United mætti West Ham í Lundúnum í dag, 7. maí. Erik Ten Hag gerði þrjár breytingar á liðinu frá tapinu gegn Brighton í miðri viku. Wout Weghorst fékk kallið og Eriksen kom aftur inn í byrjunarliðið, þá var Malacia í vinstri bakverði í stað Dalot. Þá var Garnacho kominn aftur í hópinn og Brandon Williams er á bekknum.
Byrjunarliðin:
United
Bekkur: Butland, Williams, Dalot, Maguire, Fred, Sabitzer, Sancho, Martial, Garnacho
West Ham:
Fyrri hálfleikur
United voru talsvert betri í upphafi leiks, reyndu eins mikið að nýta sér hraða Rashford upp á toppnum og fengu fín færi en kannski ekkert dauða dauða færi. Fernandes, Antony og Rashford áttu allir skot rétt framhjá í fínum færum. Bæði Rashford og Antony áttu skot í markstangir West Ham, United átti samt í erfiðleikum með að opna vörn West Ham að einhverju viti og þrátt fyrir að halda boltanum meira en West Ham þá náðu djöflarnir kannski ekki að setja hamrana undir verulega þunga pressu. Á 27. mínútu hreinsuðu West Ham frá marki Antonio vann baráttuna á miðjuna og koma boltanum á Said Benhrama keyrði upp völlinn, Alsíringurinn var þó talsvert einn með þrjá United menn í kringum sig. Aðþrengdur ákvað Benhrama að láta vaða fyrir utan teig, í litlu jafnvægi og átti laust táarskot að marki United. Skot sem hvaða áhugamarkmaður sem er hefði varið en David De Gea launahæsti markmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem vill nýjan samning, á einhvern óskiljanlegan átt lét boltann leka framhjá sér.
Það verður erfitt fyrir fólk að réttlæta veru David De Gea hjá United ef hann ætlar bæta svona mistökum í vopnabúrið, hann gerði svipuð mistök gegn Brentford í haust. Eftir markið hélt United áfram að vera svo sem betri aðilinn í leiknum en sköpuðu lítið af alvöru færum. Maður lifði í voninni að Ten Hag næði að gíra menn upp í hálfleiksræðunni.
Seinni hálfleikur
Ef stuðningsfólk batt vonir við það að United liðið kæmi trítilótt til seinni hálfleiks og myndi setja pressu á West Ham um leið, var United liðið fljótt að slökkva í þeim vonum. De Gea og Shaw byrjuðu hálfleikinn að missa boltann í sínum eigin vítateig eftir markspyrnu, og West Ham áttu nokkur fín hálffæri og hornspyrnur sem voru alltaf hættulegar. Á 52. mínútu komu West Ham menn boltanum í net United manna en dæmd var aukaspyrna á Antonio sem hafði brotið á De Gea. Eftir smá darraðardans í teig United var boltanum loftan inn í markteiginn þar sem De Gea reyndi að grípa boltann en Antonio truflaði hann talsvert. Að mínu mati þá átti De Gea samt bara að grípa þennan bolta, ég held að flestir topp markmenn í heiminum hefðu gert það. Þetta vakti heldur ekki United menn og 20 mínútum síðar komu West Ham boltanum aftur í netið nú var það Soucek en hann var þó dæmdur réttilega rangstæður. Erik Ten Hag gerði breytingar, fyrst tók hann Weghorst útaf fyrir Martial, nokkru seinna komu Sancho og Sabitzer inn á fyrir Antony og Eriksen. Það breytti þó ekkert svakalega miklu United menn voru svipað jafn andlausir. Það má þó segja að þeir hafi aðeins vaknað í uppbótartíma sem var 8 mínútur eftir að Wan-Bissaka og Soucek skullu saman í seinni hálfleik.
Eftir átta mínútna uppbótartíma og andlausa frammtistöðu fer United heim með ekkert stig og meistaradeildarsætið langt frá því að vera öruggt. United voru bara andlausir, mér fannst þetta vera öðruvísi leikur en gegn Brighton, gegn Brighton fannst mér liðið berjast en bara vera hálfþreytt en samt sína vilja. Í dag fannst mér frammistaðan vera andlaus og menn ekki leggja sig almennilega fram, klaufa mistök í uppspili getur kannski skrifast á þreytu en baráttuandinn var lítill. West Ham voru ekkert sérstaklega góðir, þeir spiluðu fínan varnarleik en ég skrifa þetta frekar á lélega frammistöðu United heldur en eitthvað sérstaklega góða frammistöðu West Ham.
