Veira hafði herjað á United, Lindelöf og McTominay voru veikir, Maguire líka en var nógu hress fyrir bekkinn
Varamenn: Heaton, Bennett, Maguire (77′), Williams, Fred (77′), Van de Beek (65′), Iqbal, Elanga (86′), Garnacho (65′)
Forest leit svona út
Það var steypiregn í Manchester og leikurinn fór frekar rólega aaf stað færalega, United hélt boltanum og Forest menn voru að mestu sáttir við það og leyfðu þetta.
Á nítjándu mínútu kom mark beint af æfingasvæðinu. United fékk horn hægra megin, Eriksen sendi jarðarbolta inn á miðjan teiginn og Rashford kom og hamraði í netið. Slakri uppstillingu Forest refsað fallega.
Það voru svo rétt rúmar þrjár mínútur liðnar þegar Rashford sá um mötunina, United kom hratt upp vinstra megin, endaði á sendingu Bruno upp og innfyrir, Rashford tók á manninn, en sneri svo við og hafði tíma og pláss til að renna á Martial sem skaut í skrefinu og Wayne Hennessy gat bara slæmt lófanum í boltann. 2-0 eftir 22. mínútur. Frumkvæðið að þessari skyndisókn var frábær tækling Casemiro og sending áfram. Gaman að sjá menn koma ferska frá HM.
United var áfram mun betra liðið en Forest ógnaði sjaldan. De Gea varði eitt skot með öxlinni í horn þegar hann virtist eiga auðveldara með að verja með höndum.
Á 41. mínútu tók Lingard aukaspyrnu frá vinstri, boltinn kom inn á teiginn, Yeats stökk upp og skallaði í Boly, jörð og inn, VAR tékkaði fyrst á hendi á Yeats og svo á rangstöðu og niðurstaðan eftir þrjár mínútur var rangstaða. Vel sloppið þar.
Í seinni hálfleik voru forest meira með boltann fyrsta kortérið en gerðu ekki mikið. En síðan fengu bæði Antony og Martial maður á mann færi en létu verja frá sér, Martial þó í erfiðara færi. Ten Hag skipti þeim svo útaf og inná komu Donny van de Beek og Alejandro Garnacho. Rashford fór í senterinn.
United vildi víti þegar Rashford skaut í varnarmann, og meðan VAR var að skoða fór Forest upp sem endaði á tvöfaldri vörslu De Gea. VAR hafnaði svo vítinu.
Næsta skipting var að hvíla Varane og Eriksen, Maguire og Fred komu inná. United var þá endanlega búið að missa sóknarrythmann og svo kom Elanga inná fyrir Rashford. Það setti strax smá kraft í þetta, United sótti, en það var auðvitað maður leiksins Casemiro sem stakk sér inn í Forest sendingu í uppspili frá teig, lék áfram og gaf inn á frían félaga sinn í landsliðinu, Fred sem þakkaði pent fyrir og skoraði örugglega. Þriðja markið á 89. mínútu og sigurinn loksins tryggður.
Þetta var svona allt í allt þokkalegasti leikur, óþarfi samt að skora ekki fleiri mörk, Forest voru alls ekki nógu sterkir.
Heiðar Halldórsson says
Það var ekki laust við að fótboltaunnendur fengju smá „Schweinsteiger fíling“ þegar að Casemiro var keyptur. Enn einn leikmaðurinn kominn til Manchester á seinni hluta ferilsins til þess að fá góð laun? Ekki skánuðu grunsemdirnar þegar að hann sat á bekknum leik eftir leik. En vá! Þetta er besti leikmaðurinn í liðinu…. „by margin“ eins og Bretarnir myndu segja.
Sindri says
„Sat á bekknum leik eftir leik“
Fyrstu þrír leikirnir eftir að hann var keyptur?
3-0 og marserum áfram!
Helgi P says
Þeir verða að fara drullast til að selja klúbbinn þetta skíta pakk