Brotthvarf Rashford fyrir Alejandro Garnacho var eina breytingin á byrjunarliðinu síðan í leiknum gegn Nottingham Forest í vikunni. Luke Shaw var sem sagt áfram valinn sem vinstri miðvörður, sem hlýtur að fá Harry Maguire til að velta fyrir sér stöðu sinni. Viktor Lindelöf var á bekknum eftir veikindi.
Þau voru ekki mörk dauðafærin í fyrri hálfleik, það besta fékk trúlega Anthony Martial rétt fyrir lok hálfleiksins þegar hann hitti ekki boltann í skallafæri. Wolves spilaði skipulagða vörn, lokaði svæðunum vel og beitti þokkalegum skyndisóknum.
Erik ten Hag skipti Garnacho út fyrir Rashford í hálfleik auk þess að segja leikmönnum United að þeir þyrftu að leggja sig 10% meira fram til hið minnsta til að kreista fram sigurinn. Rashford kveikti ekkert í sóknarleiknum fyrst en smám saman þyngdist sókn United. Á 76. mínútu prjónaði hann sig í gegnum Úlfahjörðina eftir þríhyrningaspil við Bruno Fernandes og skoraði með skoti í nærhornið.
Hann skoraði aftur átta mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir eigin skoti sem var varið. Boltinn hrökk hins vegar af hönd hans og markið því dæmt af.
Í stað þess að innsigla sigur United gafst Wolves færi á að hafna. Það tókst næstum í uppbótartíma en góð viðbrögð David de Gea í skalla eftir hornspyrnu bjargaði sigrinum. Maguire fékk síðan nokkrar mínútur í uppbótartímanum en varla nokkuð nálægt því sem 80 milljóna maður væntir. Rashford hefur á móti skoraði fimm sigurmörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður og er annar tveggja leikmanna ensku úrvaldsdeildarinnar sem hefur afrekað það.
Snorkur says
Það var komið smá stress hjá mér þarna í restina. Góður sigur :) þó spilamennska hafi verið svolítið breytileg manna á milli
Gleðilegt nýtt ár :)
EgillG says
Þetta er vonandi farið að rúlla af stað hjá okkur, ég er núna stressaður yfir að gera jafntefli en ekki að tapa leikjum eins og á síðustu tímabilum,
Gleðilegt nýtt ár
Þorsteinn says
Frábær sigur en aðeins of spennandi leikur fyrir minn smekk. Hef smá áhyggjur af Anthony sem við vorum að kaupa stendur engan vegin undir verðmiðanum sem var á honum að mínu mati eins og Sancho. Smá áhyggjuefni að þessir leikmenn nái ekki að finna sig en frábært að fá sigra.