Það verður þó að vera á kristaltæru að það er einum manni að kenna að United fékk ekkert út úr þessum leik og það er David De Gea. Já United voru lélegir en höfðu svo sem verið fínir fram að markinu og mörk breyta leikjum, þetta voru óásættanleg mistök sem gætu endað á því að kosta okkur meistaradeildarsæti. United er núna enn í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Liverpool og með einn leik til góða á bítlaborgarliðið. Maður var farinn að halda að meistaradeildarsæti ætti að vera öruggt en með svona spilamennsku mun United aldrei ná meistaradeildarsæti.
Turninn Pallister says
Guð minn góður de Gea!
Nú bara verður að finna bæði framherja og markvörð fyrir næsta tímabil. Þetta er ekki hægt!
Helgi P says
Að við séum að borga de gea 375 þús á viku er glæpur
Egill says
Er nokkuð búið að undirrita framlenginguna við De Gea?
ETH er örugglega eini þjálfarinn sem er nógu vitlaus til að spila okkar besta miðjumanni úr stöðu til að búa til pláss fyrir Weghorst. Bruno á að vera á miðjunni!!!
Núna væri gott að hafa þjálfara sem kynni að gera taktískar breytingar í hálfleik, en það eru allar líkur á því að Moyes og co munu klára okkur í seinni hálfleik.
Kristb says
Þetta er alveg glatað hjá þeim. Eins og þeim sé sama.
Vantar viljann. Galið ef þessi leikur tapast. Fjórða sætið hreinlega í hættu þegar það þriðja ætti að vera í sjónmáli.
Kristb says
Finnst nú fokið í öll skjól þegar Rashford og Bruno eru ekki að sýna neitt. Hörnungarframmistaða
Gummi says
Við eigum ekkert heima í meistaradeildinni þessi hópur er glataður
Kristb says
Með svona spili? Ekki boðlegt
Egill says
Rashford hefur ekki getað skít lengi, 2 mörk í deild síðustu 3 mánuði. Ég er kominn með nóg af því að hann geti bara leyft sér að hverfa svo mánuðum skiptir en kemst alltaf í liðið.
Turninn Pallister says
Djöfulsins skita, markmannslausir, framherjalausir og hauslausir. Við erum í frjálsu falli og okkar býður evrópudeildar niðurlæging enn eitt árið og feitur rasskellur á móti shitty í þessum blessuðu bikarúrslitum.
Happy days
Egill says
Við vorum yfirspilaðir svo gott sem allan seinni hálfleikinn, enda gerði andstæðingurinn taktískar breytingar þegar þess þurfti en heilalausi hollendingurinn hafði engin svör eina ferðina enn. Maður lærir helling um leikmenn og þjálfara þegar á móti blæs. ETH er að falla á öllum prófum þessa dagana og ef hann nær ekki fjórða sætinu þarf hann að fara, reyndar vill ég láta hann fara no matter what. Við erum stigi fyrir ofan Liverpool sem hafa átt afleitt tímabil, en ETH fanboys keppast um að hrósa honum eins og hann viti eitthvað hvað hann er að gera.
Rashford, Eriksen, Sabitzer, Casemiro og Antony þurfa að rífa sig í gang, þeir hafa verið alltof lélegir í alltof langan tíma.
Martial, Sancho, De Gea, Maguire, Malacia og Fred eiga aldrei að spila aftur fyrir Man Utd.
Og mikið rosalega verður gaman þegar Weghorst drullast aftur til Burnley.
Scaltastic says
Það er ekkert tengt tuðrusparki sem dregur meira úr manni von, gleði, trú og væntingar en þetta ferlíki af söluferli á félaginu. Hinsvegar er 45 mín fc farið að nálgast það óðfluga. Ég á erfitt með að sjá liðið skora meira en tvö mörk í þessum fjórum leikjum, þetta er vandræðalega átakanlegt.
Squeaky bum time á Old Trafford, þetta verða langar fjórar vikur og þetta lið er ekki tilbúið í þessa pressu. Rasskellurinn í mars var ekki nægur, kissuberið ofaná toppinn er væntanlegt… áts :(