Leikurinn
Leikurinn fór af stað eins og maður var að búast við. Arsenal töluvert betri framan að og pressuðu mjög hátt. Mér fannst þá United gera merkilega vel í að spila sig úr pressunni enda loksins kominn markvörður sem kann að spila fótbolta. Það sást samt greinilega að liðið saknaði Varane. Vandamálið var að United endaði alltaf á að reyna langa bolta upp völlinn sem skiluðu litlu sem engu.
Það var samt Rashford sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir geggjaða sendingu frá Eriksen. Slakur Havertz hafði misst boltann klaufalega skömmu áður. Markið var gegn gangi leiksins en það gerist ansi oft í fótbolta.
Kannski týpískt fyrir þetta tímabil að á sig mark strax úr næsta sókn Arsenal eftir miðju. Vel spilað vissulega en Ödegaard hreinlega má ekki fá svona pláss inni í teig.
Eftir þetta varð leikurinn aðeins jafnari og liðin gengu til búningsklefana í stöðunni 1:1
Að mínu mati var seinni hálfleikurinn frekar tíðindalaus fram að vítaspyrnudóminum. Havertz féll niður inni í teig og dómarinn var fljótur að dæma víti. Átti Wan-Bissaka að hafa tekið hann niður. En eftir VAR-skoðun fór dómarinn í skjáinn og breytir um skoðun. Í ljós kom að snertingin var lítil sem engin og því stóð dómurinn ekki.
Tvær skiptingar Ten Haag sem virtust strax ætla að skila árangri voru Garnacho og Höjlund fyrir Antony og Martial. United virtust beittari og Höjlund lét alveg finna fyrir sér. Það var þó Garnacho sem kemst inn fyrir og skorar örugglega framhjá Ramsdale en eftir VAR-skoðun var markið dæmt af en handarkrikinn á Argentínumanninum var hárfínt fyrir innan og markið dæmt af.
Eftir þetta skorar Rice með skoti sem átti viðkomu í Jonny Evans og framhjá Onana í markinu. Margir voru ósáttir með að Gabriel virtist hanga í Evans með þeim afleiðingum að hann varð of seinn í að blokkera skotið. Jesus gulltryggði síðan sigurinn eftir hraðaupphlaup og niðurstaðan svekkjandi 3:1 tap.
Framundan er landsleikjahlé og næsti leikur United er gegn Brighton á Old Trafford þann 16.september.
Minni á að leikurinn verður ræddur í næsta þætti Djöflavarpsins.
Zorro says
Ættu að skammast sín….ömurlegur fótbolti sem við leikum….það eru fá orð yfir leik okkar manna🫥
Egill says
Sancho var að henda í yfirlýsingu og sakar þjálfarann um lygar. Ronaldo gerði það sama í fyrra.
Ég held að við vitum öll hvað er í vændum, hvern vilja menn fá inn þegar hann verður látinn fara?
De Zerbi, Nagelsman, einhver annar?
Tómas says
Stend með Ten hag í þessu alla leið. Ekki í fyrsta skipti sem það hafa verið aga vandamál hjá Sancho.
Var líka mjög ánægður hvernig hann tæklaði Ronaldo málið.
Leikurinn, drullusvekjandi. Hefðum getað unnið þetta. Hojlund leit mjög vel út.
Egill says
Ég reyndar get alveg trúað því að agavandamál fylgi Sancho, og það er brst fyrirnallanað hann fari bara. En þegar stjóri sem er ekki að skila úrslitum er farinn að henda leikmönnum undir rútuna í fjölmiðlum þá á hann stutt eftir.
Ronaldo sakaði hann líka um óheiðarleika og að koma ekki hreint fram.
En annars er það nokkuð ljóst að það er nóg að leggja sig fram á æfingum til að fá að spila fyrir ETH, frammistaðan á vellinum er greinilega aukaatriði.
