Ten Hag gerði eina breytingu, Ronaldo kom inn, McTominay fór út og Eriksen fór niður á miðjuna
Varamenn: Heaton, Malacia, Varane, Wan-Bissaka, Garner, McTominay, Van de Beek, Elanga, Garnacho
Lið Brentford
United voru sterkari fyrstu mínúturnar, Brentford var alveg sátt við að sitja til baka þegar United var með boltann og sækja svo á enda var United ekkert afskaplega öruggt í vörninni frekar en fyrri daginn.
Það var samt David de Gea sem gaf Brentford fyrsta markið á 10 mínútu þegar sakleysislegt skot Josh Dasilva utan teigs lak í gegnum hendurnar á honum og í netið. Vissulega hjálpaði ekki til að Dasilva var næsta ótruflaður þegar hann fékk boltann eftir að Brentford vann hann af Ronaldo á miðjunni, en skelfileg mistök þarna. Reyndar var brot í því, Brentford leikmaður sparkaði létt í Ronaldo en afgangurinn var allur á reikning varnar og De Gea.
United reyndi smá eftir þetta en Brentford tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Í þetta skipti reyndi United að spila boltanum út, De Gea gaf á Eriksen sem fékk Jensen í bakið og Jensen vann boltann nokkuð örugglega, og skoraði auðveldlega.
Hrikaleg staða eftir aðeins átján mínútur, og allt eigin mistök. Svo var tekin drykkjarpása og eftir hálftíma kom þriðja markið. Horn frá hægri, yfir á fjær, Toney var óáreittur á markteig fjær, skallaði þvert fyrir markið og Martínez var hvorki nógu stór né sterkur til að ráða við Mee sem skoraði með skalla.
Það þurfti svo innan við fjórar mínútur að bæta við. Jensen vann boltann í eigin teig, langur bolti upp á Toney sem gaf frábæra sendingu á Mbuemo, hann hristi Shaw af sér og skoraði auðveldlega.
United gerði ekkert af viti það sem eftir var hálfleiks enda þurfti Brentford bara að sitja til baka og láta máttleysislegar sóknir United brotna á vörninni.
Ef það er eitthvað sem sannar orð Ralf Rangnick um að liðið þyrfti 5-10 leikmenn þá var það varamannabekkurinn. En Ten Hag varð að reyna eitthvað og Malacia, Varane og McTominay komu inná fyrir Shaw, Martínez og Fred.
Það var ekkert að frétta fyrsta kortérið, svo kom skipting, Elanga fyrir Sancho. Eitthvað lítið gerðist, einhverjar tilraunir við langskot og svo kom Donny van de Beek inná fyrir Eriksen þegar 3 mínútur voru eftir.
Það þarf ekkert að tala mikið um þennan leik. United gaf fyrstu þrjú mörkin og síðan var ekkert bit í sókninn gegn þéttskipaðri vörn Brentford. Að kalla eftir að Erik ten Hag verði rekinn er galið. Það er löng leið framundan sem verður ekki löguð nema með betri yfirstjórn, óendanlega betri leikmannakaupum og langtímaplönum.
En það er ljóst að leikmennirnir sem nenntu ekki að spila fyrir Ralf Rangnick eru ekki að standa sig, og þeir þurfa að horfa á sig í speglinum. Kannske verður þetta til þess að keyptir verða leikmenn sem liðið þarf, varnarmenn og varnarmiðjumenn frekar einhverjir vandræðagemsar framávið
Helgi P says
Að við séum en að nota versta varnarman í sögu úrvalsdeildarinar er galið hann er bara búinn að kosta okkur alltaf mörg stig
Arni says
Þetta verður árið sem við kveðjum úrvalsdeildina
Dór says
Svo er liverpool næst þannig við verðum með núll stig eftir 3 leiki
Theodór says
Eins gott að maður fór ekki á billann að horfa á þennann…. En til að halda bjartsýninni á lofti, þá er þessi 3ji búningur einn sá flottasti sem ég hef séð í langan tíma.
