að vinna deildina á þessum tímum þegar Guardiola og Klopp virðast hafa yfirhöndina á Englandi. Þá svaraði hann:
In this moment I admire them. I admire them both. They play, in this moment, really fantastic football, both Liverpool and Manchester City. But you will always see that an era can come to an end.
Viðbrögð ritstjórnar Rauðu djöflanna
Spjallþræðirnir hjá ritstjórn Rauðu djöflanna hafa ekki verið að springa úr gleði og hamingju síðustu vikurnar en það hefur lifnað heldur betur yfir þeim í samhengi við Erik ten Hag. Almennt er ritstjórnin á að þetta sé spennandi ráðning sem verði áhugavert að fylgjast með á næstu mánuðum og árum. Auðvitað eru sett helstu spurningamerki við hvort hann fái nægilegan stuðning til að bæði sækja leikmenn sem falla inn í hans heimspeki og losa út leikmenn sem ættu ekki að vera hjá félaginu lengur.
Daníel Smári:
Ég er ofsalega gíraður fyrir þessari ráðningu. Alveg frá því að Solskjær kvaddi að þá var Ten Hag maðurinn sem að ég vildi sjá í stjórastólnum, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því. Þá ekki nema það að ég hafði heillast af Ajax liðinu hans í Meistaradeildinni og að liðið hefði dóminerað heima fyrir – sem að er svosem krafan þar á bæ. Hann er því vanur pressunni sem að fylgir því að vinna og hann er að koma á réttum tíma, þ.e. ekki þegar að ferillinn er í niðursveiflu eins og hjá til dæmis Jose Mourinho og Louis van Gaal. Auðvitað er ekki hægt að líkja saman pressunni og athyglinni sem að knattspyrnustjóri Ajax er undir og svo hjá Manchester United, en hann virðist 100% klár í þá áskorun.
Elli:
Tilfinningin sem ég fékk við að horfa á viðtalið var að hann vildi ekkert endilega vera þarna. Viðtalið var einfaldlega fylgifiskur þess að vera nýr stjóri Manchester United.Ég held að hans hugur hafi verið annaðstaðar, nánar tiltekið að hann hafi frekar viljað vera inn á skrifstofu að plana og plotta næstu skref. Hann eflaust gerir sér algjöra grein fyrir hversu risavaxið verkefni er fyrir framan hann, sérstaklega ef Ragnick hefur verið jafn opinskár og við höfum séð á undanförnum fréttamannafundum. Það fyllir mig von um að við höfum fengið réttan mann í starfið. En kannski er maður að lesa of mikið inn í þetta og hann einfaldlega stressaður sem skiljanlegt er fyrir mann í nýju starfi með öll augun á sér.
Zunderman:
Ég er mjög hóflega bjartsýnn, held það skipti máli að halda sig á jörðinni. Ég horfi alltaf á að þjálfarar, eða í raun flestir nýir stjórnendur, þurfi amk 3 ár til að ná árangri. Fyrsta árið fer í að taka til, breyta hlutunum eftir sínu höfði og læra af mistökum, annað árið í framfarir og þriðja í að ná virkilega árangri. Akkúrat í þessu ljósi er svo fúlt hvernig fór fyrir Solskjær á hans þriðja heila tímabili. Sagan er fræg um að reka hafi átt ten Hag ef hann ynni ekki Real. Þá hafði hann verið meira en ár í starfi.
Kosturinn fyrir ten Hag er að það er viðurkennt að þörf sé á breytingum hjá United. Rangnick hefur amk tekist það þótt ekkert annað hafi gengið upp. Ég held það sé mikill kostur fyrir ten Hag að fjöldi leikmanna sé á förum, t.d. þessir samningslausu.
Þótt nýju fólki fylgi von þá megum við ekki gleyma stöðunni sem liðið er í. Það er ekki bara tugum stiga á eftir City og Liverpool í deildinni, heldur árum á eftir í þróun og trúlega amk 6-12 mánuðum á eftir Spurs, Chelsea, Arsenal. Síðan bætist við að Evrópudeildin hefur gjarnan reynst liðum þreytandi. Ég horfi því á markmiðin sem í raun hin sömu og síðustu 10 ár: Að komast aftur inn í Meistaradeild og gaman væri að vinna eina bikarkeppni.
Sumarið framundan
Slúðrið er auðvitað löngu farið af stað í því að orða annan hvern leikmann við Manchester United. Það virðist þó vera nokkuð ljóst að Ten Hag og klúbburinn hefur hug á að reyna að ná allavega meirihlutanum af kjarnainnkaupum sumarsins inn snemma. Það væri afskaplega sniðugt, bæði fyrir geðheilsu stuðningsfólks en líka bara þennan praktíska hlut að hafa leikmennina til staðar á undirbúningstímabilinu.