Þessi klúbbur er að rotna fyrir framan nefið á okkur, bæði innan og utanvallar.
Tòmas says
Er sammála að það er stjórnendavandamál en sé það sem Glazer vandamál.
Hef en trú á þessu tímabili en meiðslin eru áhyggjuefni. Gæti vel endað með því stjórinn fari en ég held að það væri bara en eitt einkenni á þessarri ömurðartíð Glaserana en ekki stjóra vandamál.
Scaltastic says
Skil báðar hliðarnar á þessu máli. Vissulega höndlaði ETH mál Sancho í fyrra nánast fullkomlega, hinsvegar er erfitt að verja það að spila honum sem falskri níu nánast allt undirbúningstímabilið og bakka strax út úr því og veðja á 45 ára version-ið á Martial (dæmi hann ekki, skrokkurinn á honum er löngu búinn).
Það er aftur á móti engin nýjung að dágóður hluti leikmannahópsins eyði meiri orku í að reyna að stjórna narratívunni, frekar en að skila inn frammistöðum inná vellinum sem þeir geti borið höfuðið hátt yfir. Þótt Sancho hafi kosið að svara fyrir sig á opinberum vettvangi, þá þýðir það ekki að hann sé einn um að leggja stein í götu þjálfarans. Það eru allavega fjórir aðrir í hópnum sem hafa hafnað möguleikum á að þróa áfram ferlanna sína.
Að sjálfsögðu er það fullkominn réttur þeirra að sitja á samningunum sem þeir eiga rétt á, Eddi klippikrumla á stærstu sökina á því. Hinsvegar er það algjör froða þegar að þessir ágætu menn segjast spila fyrir merkið/treyjuna.
Held að klúbburinn sé nett feginn að Sancho hafi sett inn færsluna, hann gerði þeim eiginlega stóran greiða með því að færa umræðuna frá öllu alvarlegri málum.
Dór says
Við erum heppnir að vera komnir með 6 stig
Laddi says
Finnst menn alveg horfa framhjá því að United spilaði bara ágætlega í gær, fyrir utan einbeitingarleysi sem kostaði mark beint í andlitið eftir frábært mark hjá Rashford. Innkoma Højlund og Garnacho breytti svo leiknum, sem hafði fram að því verið í jafnvægi og millimeter hafði af United frábært mark sem hefði klárað leikinn. En svo kemur það í bakið á liðinu að vera að spila á 4. og 5. kosti í miðverði og án alvöru vinstri bakvarðar og því fer sem fer, Maguire og Evans eru svona neðarlega í goggunarröðinni af góðri ástæðu en á móti kemur að hefðu þeir EKKI verið til taks, hvað hefði þá verið þarna til varnar? Það að missa Varane, Shaw, Martinez og svo Lindelöf útaf er bara allt of mikið og því fer sem fer. Fram að því að Martinez fer útaf var Arsenal ekkert að ógna mark að neinu ráði, það munar um heimsklassa varnarmenn…
Markið hjá Rice er svo vafasamt, af hverju Gabriel má halda Evans frá er skrýtið en svo má segja að þeir hafi svosem haldið hvor öðrum. Markið hjá Jesus er svo bara eitthvað sem gerist þegar reynt er til þrautar að jafna og skiptir, í stóra samhenginu, engu máli. Svekkjandi úrslit en mun betri spilamennska heilt yfir.
Højlund kom mjög vel inn, hann er stór og sterkur og hélt Gabriel svo sannarlega við efnið, hvort hann hefði átt að fá víti er vafasamt, hugsa að ef Arsenal hefði fengið víti þegar Havertz lét sig detta hefði þetta mögulega verið skoðað en það má því segja að þetta hafi jafnast út. Verður allavega spennandi að sjá hann koma inn í næstu leikjum.
