Erik ten Hag stillti upp sterkasta mögulega liði
Varamenn: Heaton, Vitek, Lindelöf, Maguire (90′), Shaw (70′), Casemiro (46′), Fred, Iqbal, Elanga (80′), Garnacho (90′) og McNeill.
Lið heimamanna var skipað þeim:
Það var svo sem lítið að frétta fyrsta kortérið í leiknum, United hélt boltanum stöðugt en skapaði lítið. Það var fyrsta almennilega færið þegar Jadon Sancho fékk boltann í teignum, tók gabbhreyfingu, færði boltann yfir á vinstri og skoraði með laglegu skoti á 17. mínútu og United komið í 1-0.
Það var nákvæmlega ekkert sem benti til að Sheriff ætlaði að skora nema á 22. mínútu sá Atiemwen opnun og lét vaða af 25 metra færi. De Gea var engan veginn með á nótunum og virtist blindaður, en honum til happs fór skotið rétt framhjá, vel sloppið þar!
Áfram hélt þetta, United hélt boltanum, byggði upp en gekk ekki alveg nógu vel að finna endahnúta. Sancho fékk svo loksins flott færi, með góðu skoti úr teignum framhjá markverðinum en þá kom Radeljic á ferðinni og skriðtæklaði boltann af línunni. Mjög vel varist
En tveim mínútum síðar braut Kpozo klaufalega á Dalot inni í teig, Ronaldo tók vítið og þrumaði beint á markið, markvörðurinn farinn í hægra hornið. 2-0 fyrir United.
United þannig komið i þægilega stöðu í hálfleik og Casemiro kom inná fyrir McTominay
Fernandes hefði getað komið United í þrjú núll strax á 48. mínútu, gott innanfótarskot varið af Koval. Dalot átti sendinguna, var búinn að standa sig vel í kantverðinum. United hélt síðan auðveldlega yfirhöndinni en átti erfitt gegn tíu manna vörn Sheriff. Þá sjaldan Sheriff sótti átti vörn United auðvelt með að taka á því. Á 70. mínútu skipti Ten Hag út í vörninni, Shaw fékk tækifærið fyrir Dalot.
Þetta breytti litlu um gang leiksins, Ronaldo fór svo útaf fyrir Elanga á 80. mínútu. Sheriff sótti eitthvað fékk aukaspyrnu sem fór beint á De Gea og langskot yfir en engin hætta að ráði. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma komu svo síðustu skiptingarnar, Antony og Lisandro fóru útaf, Harry Maguire og Alejandro Garnacho komu inná. Eftir það rúllaði þetta út og United vann léttan sigur án þess að leggja mikið á sig.
Leiknum um helgina hefur verið frestað þannig að næsti leikur er eftir landsleikjahlé, Manchesterslagurinn við City 2. október.
Helgi P says
Ég hef nú ekki verið mikil McTominay maður en miðað við hvernig hann hefur spilað þá verður erfit fyrir Casimerio að taka sætið hans
Sindri says
Eriksen hefur verið frábær hjá okkur síðustu leiki.
Þegar ég sé hann í treyjunni finnst mér eins og hann hafi verið í henni í 10 ár. Smellpassar í liðið.
Er einhver hér með á hreinu afhverju Everton getur spilað á heimavelli á sunnudag en okkar heimaleik er frestað?
GGMU
Elías Kristjánsson says
Það þarf meira af löggum á Old Trafford og Anfield en flesta aðra leiki. Þær eru bara ekki til verða við æfingar í London á sunnudeginum.
Arni says
Loksins komnir með þjálfara sem nær einhvað úr þessum leikmönnum