Eftir tveggja vikna landsleikjahlé sparkar United stórum mánuði í gang á morgun. Níu leikir í október, og það er hvorki meira eða minna en heimsókn til Englandsmeistaranna á Etihad.
Það er eins og við vitum Arsenal sem situr á toppi deildarinnar, hafa einungis tapað einum leik og honum að sjálfsögðu gegn United. City kemur næst hefur unnið fimm leiki en gert jafntefli á útivöllum gegn Newcastle og Aston Villa. Þeir hafa hins vegar skorað langflest mörk í deildinni, 23 og þar af á Erling nokkur Haaland 11. Nokkuð vel af sér vikið hjá drengnum, enda fór víst heil spurning í það á blaðamannafundi City að láta Guardiola staðfesta að jú, Haaland væri hávaxnari en Lisandro Martínez. Síðasta viðureign þessara tveggja fór reyndar 4-0 fyrir Ajax gegn Dortmund en það verður ekki spurt að því á morgun.
En United er einungis fimm stigum á eftir City með leik til góða því eftir að fyrstu tveir leikirnir töpuðust hafa fjórir unnist í röð. Það er því fínt tækifæri á morgun til að hanga í City og helst saxa á forskotið.
En það eru fá félög minni eins manns lið en City og skotið er á byrjunarliðið svona
Aymeric Laporte er meiddur og vafi hvort John Stones verður með og það er því Svisslendingurinn Manuel Akanji sem byrjar í miðverðinum. Akanji kom frá Dortmund á gluggadeginum fyrir 13 milljónir punda og fær að takast á við United í öðrum deildarleik sínum fyrir City. Annars er þarna valinn maður í hverju rúmi sem varla þarf að kynna.
United
Leikmenn United komu allir heilir heim frá landsleikjum utan Harry Maguire sem er lítillega meiddur. Það mætti kannske snerta á því að við viljum ekki að okkar eigin leikmenn meiðist. Við treystum stjóranum til að velja það lið sem best hann telur. Raphaël Varane er heill og Frakkland og United hafa unnið alla leiki í haust sem hann hefur byrjað í. Við hliðina á honum verður auðvitað Martínes. Bæði Marcus Rashford og Tony Martial hafa verið á æfingum í vikunni og verða vonandi báðir leikhæfir og geta þá gefið Ten Hag ágætis valkvíða. Rashford var í gær valinn leikmaður mánaðarins í deildinni, tvö mörk og tvær stoðsendingar í tveim leikjum gefa það og það ætti að gefa honum byrjunarliðssætið
Annars er þetta líklega sterkasta lið United, þangað til Casemiro getur sannað að hann eigi heima þarna og ýti McTominay til hliðar.
Ole Gunnar Solskjær var fyrsti stjóri United eftir seinni heimstyrjöld til að vinna fyrsta útileik sinn gegn City. Það hefur alltaf verið erfitt að eiga við City, jafnvel fyrir olíuinnspýtinguna en eftir hrakfarir í leiknum á Etihad í vor. En af því liði verða aðeins De Gea, McTominay, Bruno og Sancho í byrjunarliðinu á morgun, og jafnvel þá má segja að Scott McTominay er ný og betri útgáfa af sjálfum sér. Þetta verður hörkuleikur og það er engin ástæða til örvænta. Við höfum séð framfarirnar hjá liðinu í haust og á morgun þurfa þeir að halda þeim áfram.
Leikurinn hefst klukkan 13:00 og Michael Oliver er á flautunni.
Skildu eftir svar