Eftir þetta fyrsta tímabil United undir stjórn Erik ten Hag er ljóst að liðið endar í 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Síðasti andstæðingurinn í deildinni var þrælfínt lið Fulham. Liðin hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, tvisvar í deild og tvisvar í FA bikarnum.
Leikurinn sem slíkur var alveg ágætur en bar þess merki að vera lokaleikur tímabils hjá liðum sem í rauninni höfðu ekki að miklu að keppa. Bæði lið stilltu upp frekar sterkum liðum en okkar menn hvíldu nokkra. Varane, Shaw og Wan-Bissaka voru þó á bekknum.
Manchester United
Bekkur: Butland, Varane, Shaw, Wan-Bissaka, Eriksen, Pellistri, McTominay, Martial, Weghorst.
Fulham
Bekkur: Rodak, Cedric, Reed, Kebano, Solomon, Dibley-Dias, Reid, James, Vinicius.
Gestirnir byrjuðu betur en Kenny Tete kom Fulham yfir á 19.mínútu með mjög góðum skalla, óverjandi fyrir De Gea. Spurning samt hvort Maguire hafi klikkað aðeins í aðdragandanum. Það var svo á 26.mínútu að United fékk dæmda á sig vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Casemiro inni í teig. Á punktinn steig Alexander Mitrovic sem hefur átt frábært tímabil. David de Gea gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna örugglega. Viðbrögð hans sýndu klárlega hvað það skipti hann miklu máli. Þetta var vendipunktur í leiknum því að United tók alla stjórn á vellinum eftir vítavörsluna. Það var þó ekki fyrr en á 39.mínútu að Jaden Sancho jafni leikinn. Sancho hefur verið stórgóður á hægri kantinum í fjarveru Antony. Bruno Fernandes skoraði svo það sem reyndist sigurmark leiksins á 55.mínútu og þriða sæti deildarinnar tryggt. Newcastle gerði jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge en það eitt og sér hefði tryggt sætið einnig.
Framundan er svo bikarúrslitaleikur gegn Man City og mjög mikilvægur sumargluggi.
Scaltastic says
75 stig og þriðja sæti fyrir tímabilið hljómuðu eins og viltustu draumórarar, það er í raun ótrúlegt að liðið hafi náð þessu miðað við hversu gæðalitlir fremstu fjórir hafa verið síðustu tvo mánuði + að hafa misst út Licha. Fullt hrós á ETH og staff-ið fyrir að hafa þraukað þetta út þrátt fyrir að félagið sé í handbremsu utan vallar. Lindelöf og Shaw eiga líka helling í þessu, viðurkenni það að eftir fyrri Sevilla leikinn. Þá hélt ég að vonir okkar um topp fjóra væru nánast úti.
Nú er bara að halda í þá örlitlu von að bræðurnir kjósi að ræna bankann endanlega og hætti þessari störu/pissukeppni. Annars erum við á leið í Mourinho tíma part tvö + 1 milljarða punda skuld og það kostar 1,5 að laga völlinn= Það er löngu kominn tími á þeir tölti út í sólsetrið og hætti að halda félaginu í gíslingu. Stemmningin á vellinum eftir leikinn hefur ekki verið jafn góð í áratug, það má ekki drepa enn einu sinni niðrí henni.
Weghorst… toppmaður, hörkuduglegur, alltaf jákvæður og alvöru liðsmaður. Hins vegar var það fullkominn endir á tímabilinu að sjá hann klikka á dead-ara. Sorry en þegar að menn taka þá ákvörðun að káfa á this is Anfield skiltinu í United treyju. Sumir hlutir gleymast seint því miður.