Byrjunarliðið nú í upphafi tímabils velur sig því sem næst sjálft
Varamenn: Henderson, Dalot, Lindelöf (46.), Maguire, Erikssen (67.), McTominay (88.), Pellistri (77.), Martial, Sancho (67.)
Það kann að vera að bekkurinn sé ekki nógusterkur en ef við fáum miðvörð og miðjumann og svo Kobbie Mainoo og Höjlund verður þetta strax betra
Wolves leit svona út
Fyrstu tuttugu mínúturnar í leiknum gekki boltinn fram og til baka en hvorugt lið náði að skapa alvöru færi, Wolves voru svo sem alveg jafn nálægt því og United, reyndu alveg að sækja. Af kantmönnunum sást meira til Antony en hann átti erfitt með að koma með góðar sendingar, hlaup hans enduðu alla jafna á því að hann sendi bolta sem endaði í vörn Úlfanna. Fyrsta skotið að ráði var meira að segja andstæðinganna, Sarabia komst í alveg þokkalega stöðu, skotið fór aðeins í Varane og rétt framhjá fjær stöng. Smá fjör í teignum eftir hornið en ekkert hættulegt. Enn og aftur var það Wolves sem ógnaði, stungusending, Cunha stakk Martines af og skaut, aftur fór skot Wolves rétt framhjá fjær stöng. United langt frá því að vera sannfærandi.
En undir lok hálfleiksins komst aðeins meiri ákafi í sóknir United og þeir fóru að komast meira upp að og inn í vítateig. Það urðu þó engin færi úr því og leikurinn markalaus í hálfleik og ef einhverjir áttu að vera svekktir yfir því voru það Úlfarnir.
Lisandro Martines fékk gult spjald í fyrri hálfleik og Viktor Lindelöf kom inná, en það voru ekki liðnar fjórar mínútur þegar Cunha átti að koma Wolves yfir. Frábær sókn, sending inn á teiginn var framlengt, og Cunha var á markteigshorninu en skaut í stöngina utanverða í opnu færi. United stálheppið þar!
Cunha var svo enn á ferðinni þegar hann óð upp völlinn og fékk að taka skot utan teigs óáreittur, Onana skutlaði sér og hefði átt að gera betur en að stýra boltanum í horn. Úr því varð svo ekkert.
Ten Hag reyndi að hreista aðeins upp í þessu með að setja Eriksen og Sancho inn á fyrir Mount og Garnacho, hvorugur þeirra hafði nokkuð gert af viti. Það verður að segja að það hafi tekist því á 76. mínútu skoraði Varane. United var búið að sækja á og Bruno vippaði boltanum inn á teiginn, Wan-Bissaka tók boltann viðstöðulaust og gaf fyrir og þar var Varane og skallaði inn af markteig. Kannske ekki besta vörnin en fínt mark.
Pellistri kom inná fyrir Antony en sást lítið, því Wolves sóttu mikið á síðasta kortérið. Ten Hag gerði varnarsinnaða breytingu og setti McTominay inn á fyrir Rashford.
Wolves var í stöðugri sókn síðustu mínturnar af sjö mínútna viðbótartíma og voru svekktir að fá ekki víti þegar Onana kom stökk út og fór beint í Kalajdzic án þess að ná til boltans. VAR sleppti því, frekar óvænt og United hélt út
Að leik loknum
Þetta var vont. Þetta var rosalega vont. Það er varla nokkur leikmaður sem fær plús í kladdann nema Varane að hafa hangið frammi eftir að horn rann út í sandinn og skorað markið eins og hver annar senter af gamla skólanum. Miðja Wolves var sterkari fljótari og grimmari og ef Ten Hag ætlast til að United haldi boltanum og stjórni leiknum eru erfiðir dagar á æfingasvæðinu framundan hjá leikmönnum, það verða engin grið gefin. Onana var þokkalegur en hefði átt að fá á sig víti, eina björgunin er sú að sögulega hafa markmenn fengið að koma svona út og fara í sóknarmenn án þess að dæmt sé á þá en Wolves mega alveg vera súrir.
Betur má ef duga skal, næsti leikur er á laugardaginn á Tottenham Hotspur Stadium. Það gæti orðið langur laugardagur á Ölveri.
Björn Friðgeir says
Sky er að setja þetta upp sem 4-3-3 hjá United
Helgi P says
Þetta er búið að vera hundlélegt hjá okkur
Tòmas says
Ekki sannfærandi, þreyttir að sjá í fyrsta leik. Heppnir með 3 stig. Fannst Úlfarnir oft hlaupa í gegnum miðjuna okkar.
Ljósi punkturinn: Onana og Varane fyrir markið.
Einar Einarsson says
Mér fannst liðið lélegt mikil vonbrigði og afhverju fengu þeir ekki víti óskiljanlegt
Egill says
Skelfilegur leikur. Rashford latur enn eina ferðina og minnsti á Covid Rashford sem entist reyndar í 2 ár, Garnacho að spila sinn allra versta leik á ferlinum, Antony hræðilegur enn einu sinni, Casemiro virtist ekki í formi, Mount gerði lítið sem ekkert, Bruno með alltof margar feilsendingar og allt liðið virtist vera að koma til baka úr 6 mánaða fríi.
