United mættu Leeds á Old Trafford í kvöld í ensku úrvalsdeildinni, leikurinn átti að fara fram í haust en honum var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Diogo Dalot koma inn í byrjunarliðið eftir talsverða fjarveru vegna meiðsla, þá var Antony fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Garnacho kom inn í liðið í stað hans. Stóra fyrirsögnin var þó að Marcel Sabitzer byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United eftir að hann koma á láni frá Bayern Munchen á loka degi janúargluggans.
Liðin
United
Bekkur: Heaton, Lindelöf, Maguire, Malacia, Iqbal, Pellistri, Mainoo, Sancho og Elanga
Leeds
Fyrri hálfleikur
Til þess að koma í veg fyrir allan misskilning strax. Þegar minnst er á United þá er alltaf átt við Manchester United (eðlilega) en ekki Leeds.
Þetta byrjaði ekki vel, 56 sekúndur á klukkunni þegar að Leeds skorar. Bruno missti boltann á miðjunni og Gnonto keyrir upp í sókn, spilar létt 1-2 við Bamford og smellti honum í netið, þungt högg frá Leeds í upphafi leiks. Á 8 mínútu koma Summerville inn á fyrir Sinisterra sem hafði að öllum líkindum tognað aftan í nára snemma leiks. Enn héldu Leeds að ógna og á 11. mínútu fékk Struijk gott færi eftir hornspyrnu en De Gea rétt náði að slæma fingurgómunum í boltann og Shaw koma boltanum í burtu, United menn hálf sofandi í upphafi leiks. Tveimur mínútum seinna fékk United aukaspyrnu eftir smá barning í teignum fékk Sabitzer boltann á lofti inn í teig en slæsaði hann yfir. Á 18 mínútu fékk Garnacho fínt færi eftir sendingu frá Bruno en setti boltann framhjá, nokkrum sekúndum seinna átti Sabitzer svo skot fyrir utan teig en það fór einnig framhjá. Mínútu seinna átti Rashford skot sem small í andliti Struijk og þurfti hann að fara af velli og í hans stað kom Junior Firpo.
Úfff á 27. mínútu koma Bruno með stórkostlega sendingu inn fyrir á Garnacho sem fór framhjá Meslier sem var kominn út fyrir teiginn, lék á Ayling en Wöber náð að verja boltann á línunni. Enn hélt sókn United áfram eftir barning eftir horn fékk Varane skallafæri en var í erfiðri stöðu og Meslier greip boltann. Leikurinn var orðinn mjög fjörugur og á 31. mínútu átti Sabitzer fínt skot fyrir utan teig en Meslier varði vel. Leikurinn róaðist þó talsvert eftir þetta og hálffæri á báða bóga en ekkert mjög marktækt, eftir 8 mínútna uppbótartíma flautaði Simon Hooper dómari leiksins til loka fyrri hálfleiks. United átti í erfiðleikum mest allan fyrri hálfleikinn að spila úr vörninni og þegar Leedsarar lögðust lágt niður á völlinn var United í bölvuðu basli með að skapa sér einhver almennileg færi. Það verður að segjast að Wout Weghorst var ekki í takti við leikinn og var helst daprasti leikmaður United þó að það hafi nokkrir aðrir komið til greina.
Seinni hálfleikur
Jájá Leeds byrjaði bara seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, eftir nokkrar hornspyrnur og barning komst Summerville upp að endamörkum og þrumaði boltanum fyrir í Varane og boltinn endaði í netinu, 2-0 Leeds. Á 59. mínútu gerði United tvöfalda skiptingu, Sancho kom inn á fyrir Weghorst og Pellistri kom inn á fyrir Garnacho. Mikil pressa skilaði sér á 62. mínútu þegar Pellistri lyfti boltanum fyrir og Rashford stangaði boltann í netið, 2-1. Leeds fékk aukaspyrnu stuttu eftir mark United, Aaronson sem var nýkominn inn á setti boltann beint á vegginn sem opnaðist eins og Rauðahafið og boltinn small í stönginni. Aukaspyrna sem átti ekkert að verða úr en varð næstum að marki. Á 69. mínútu fékk Bruno fínt færi inn í teig en var ekki í jafnvægi og skot hans í varnarmann.