Rashford á aldrei aftur að spila sem fremsti maður, það sást bersýnilega í þessum leik að hans besta staða er úti á kanti og af honum var mikil ógn þó stundum hafi ákvarðanatakan verið döpur. Og menn mega segja það sem þeir vilja um Antony en hann má þó eiga það að hann er drullu duglegur til baka og sinnir varnarvinnu sem fáir kantmenn nenna að sinna. Hann má þó alveg fara að gera betur hinumegin á vellinum. Martial er búinn og á í besta falli að vera varaskeifa og koma inn þegar það þarf að sækja mörk, hann gerir ekki nóg fyrir liðið sem byrjunarliðsmaður. Garnacho kom inn með kraft og ákefð, kannski aðeins of mikla ákefð, svona ca. millimeter of mikla. Miðjan var fín, fannst miðjubaráttan nokkurn veginn vera í jafnvægi en stundum var of auðvelt fyrir Arsenal að spila sig í gegnum miðjuna, Casemiro er oft að selja sig of auðveldlega og það verður fínt að fá Amrabat til að taka leiki á móti honum (eða mögulega með honum). Fernandes og Eriksen voru allt í lagi. Onana átti ekki þátt í mörkunum og það er gaman að sjá markmann sem er ekki hræddur við að hafa boltann við fæturna og sendir bara í gegnum pakkann óhræddur.
Allavega, nú er landsleikjahlé og vonandi að þeir meiddu fái bót sinna meina. Á heildina ágætis leikur sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var, allavega enginn ástæða til að örvænta. Varðandi Sancho þá er þetta þekkt stef hjá honum, fannst ETH bara vera nokkuð skýr með það að hann sé ekki að leggja sig nógu mikið fram, var víst vandamál hjá honum bæði hjá Dortmund og City. En við sjáum hvað setur…
Auðunn says
Ég hef pínu áhyggjur af þessu Sancho máli því inn á vellinum hefur hann svo ekki staðið sig verr en margir aðrir eins og td Antony sem er búinn að vera alveg skelfilegur. Og afhverju sá maður fær alltaf að hefja leik er mér hulin ráðgáta því hann hefur ekki getað neitt, nákvæmlega ekkert. Það kemur ekkert út úr honum.
Enn að skipta um þjálfara veit ég ekki, ég er ekki kominn þangað eins og staðan er í dag.
Enn þetta er spurning með næstu 3-5 leiki, hvernig liðið bregst nú við og úr hverju Ten Hag og leikmenn hans eru gerðir.
Ef Ten Hag verður látinn fara þá er bara einn stjóri sem kæmi tilgreina hjá mér og það er De Zerbi.
Enn með þessa eigendur og liðið í þeirri fjárhaldslegu stöðu sem það er í dag þá er þetta bara allt saman drullu erfitt fyrir hvaða stjóra sem er. Því miður.
Gummi says
Þessi útivallar árangur Ten Hag er ekki bóðlegur
Helgi P says
Hvað ætli United geri í þessu Antony máli við erum búnir að kasta svo mikið að peningum frá okkur í drasl leikmenn það virðist ekki skipta neinu máli hvaða stjóri er með okkur
Egill says
Ef klúbburinn ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér þá á Antony ekki mikið eftir hjá okkur, sem er svosem ekki mikill missir enda skilar hann litlu sem engu.
En það þarf að fà inn einhvern til að sjá um leikmannakaup, ETH er augljóslega ekki treystandi fyrir þeim.
Dór says
Nú er Anthony kominn í ban
Elis says
Hvaða ógeðslega menning og skíthælar eru í þessum klúbb.
Tveir leikmenn(annar farinn á lán) farnir í pásu út af ofbeldis ásökunum og en einn leikmaður sem er í fýlu og er að rífast við þjálfaran í fjölmiðlum.
Það er auðvita sorglegt fyrir stuðningsmenn liðsins að fara frá Sir Alex og aganum þá í þessa drullu.
Það er allt í blóma fyrir utan að það vantar nýja eigendur, nýja þjálfara og nýja leikmenn.