En skiptingarnar gerðu gæfumuninn, og það er ekki oft sem þær virka hjá ETH.
Vorum mjög ósannfærandi í kvöld og menn verða að rífa sig í gang strax!
Það hefði alveg verið týpískt að Onana hefði verið fyrsti markmaður í sögu EPL til að fá á sig víti fyrir að stökkva á mann sem var búinn að skalla boltann burt, inní markteig án þess að hendurnar færu í andlitið á manninum. Við sjáum svona atvik 10 sinnum í viku og aldrei er heimtað víti.
Scaltastic says
Þakka ritstjórn og pennum síðunnar fyrir að halda henni úti, þetta er jú óeigingjörn og illa borguð vinna hjá ykkur.
Þá byrjar nöldrið. Það eru voðalega fá mörk í þessum leikmannahóp, þess vegna er það óskiljanlegt hjá ETH að spila Rashy ítrekað sem níu… vinstri kant með hann og Sancho í níuna asap!
Ég er í losti eftir að horfa á miðjuna. Ef við höldum að Case hafi verið berskjaldaður og dauðþreyttur eftir þennan leik, skiljanlega þar sem karlgreyið fékk enga hjálp. Maður lifandi hvað það vantar lappir þarna. Það verða alvöru rasskellingar á Emirates, St. James Park, Stamford Bridge og Ethiad… það er óumflýjanlegt.
Stóri fíllinn í herberginu er hinsvegar eignarhaldið og ábyrgðarfólkið innan félagsins. Að Arnold, Murtough og Fletcher séu með umtalsvert jákvætt PR sýnir hversu mikil meðvirkni er í kringum félagið. Við erum eitt af þrjátíu stærstu vörumerki heims, ekki Kiwanis klúbbur ffs. Ekki bætti tíu ára treyjusamningurinn við Adidas úr skák. Það virðist því miður vera hlutskipti okkar að sitja uppi með systkinin og einungis spurning hverjir hjálpa þeim að fjármagna Old Trafford endurbæturnar og fyrir hvað stóran hlut í félaginu. Það yrði því miður koss dauðans fyrir allavega næstu 10-15 ár.
Jæja vonum það besta, yfir og út :(
Dór says
Við erum bara búnir að eyða alltof mikið að peningum í miðlungs leikmenn
Arni says
Við verðum að fá inn miðjumann til að spila með Casemiro
Auðunn says
Það skiptir engu máli hver spilar í 9-unni á meðan samherjar hans geta ekki skapað færi fyrir þann aðila, svo einfalt er það. United fékk nánast engin færi í þessum leik því leikmenn eins og Mount, Antony, Carnacho, Bruno og Eriksen (eftir að hann kom inn á ) sköpuðu nákvæmlega ekki neitt í leiknum og voru allir gjörsamlega glataðir.
En sendingargeta liðsins…. Váááá.. ég man nú bara ekki eftir að hafa séð aðra eins hörmung þegar að henni kom í ansi ansi langan tíma. Þetta var eins og að horfa á sæmilegt utandeildarlið á löngum köflum.
Það eru miklu meiri gæði í þessu liði en þeir sýndu í þessum leik og nú þurfa menn aðeins að taka sig alvöru taki. Ef United hefði verið að spila gegn sterkara liði þá hefði þessi leikur endað mjög ílla.
Leikmenn eins og Antony, Carnacho og Rashford þurfa að fara að hætta þessari eigingirni og fara að spila eins og fótboltalið en ekki einstaklingar.
Gummi says
Við áttum ekkert skilið úr þessum leik
Helgi P says
Að vera með brunó Mount og Casemiro á miðjunni er ekki að gera neitt fyrir okkur við verðum að ná í alvöru miðjumann til að spila með Casemiro
Sir Roy Keane says
Þetta var verulega tæpur sigur, en sigur samt og mjög sáttur að fá 3 stig.
Ljósu punktarnir:
– Mér fannst Onana vera hugrakkur í markinu í leiknum og það vantaði yfirleitt frá De Gea. Það finnst mér vera stór plús og tilfinningin var sú að hann myndi halda markinu hreinu í leiknum, sama hvað. Hann hefði varið þetta víti sem allir eru að tala um.
– WBA er að spila vel
– Liðið gafst ekki upp og varði sigurinn
– Varane spilaði eins og leiðtogi
Dökku punktanir:
– Liðið var verulega ósamstillt, sérstaklega á miðjunni. Mount þarf að finna taktinn með nýju félögum sínum, vera neðar og sækja boltann meira. Kemur með tímanum og æfingum
– Sendingarnar voru almennt afleitar, t.d. sérstaklega hjá Bruno og Antony. þessi leikmenn kunna alveg fótbolta og held meira að þetta sé svona one off, en að þeir geti ekkert
– Sancho kom sprækur inn
Held að það sé alveg óhætt að vera rólegir og fara ekki á límingunum. Spái því að við verðum í topp 4 þegar 6 leikir eru búnir.