Ten Hag sagðist ætla að taka slurk í vinnu á Old Trafford núna en leikmennirnir eru allir farnir í sumarfrí svo þessi vinna tengist líklega frekar því að leggjast yfir greiningar á núverandi leikmönnum og væntanlegum leikmönnum. Síðan tekur við smá sumarfrí hjá stjóranum áður en undirbúningstímabilið hefst, þann 27. júní.
Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ten Hag verður í æfingatúrnum um Asíu og Ástralíu, gegn Liverpool. Sá leikur verður spilaður þriðjudaginn 12. júlí klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Í kjölfarið kemur leikur gegn Melbourne Victory í Ástralíu föstudaginn 15. júlí klukkan 10:05 að íslenskum tíma. Að lokum verður síðan leikið gegn Crystal Palace á Melbourne Cricket Ground þriðjudaginn 19. júlí klukkan 10:10. Við höfum ekkert æðislega reynslu af þessum Asíu- og Ástralíuleikjum í gegnum tíðina, oftar en ekki er veðurfar og vallarástand með þeim hætti að leikirnir koðna niður. En í það minnsta þurfum við ekki að vaka fram eftir nóttu eftir einhverjum æfingaleikjum. Og hver veit nema þetta verði bara spennandi og skemmtilegt.
Aðrar dagsetningar sem vert er að minna á fyrir sumarið:
- 16. júní – leikjaniðurröðun fyrir komandi tímabil í deildinni er gefin út
- 6. ágúst – enska úrvalsdeildin hefur göngu sína (nema fyrsti leikurinn verði föstudaginn 5. ágúst)
Tómas says
Já maður er spenntur en mikilvægt að vera raunsær líka.
Ég býðst við Tottenham mjög sterkum á næsta tímabili.
Öll liðin í topp 6 eru með topp stjóra og eins og kom fram lengra kominn í sínu ferli. Kannski eina helst Arteta sem má setja spurningamerki við.
Spurning hvaða áhrif eigendaskiptin hafi á Chelsea.Það verður kannski leið okkar inn í topp fjóra.
Það er líka ljóst að United underperformaði á þessu tímabili. Liðið á að geta betur og nær vonandi að gera réttu kaupin. Mega ekki við því að klikka á markaðnum.
Elis says
Stuðningsmenn Man utd ættu að vita að það þýðir ekkert að keyra upp væntingar yfir nýjum stjóra og held ég að flestir séu að halda sér í jörðina en vona hið best.
Að stjórna Ajax í deild sem þeir eiga að klára og að detta út gegn Benfica í 16.liða úrslitum meistaradeildar finnst manni ekkert rosalega merkilegur árangur í vetur og að tala um það sem einhvern góðan undirbúning að taka við Man utd sem er c.a 5 sinnum stærra félag en Ajax og pressan á allt öðru level á eftir að reyna mikið á hann.
Það er mikilvægt að hann setur strax stimpil á liðið bæði í leikmanna kaupum/sölum og leikstíl. Það þarf að taka Pep/Klopp á þetta og láta vita hver ræður og ef menn eru ekki tilbúnir að fara eftir fyrirmælum þá mega þeir drulla sér í burtu alveg sama hvað menn heita.
Man utd er á ömurlegum stað í dag en sú staða getur verið fljót að breyttast því að liðið er moldríkt, með sögu og fullt af stuðningsmönnum til að keyra þetta í gang. Hvort að þetta sér stjórinn sem getur hjálpað liðinu á eftir að koma í ljós.
Turninn Pallister says
Mjög svo nauðsynlegar og langþráðar hreinsanir í gangi. Því miður hefði mátt vera byrjað á þessu miklu, miklu fyrr. Af þeim sem hverfa á braut mun ég ekki sakna margra, nema jú Mata sem hefur alltaf átt sérstakan stað í United hjartanu.
En verkefnið er riiisa stórt fyrir nýjan stjóra og mikilvægt fyrir okkur stuðningsmenn að gefa þessu verkefni smá tíma og stilla væntingum í hóf.
Sir Roy Keane says
Er mjög spenntur yfir nýja stjóranum og hef fulla trú á því að hann nái að búa til mjög gott og skemmtilegt lið með tímanum. Mér sýnist að það sé loksins verið að vinna eftir meira langtímaplani en áður og meiri fagmennsku á toppnum.
Ég er ekkert viss um það að við þurfum að kaupa marga leikmenn og skipta út nánast heilu liði. Flestir leikmenn voru að spila langt undir getu, stemmingin í liðinu og skipulagið var afleitt og við erum með marga unga og spennandi leikmenn.
Þessi neikvæðni sirkus á öllum vígstöðvum og poppstjörnukúltúr hefur staðið yfir allt of lengi og við stuðningsmenn þurfum að vera jákvæðir og hætta þessu niðurrifi líka. Það gerir ekkert gagn. Nú eru vírusar að fara úr liðinu og ég er bjartsýnn á framtíðina og stend með mínu liði.
