Lið United
Varamenn: Butland, Maguire, Malacia, Williams, Eriksen, Pellistri, Sancho, Sabitzer, Weghorst
Antony átti að koma United yfir eftir mínútu en skot hans frá teig fór rétt framhjá og tveimur mínútum síðar sendi Lindelöf of laust á Wan-Bissaka og Mitoma komst á milli, innfyrir og skaut svo beint í höfuðui á De Gea. Hann fékk aðhlynningu í nokkrar mínútur og hélt áfram .
Fyrri hálfleikurinn var ágætur hjá báðum liðum, United fékk þokkaleg færi án þess að nýta neitt þeirra en Brighton voru ferskir að vanda. 0-0 nokkuð sanngjörn staða í hálfleik.
Seinni hálfleikur var svipaður, Andre Marriner setti smá svip á leikinn með furðulegum dómum en fátt markvert gerðist, fyrr en De Gea varði tvö langskot á lokamínútunum og svo enn eitt þegar Brighton gerði harða hrið að markinu. En VAR skoðaði aðdragandann, Marriner fór í skjáinn og dæmdi réttilega að Luke Shaw hefði slæmt hendi í boltann.
Mac Allister gerði engin mistök og í stað þess að fá mikilvægt stig tapaði United mikilvægum leik. Pressa Brighton síðustu mínútur leiksins gaf sigurinn.
Egill says
Hvernig stendur á því að við séum alltaf svo gott sem stjóralausir í seinni hálfleik? Yfirspilaðir í 45 min og stjórinn vissi ekkert hvað hann ætti að gera enn einu sinni!
Við höfum hlegið að púlurum allt tímabilið fyrir hvað þeir hafa verið lélegir, og erum heilum 4 stigum fyrir ofan þá.
Arni says
Við erum bara búnir á því þetta 4 sæti er að fara frá okkur
David says
Held það þurfi góða tiltekt í sumar. Menn eins og Weghorst, Anthony Martial, Fred og Maguire þurfa að kveðja fyrir fullt og allt og ný andlit þurfa að koma inn. Þegar liðið er á tímabilið og það þarf að keyra á öllum hópnum þá er hreinlega ekki hægt að hafa svona menn spilandi í þeim klassa sem við þurfum, þeir eru hreinlega ekki nógu góðir. Punktur. Sancho þarf svo að henda sér í ræktina og hætta að vera svona svakalega linur, hann er algjört fransbrauð í einvígum.
Þetta 4. sæti er í okkar höndum og við getum svo sem auðveldlega hent þessu frá okkur ennþá ef við viljum. Eitt slip up í viðbót og þetta er orðið galopið.
En ég tek ekkert af þessu Brighton liði. Þetta er hörku lið og virkilega sterkt. Það má ekki gleyma því að þeir eiga líka 2 leiki inni á Liverpool og fara upp fyrir þá með sigrum.
Kristb says
Með ólíkindum að þeim tækist ekki að skora í fyrri hálfleik. Mjög máttleysislegar tilraunir í seinni hálfleik sköpuðu þennan ósigur. Í hvert sinn sem boltinn fór fram völlinn tapaðist hann. Mjög sjaldan náðist að tengja sendingar milli manna.
En eitthvað er að. Það voru stöðugar áætlunarferðir Brighton manna upp kantana sem í hvert skipti skapaði stórhættu við markið. Það var allt of auðvelt fyrir þá.
Martial út á þekju eins og vanalega. Casemiro ekki með sinn besta leik og hefði getað kostað vesen. Fred slakur einkum í seinni hálfleik. Antonio sprækur fyrst en sást lítið eftir það. Rashford fékk enga þjónustu ekki alltaf hægt að láta hann draga vagninn. Bruno hefur átt betri leik.
Það jákvæða: Vörnin og De Gea.
Vítið: hrein óheppni að fá það á sig.
Menn hefðu átt að vinna leikinn í fyrri hálfleik.
Stjórinn getur ekki verið sáttur með færanýtingarnar.
Tek ekkert af Brighton. Þeir vildu virkilega vinna leikinn, en mjög fáar tilraunir ( held fleiri en 20 kannski nær 30) enduðu á rammann hjá þeim kannski
3 – 4.
En svo fá þei víti og skora.
Eg segi, þeir betri unnu.
Tómas says
Skulum hafa í huga að þetta er að megninu til sama liðið og bauð okkur upp á afhroðið í fyrra sem sagt það eru andlega aumir einstaklingar í þessum hópi (batnaði mikið með tilkomu leikmann eins og Casemiro og Martines). Það er ljóst að mjög margir af leikmönnum liðsins eru ekki nógu góðir fyrir United og þar af leiðandi erum við ekki með breidd eins og þarf til að keppa á toppnum á öllum vígstöðum. Annað stórt vandamál er markaskorun þurfum alvöru framherja í þetta lið. Fyrir mitt leyti líka klassamiðjumann, cb og bakvörð.
Við erum að súpa seyðið af leikmannakaupum og stjórn Glazera og því miður gætum við gert það áfram inn í næstu 1 – 2 glugga, þar sem budgetið verður ekkert svimandi hátt og til að stækka það þurfum við að losa leikmenn sem eru á allt of háum launum miðað við getu eins og til dæmis Martial, Maguire o.fl. Hver veit hvað gerist síðan varðandi eigandaskiptinn og hvenær. Gæti sett sumargluggann í uppnám.
Við erum alltaf að fara klára þetta 4 sæti þurfum 3 sigra af þessum 5 leikjum sem eru eftir, held meira að segja að mögulega myndir tveir sigrar og eitt jafntefli duga, því að ég held að hvorki Liverpool né Brighton séu að fara vinna alla sína leiki. Við erum komnir með einn bikar, erum í úrslitaleik upp á annann þó maður sé ekkert bullandi bjartsýnn gegn ógnarsterku City liði. Í stóra samhenginu mjög gott tímabil.
Hjöri says
Þar sem púllarar virðast vera á svolitlu skriði,er ég skít hræddur um að þeir klári sína leiki, komast þá í 71 stig, svo Utd þarf 3 sigurleiki svo þetta verði pottþétt.