United mætti í heimsókn á Craven Cottage í dag klukkan 16:30. Ten Hag gerði nokkrar breytingar frá byrjunarliðinu gegn Aston Villa í miðri viku. Casemiro, Eriksen, Shaw, Elanga, Martinez og De Gea komu allir inn í liðið. United voru aðeins með 8 leikmenn á bekk og þar af tvo markmenn en lið mega hafa níu leikmenn á bekknum. Ronaldo, Sancho og Antony voru allir fjarri góðu gamni og því bekkurinn frekar þunnskipaður. Það vakti mikla athygli að Ten Hag valdi að setja Malacia í hægri bakvörð, þar sem Dalot var að taka út leikbann vegna fjölda gulra spjalda. Það virðist sem svo að Aaron Wan-Bissaka eigi ekki engudkvæmt í lið United undir stjór Ten Hag.
Fyrri hálfleikur og liðin
Svona stilltu Fulham og United upp liðum sínum í upphafi leiks:
Lið United
Varamenn:Bishop, Dubravka, Maguire, Fred, Van de Beek, McTominay, Iqbal og Garnacho
Lið Fulham
Fyrri hálfleikur
Fyrri hálfleikurinn byrjaði fjörlega þar sem bæði lið ætluðu greinilega að setja mark sitt á leikinn sem fyrst en fyrir bæði lið voru sendingar á síðasta þriðjungi vallarins vandamál. Cairney átti skot að marki United sem fór af Tyrell Malacia og breytti örlítið um stefnu en De Gea skildi löppina eftir og varði vel, þó skot sem hann átti algjörlega að verja. Á fjórtándu mínútu vann Casemiro boltann á miðjum vellinum og koma honum á Eriksen sem koma honum á Martial, Martial lagði hann á Bruno sem reyndi skot rétt fyrir innan vítateig sem fór beint í Issa Diop. Boltinn hrökk á fjærstöng þar sem Christian Eriksen. var mættur eins og hrægammur og tæklaði boltann í netið. Erikesen að skora sitt fyrsta mark fyrir United og fyrsta sinn síðan 1995 sem Dani skorar fyrir United en þá skoraði Peter Schmeichel gegn Rotor Volgograd.
Eftir markið þá slökuðu United aðeins á og Fulhamm menn fóru að pressa hátt upp á völlinn og reyndist það United mönnum erfitt að spila sig út úr þeirri pressu. Þrátt fyrir að Fulham menn hafi verið aðeins betri þá náðu þeir lítið að skapa sér færi. Wilson komst í mjög fínt færi þar sem David De Gea varði vel en það hefði þó aldrei talið þar sem Wilson var rangstæður. Þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður fék Anthony Martial mjög fínt færi eftir undirbúning Bruno, Martial reyndi að setja boltann undir Leno, og tókst það, en boltinn hafði nokkra viðkomu í Leno og gat þýski markmaðurinn því auðveldlega náð boltanum sem stefndi löturhægt í átt að marki. Í uppbótartíma fékk United aukaspyrnu á miðlínunni þeir voru fljótir að senda boltann langt þar sem hann endaði við endalínu hjá Elanga sem settann til baka á Bruno sem etti hann fastann fyrir markið þar kom Eriksen á öðru hundraðinu en setti boltann rétt framhjá. Það var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum, sprækur fyrri hálfleikur en færin stóðu þó á sér.
Seinni hálfleikur
United fékk mjög fínt færi eftir tveggja mínútna leik þegar Elanga komst í fínt færi en Leno varði boltinn hrökk til Rashford en varnarmaður komst fyrir skot hans. Nokkrum mínútum fékk Vinicius svo gott færi hinu meginn vellinum þar sem hann náði að snúa sér inn í vítateig en De Gea varði vel, Fulham fékk hornspyrnu og úr hornspyrnunni fékk Tim Ream fínasta skallafæri en De Gea varði aftur vel. Fulham enn mjög sprækir og Ten Hag ákvað að skipta Elanga útaf á 55 mínútu fyrir McTominay. Fimm mínútum eftir skiptinguna missti Bruno boltann hátt á vellinum og United fámennir til baka, Cairney setti boltann fastan fyrir þar koma Daniel James sem hafði nýlega komið inn á, setti boltann í netið og jafnaði leikinn.