Hann er kominn til baka, Jadon Sancho! Shaw og Sancho spiluðu glæsilega saman og prjónuðu sig inn á teig, Shaw átti misheppnaða sendingu, boltinn hrökk til Sancho sem koma boltanum í netið, 2-2. Á 77. mínútu fékk Varane fínt skallafæri þegar hann pakkaði Ayling saman í loftinu en Meslier slæmdi boltann yfir markið. Þremur mínútum síðar átti Bruno fínt skot en yfir markið og við það gerði Ten Hag tvær skiptingar, Lindelöf kom inn á fyrir Sabitzer og Malacia kom inn á fyrir Dalot. Fimm mínútum eftir það fékk Bruno ágætis skallafæri eftir fyrirgjöf Shaw en hitti boltann engan veginn. United hélt pressunni alveg fram til leiksloka og fékk urmul hálffæra, Fred átti ca. þrjú skot að marki en ekkert sem ógnaði markinu eitthvað sérstaklega. Junior Firpo var heppinn að hanga inn á en hann braut hressilega á Bruno þegar hann var á gulu spjaldi. Það skiptir þó engu máli 2-2 var niðurstaðan og eitt stig í pokahornið.
Að lokum
United menn geta sjálfum sér um kennt, þeir áttu að vinna þennan leik en einbeitingarleysi í upphafi hvors hálfleiks setti þá í mjög erfiða stöðu. Þetta var hálf súrsætt stig, í stöðunni 2-0 hefði maður alltaf tekið eitt stig. Eftir að United jafnaði þá var nægur tími til þess að skora þriðja markið og því frekar frústrerandi að hafa ekki klárað leikinn. Heilt yfir voru United betri aðilinn en Leeds gerði virkilega vel í að verjast og voru þéttir til baka, þá tóku þeir fínustu spretti inn á milli og það var augljóst að United saknaði Casemiro til þess að stoppa þessi upphlaup Leeds. Það er líka algjörlega augljóst að Casemiro gerir Fred talsvert betri og stýrir honum betur en nokkur annar. Það er hægt að greina þennan leik talsvert betur og einstaka frammistöður en þetta var bara klaufaskapur og einbeitingarleysi sem gerir það að verkum að liðið fékk ekki þrjú stig út úr þessum leik.
Einar says
Ekkert vit í okkar leik😡
baddi says
katar eigendur inn og næsta glugga takk.
Egill says
Hræðileg liðsuppstilling gerði okkur erfitt fyrir, og það að gera ekki skiptingu í hálfleik var svo stórfurðulegt. Weighorst á ekkert að vera í þessu liði, hann er hreinlega ekki nógu góður, bara alls ekki nógu góður. Rashford á hægri kannti er síðan jafn gáfulegt og að gefa Maguire fyrirliðabandið, hann var versti maður vallarins framan af í leiknum. Missti boltann trekk í trekk með því að reyna að hlaupa í gegnum menn, en skoraði svo flott mark, ekta post covid frammistaða hjá honum. Hann getur þó þakkað Fred fyrir að stela fyrirsögnunum því ég held að hann hafi verið að eiga sinn allra versta leik í treyju Man Utd, þvílík hörmung.
Garnacho er svo alls ekki tilbúinn til þess að byrja leiki, hann á svolítið í land ennþá.
Vel gert samt að jafna eftir að hafa verið 0-2 undir, en að gera jafntefli við Leeds scum á Old Trafford á meðan við þykjumst vera í titilbaráttu er til skammar, Leeds scum er í fallbaráttu! Við vorum með þá í köðlunum þangað til ETH fékk þá stórkostlegu hugmynd að setja Lindelöf á miðjuna fyrir Sabitzer. Það var jafn furðuleg hugmynd og þegar ETH fékk þá flugu í höfuðið að kaupa Malacia.
Geggjað að sjá Sancho koma inná og skora, það sem maður samgleðst honum!!
Einar says
Við töpuðum þó ekki ótrúlega margir lélegir ég hefði tekið Garnacho útaf eftir 20 mín
Helgi P says
Við getum alveg eins haft Maguire frami því þessi Weghorst getur ekki neitt