Helgi P says
Djöfull er þetta lélegt lið þetta verður fallbaráta í vetur
Dór says
Bless Ten Hag þú verður ekki lengi í þessu starfi
Gummi says
Þetta er bara orðið fyndið að horfa á þetta
Theodór says
HM út fyrir t.d. Zidane Iqbal, Garnacho inn fyrir fýlupúkann B.Fernandes, Hannibal fyrir Sancho og Heaton inn fyrir DeGea í næsta leik? Þarf ekki ETH að fara að hræra í liðinu og bekkja menn? Þessi vitleysa gengur amk ekki mikið lengur….
Turninn Pallister says
4-0 fyrir Brentford í hálfleik…
4-0…. verðskuldað og við gætum tapað 8-0. Það gjörsamlega sýður á mér. Ég kalla eftir uppreisn gegn Glazier blóðsugunum núna. Þetta er bara of galið til að geta gengið lengur. Við þurfum nýja eigendur, annars verðum við í b deild á næsta ári!!
Scaltastic says
Það er fallega ljóðrænt að horfa uppá niðurlægingu aldarinnar. Ólíkt Glazers, Murtough og Arnold, þá horfðu aðdáendur uppá mest karakterlausa lið í sögu PL á síðasta tímabili.
Þessir leikmenn hafa brugðist skyldu sinni hægri, vinstri síðastliðið ár. Ég vorkenni þeim ekki baun og get í raun ekki beðið eftir því að þeir finni sér heiðarlegri vinnuvetvang.
Í fullri hreinskilni þá væri mun skárra að fylgjast með „blue collar“ miðlungs C deildar liði, heldur en núverandi liði.
Að lokum hvet ég Glazers liða til að gera hreint fyrir sínum dyrum og breyta nafni félagsins í Cuckhold FC.
Gummi says
Kannski höfum við bara gott af því að fara niður
Björn Friðgeir says
Ég veit að sumir stuðningsmenn eru heilalausir, en hvaða tilgangi þjónar að reka Ten Hag?
Ralf hafði rétt fyrir sér, það vantar 5-10 leikmenn og það vantar styrka yfirstjórn. Eigendadraslið er gjörsamlega ófært um að ráða svoleiðis.
Elis says
Það vita allir að eigendurnir eru skelfilegir en það afsakar ekki þessa drullu.
Það er kominn nýr stjóri sem á að geta skipulagt liðið og látið það að lámarki berjast fyrir merkið. Þessi skilaboð hafa ekki skilað sér og þarf þjálfarinn og leikmenn að taka þetta skitu á sig.
Þjálfarinn var að mæta á svæðið en maður vill samt sjá hann gera betur og leikmenn liðsins ættu að skammast sín.
Arni says
Við erum með markatöluna 1_6 og við erum búinn að keppa við tvö skíta lið og eigum svo liverpool næst þetta lítur ekki vel út fyrir ETH
Egill says
ETH tók ákvörðun um að losa sig ekki við Shaw, Maguire, Fred, McTominay og Rashford, og hann tók álvörðun um að spila þeim síðan líka.
Kaupin í sumar hafa verið skelfileg, dvergvaxinn miðvörður sem er notaður í staðin fyrir Varane, einhver nobody vinstri bakvörður og svo Eriksen. Við erum emð einn alvöru framherja og hann vill ekki einu sinni vera hérna, við erum ekki einu sinni búnir að fá menn inn fyrir Pogba, Matic og Lingard. Hópurinn er verri en hann var fyrir 4 mánuðum síðan!
ETH verður farinn í nóvember, það er ekki hægt að klína öllu á Glazer drullurnar, stjórinn er ekki að taka neina rétta ákvörðun.
GHO says
Að reka ETH er ekki lausnin, það vantar alvöru leiðtoga í þetta lið. Eric B. i miðvőrðinn með Varan og Martinez á miðjuna. Harry M út. Miðjan DVB + Eriksen
GHO says
Eric B er sterkur fljótur og getur borið boltann upp. Þessar breytingar mundu styrkja liðið til muna og skifta Shaw út fyrir Malasía.
Scaltastic says
Geri mér fyllilega grein fyrir því að það sé enginn augljós arftaki í hlutverkið innan hópsins. Hinsvegar væri það móðgun af verstu sort við stuðningsmenn ef Harry heldur bandinu áfram. Sú tilraun er löngu komin út í skurð og honum er enginn greiði gerður með því.
Björn Friðgeir says
Hvernig á að vera hægt að byggja upp ef framkvæmdastjórinn er rekinn á fimm mánaða fresti?