Ég bara spyr: Hvað gerist ef Ten Hag er hæfur þjálfari sem gerir leikmenn betri, skipulag liðsins og leikstíl verði mjög skýr, menn að spila í sínum bestu stöðum og berjast allir sem einn, jákvæðni sé í kringum liðið, líka í fjölmiðlum, og 3-4 ungir leikmenn fái tækifæri í vetur og standi undir væntingum? Ég segi þá að við séum komnir með verulega gott lið áður en við vitum af.
Það þarf hugrekki til þess að gefa ungum leikmönnum sjens og sagan hefur sýnt okkur að það hefur oft reynst Man Utd mjög vel. Er Garner klassa djúpi miðjumaðurinn sem okkur vantar? Er Fernandes næsti klassa vinstri bakvörður? Er Hannibal flott backup fyrir Bruno í vetur? Sancho var frábær hægra megin í þýsku deilinni, af hverju ekki líka í þeirri ensku? Er Garnacho næsti klassa vinstri sóknarmaður? Hvað er Rasford nær að spila eins vel sem striker og þegar hann var upp á sitt besta?
Alex says
Er spenntur fyrir nýjum stjóra og mjög ánægður með þessar hreinsanir sem nú eiga sér stað hjá klúbbnum.
Eins og Turninn Pallister segir þá mun ég ekki sjá eftir neinum þessara leikmanna nema jú manni þykir vænt um Mata en við verðum samt að átta okkur á því að hann er aldrei að fara að bera þetta lið uppi né verða mikilvægur leikmaður. Enn hann var frábær leikmaður og er snilldar persóna.
Nú er bara spurning hverjir koma inn og hvort United takist loksins að fá inn rétta leikmenn sem lyfta liðinu á næsta stall .
United á enga spennandi unga leikmenn sem gætu komið inn í aðal liðið núna og spilað stórt hlutverk og því er mikilvægt að kaup sumarsins takist vel.
Turninn Pallister says
Leikmannakaup, hvað segið þið í þeim efnum?
Liggur í augum uppi að það þarf að kaupa miðjumenn og ég hef alltaf verið hrifinn af Tielemans og hefði alveg viljað sjá okkur reyna að klófesta hann. Þá væri fyndist mér sterkt að fá Rubén Neves líka. En hvað segið þið, hvernig væri ykkar „raunhæfi“ drauma gluggi?
Tómas says
Ef Dejong vill að lokum koma, þá væru það geggjuð kaup.
Sérstaklega þar sem hann þekkir hvað leikstílinn.
Áherslu stöðurnar ættu að vera í miðju og vörn hvað kaup varðar og ef eitthvað verður eftir kaupa framherja.
Sir Roy Keane says
„Raunhæfur“ draumagluggi? Það er góð spurning.
Inn:
Pau Torres
Ruben Neves
De Jong
Timber
Út (fyrir utan þá sem eru þegar að fara um mánaðarmótin):
Maguire
Jones
Wan Bissaka
Bailly
Tuanzebe
Pereira
Chong
Ragnar says
Nýjasta slúðrið að United séu á eftir Ox hjá Liverpool fyrir 10m hvernig hljómar það fyrir mönnum?
Turninn Pallister says
Hugsa að ég gæfi frekar Perreira eða Garner sénsinn heldur en að fá meiðsla Uxann inn. Segir margt um stöðuna ef við erum farnir að eltast við meiðsla reject frá Liverpool!
Margir betri kostir örugglega í stóðunni svo þetta getur ekki verið annað en bull.
Helgi P says
Þetta verður erfitt sumar hjá okkur er bara ekki sjá okkur ná að kaupa leikmennina sem þarf til koma þessum klúbb í topp 4
Tómas says
Finnst nánast óskiljanlegt að ekki sé búið að kaupa varnarmiðjumann. Okkur hefur vantað einn slíkann lengi. Aston Villa tók t.d. einn slíkann frítt frá Marseille sem er mjög gott orðspor.
Tottenham búið að kaupa Bisssouma fyrir 25 milljónir punda.
Maður skilur svo sem að önnur kaup geta tekið tíma eins og eltingaleikurinn við De Jong.
Maður er farinn að fá slæma tilfinningu gagnvart þessum leikmannaglugga.
Turninn Pallister says
Bara enn eitt klúðrið og með öllu óraunhæf markmið. Ruglið í kringum ráðninguna á papa geigenpress, handónýtur mórall og að missa af CL á síðasta tímabili hefur sitt að segja.
Þrátt fyrir fögur loforð og næga fjármuni, þá virðist það vera segin saga að öll önnur lið í top 10 virðast vera langt komin eða jafnvel búin að koma leikmannamálum á hreint þegar að glugginn opnar. Enn eitt sumarið erum við að setja allt púðrið í 1 til 2 of stór nöfn og missum af fínum leikmönnum til annarra liða.
Gummi says
Það vil enginn fara í þetta united lið þetta er nú orðinn sorglegt að horfa uppá þetta
Dór says
Það er orðið nokkuð ljóst að glazerarnir eru búnir að skemma það mikið fyrir klúbbnum að það vil enginn leikmaður koma til okkar lengur