Næstu tíu mínútur voru Fulham bara talsvert betri og fengu nokkur hálffæri, þá gerði Ten Hag sína aðra breytingu er hann skipti Martial útaf fyrir Garnacho. United frískaðist aðeins við það og fór að pressa meira en náði lítið að skapa sér, Scott McTominay fékk fínasta skallafæri á 83 mínútu en skallaði boltann yfir. Það fór síðan verulega að draga af liðinum en þegar ein mínúta lifði eftir af leiknum fór United í sókn sem endaði á því að Eriksen stakk boltanum inn á Garnacho sem sýndi að hann væri enn með nóg bensín á tanknum náði boltanum og laumaði boltanum í fjærhornið, 2-1 fyrir United. Paul Tierney flautaði svo leikinn af um leið og Fulham tók miðjuna.
Að lokum
United voru hálfsofandi og þreyttir í þessum leik, spurning hvort leikurinn í miðri viku hafi verið að segja eitthvað til sín. Fulham voru mun sprækari eiginlegan allan leikinn en áttu í stöðugu basli að mynda sér alvöru færi, United fékk alveg sénsa til þess að loka nánast leiknum eftir að hafa komist í 1-0 en náðu því ekki og Fulham refsaði þeim. Það leit allt út fyrir það að liðin ætluðu að skilja jöfn en Garnacho hélt nú heldur betur ekki og bjargaði því að öll þrjú stigin færu með norður til Manchester. Þetta var síðasti leikurinn fyrir HM og mjög ljúft að geta gengið inn í það frí með sigur á bakinu. Það var líka mjög mikilvægt fyrir United að vinna þar sem Newcastle og Tottenham unnu bæði sína leiki og því mikilvægt að missa þau ekki of langt frá sér. Paul Tierney átti fínan leik og leyfði leiknum að fljóta vel, United menn vildu fá víti í seinni hálfleik þegar Garnacho fór niður inn í teig en hefði kannski verið full harður dómur. Það verður áhugarvert að sjá hvernig United kemur til baka eftir HM-frí og vonandi að liðið fari að loka leikjum þegar þeir komast yfir.
Þorsteinn says
Ég hefði gjörsamlega snappað ef þetta mark hefði ekki komið, mjög næs að fara í frí með sigri.
Jóhann says
Eftir atburði dagsins er ljóst að treyja númer 7 og staða framherja er á lausu. Sama hvert félagið er, það er aðeins svo og svo mikið sem stjóri og félag getur sætt sig við. Hvern sjá menn fyrir sér sem framherja og er hægt að kaupa eitthvað í janúar glugga?
Sir Roy Keane says
Flottur sigur og það eru mikil batamerki á liðinu frá seinustu leiktíð. Er mjög ánægður með Ten Hag sem stjóra og við höfum bara tapað 1 leik af seinustu 12 leikjum. Það er margt gott að gerast í liðinu og það er greinilega á uppleið.
Ronaldo þáttaröðin „You never cry alone – the art of falling with love with your own reflection“ dæmir sig sjálf. Þetta verður ekki langlíf eða háttskrifuð Netflix sería og Ronaldo verður ekki saknað í Manchester.
Helgi P says
Við þurfum að losna við ronaldo og það strax
Auðunn says
Er nú bara ekki sammála að United hafi verið hálf sofandi í þessum leik.
Ef menn halda það að vinna lið eins og Fulham á útivelli sé sjálfsagður hlutur þá er það langt því frá að vera svoleiðis.
Þetta eru allt mjög erfiðir leikir og ekkert gefið fyrirfram.
Auðvitað voru kaflar í leiknum sem ekki voru góðir enn sigur vannst sem skiptir öllu máli þegar uppi er staðið.
Það er búið að vera gífurlegt álag undanfarið og menn klárlega þreyttir.
Góður sigur og liðið á réttri leið undir Ten Hag.
Nú er bara að reka þetta skemmda epli sem Ronaldo er og reyna að fá inn góðan leikmann í hans stað í janúar.