Egill says
Ég er ekki að segja að það sé einhver lausn að reka stjórann, en miðað við þær ákvarðanir sem hann er að taka þá verður það óumflýjanlegt að reka hann að lokum. Vörnin er jafnvel verri en í fyrra, og við hæfum skapað tvö færi í fyrstu tveim leikjum tímabilsins gegn lélegum liðum.
Hann byrjar án framherja (vegna þess að hann keypti engan) og með McFred miðjuna í fyrsta leik, notast við sama lið fyrir utan Ronaldo í næsta leik og skíttapar. Hann er að grafa sína eigin gröf sem er glatað, því ég hafði mikla trú á honum þangað til hann opinberaði kjarkleysið sitt með því að láta Maguire halda fyrirliðabandinu.
Því miður þá erum við að horfa á dead man walking.
Dór says
Það að vera búinn að heltast við de jong í allt sumar er mistök sem er eftir að kosta ETH starfið
S says
Talað hér að ofan um að Ten Haag velji að halda ákveðnum mönnum í liðinu, það er nkl engin eftirpurn eftir þeim annarstaðar frá.
Menn á risasamningum sem hafa nkl enga hvatningu í að fara. Fá aldrei sömu laun annarstaðar. Það er margra ára ferli framundan við að losna við þá.
Scaltastic says
Þvílík vika!… Við getum öll sagt börnum / barnabörnum okkar sögunna um uppáhalds miðjumanninn okkar. Þegar að hann tók silkimjúkan snúning, extra þungt touch, fylgt eftir með grjótharðri rennitæklingu. Þetta gerði hann tvo leiki í röð.
Hann Scotty McT er svo sannarlega ljósið í svartnættinu, ég bíð spenntur eftir því hvort þrennan verði fullkomnuð eftir viku. Vonandi verður Milner fyrir barðinu ef það rætist.
GBH says
Í aðdraganda fyrsta marksins er brotið á Ronaldo og síðan er ýtt á bakið á Eriksen í öðru markinu. Þar með er dómarinn búin að eyðileggja leikinn fyrir okkur. Þurftum þá að breyta okkar uppleggi og taka aukna áhættu og því fór sem fór. Erum með sterkan þjálfara sem mun koma okkur á rétta braut, búnir að spila að mörgu leyti vel í þessum fyrstu tveimur leikjum en uppskeran ósanngjörn. Tökum Liverpool í næsta leik enda eru þeir í meiðslum og hafa byrjað illa. Tel okkur sterkara lið en þá á eðlilegum degi.
Egill says
Eyðilagði dómarinn leikinn?? Ósanngjörn úrslit? Jeminn eini.
Við höfum skapað okkur tvö færi í 2 leikjum (bæði í fyrri leiknum) og vörnin er verri núna en hún hefur nokkurntíman verið.
Það er akkúrat ekkert ósanngjarnt við úrslit síðustu leikja, og dómarinn eyðilagði akkúrat ekki neitt. Það er ömurleg miðja og skelfilegir varnarmenn sem eru að eyðileggja þetta félag.
Helgi P says
Við erum búnir að vera skelfilegir í þessum 2 leikjum erum heppnir að markatalan sé ekki verri en hún er
Ragnar says
GBH : LOL
Arnar says
Metnaðarleysi frá toppi til botns. Fjármálasérfræðingar að taka ákvarðanir sem “director of football” á að taka og lið af mönnum sem eru bæði ekki nógu góðir og er drullusama. Hard work beats talent if talent doesn’t work hard. Erik Ten Hag erfði þennan hóp, það er ekki hægt að gagnrýna að ákveðnir leikmenn hafi verið látnir fara en stjórinn hefur augljóslega ekki verið studdur á leikmannamarkaðinum. Það er bara morgunljóst.
Þorsteinn says
Það er mjög sérstakt að horfa upp á þetta en eftir að Ronaldo kom hefur hvert neikvæða metið fallið og ég man ekki eftir öðrum eins tíma að halda með liðinu. Eins Ronaldo er framúrskarandi góður leikmaður þá virðist hafa slökknað á öllum í kringum hann eftir að hann mætti og það er bókstaflega allt liðið að undir performera. De Gea finnst mér síðan alger tímaskekkja í dag, er passífur, getur ekki sent boltan og gerir fáránleg misstök. Að veðja á Hollensku leiðina með Ten Hag var alltaf að fara vera séns sem gæti farið í báðar áttir. Vonandi er þetta nógu mikið högg til þess að leikmenn taki sig taki en satt best að segja á ég ekki von á því. Held við eigum eftir að tapa næstu tveimur leikjum illa líka og síðan fari hlutir vonandi að lagast. Það sem er síðan verst við þetta allt saman er að það virðist engum af þessum auðmönnum okkar finnast gaman að spila fótbolta í þessu liði.
Zorro says
Ef maður er farinn að sakna Jesse Lindgard…þá er eitthvað mikið að….þessi kaup i sumarglugganum þau verstu i sögu Man.Utd….erum hættir að ala upp topp leikmenn…og metnaðarleisið grìðarlegt i hòpnum…..kanski er best fyrir okkur að falla…þvi miður
Xxx says
Að United séu að fara að vinna Liverpool vegna þess að þeir byrjuðu illa og eru í meiðslakrísu. Þeir eru ekki að fara að mæta aftur með Nat Philips og Rhys Williams, heldur verða Van Dijk og Gomez í vörnninni. Og þrátt fyrir lélegan fyrsta leik þá jöfnuðu þeir 2x eftir að hafa lent undir.
Gummi says
Nú verður en erfiðara að fá inn nýja leikmenn það er engin maður með smá vit í kollinum eftir að vilja koma og vera með í þessari skitu
Dór says
Að við höfum borgað 80 milj fyrir maguire og 55 fyrir martinez þeir eru glataðir
Danni says
Þessi úrslit amk. snarhækkuðu alla verðmiða á þeim leikmönnum sem Ten Hag dreymir um að fá… Vel gert að vera ekki búnir að koma með gott plan eða upplegg fyrir sumargluggann. Við erum officially desperate!
zorro says
Sorry fyrir þá stuðningsmenn sem eru jákvæðir…..það er bara ekki hægt núna..hef fylgst með fótbolta…var sjalfur i fótbolta…held að 4 flokkur hja Fram á sínum tíma..hefði slátrað þessu liði:(…Stjórinn hlítur að vera i áfalli…vill ekki kenna honum strax…en rasford..frd..mc…shaw…..bruno týndur…..úfff..þetta eru geimvísindi að útskýra hvað það sem gerði þá lélega……Spái að við spilum með 6 manna vörn á móti Liverpool….annað gengur ekki upp….reyna halda 0-0…þð yrði stórsigur
zorro says
En segi mér sem vita…er það ekki þjalfarinn sem ræður hvaða leikmenn eru keyptir…..fatta hvrki né skil annað……..eða Daren Fletsher sem ræður þvi….hja liverpool og man.city..eru verið að scouta i göt og stöður…ekki hvort leikmaður sé frægur eða nott…..þesssi lið eru ljósárum á undan i hugsun….það er með ólíkindum
Helgi P says
Miðað við þessar fyrstu tvær umferðirnar þá erum við bara að spila lang versta boltan og maður er ekkert sérstaklega bjartsýn á framhaldið
Tòmas says
Djöfull sem ég hata þessa eigendur. Hvurs lags uppbygging á liði er þetta?
Allt gerist hægt eða gerist ekki yfir höfuð. Þeir eru búnir að gjörsamlega klúðra þessum glugga. Allt er orðið eftir á hjá liðinu. Engin alvöru stefna í leikmannamálum.
Nú er verið að orða Caceido hjá Brighton við liðið. Leikmann sem United hikaði við að kaupa, þegar Brighton náði í hann. Þeir náðu í hann fyrir nokkrar milli. Utd þyrfti eflaust að borga 50 fyrir hann núna amk.
Það hefur sárvantað varnarmiðjumann í ég veit ekki hvað mörg ár… en hvað þeir selja kannski ekki margar treyjur þannig að við skulum ekkert stress okkur á því.
Það eina sem mun gerast úr þessu er að það verður mögulega ofborgað fyrir einhvern ekki nógu góðan.
Og okkur vantar amk 2 virkilega góða og gráða á miðjuna.
Fokking amerísku tuskur búnar að eyðileggja klúbbinn. Þetta season verður ekki skára en það seinasta.
Ragnick benti á vandamálin og vildi vinna að lausnum en hvað gerir klúbburinn, rekur hann.