Erik ten Hag hristi hraustlega upp í hlutunum í kvöld en hann stillti upp í demantsmiðju með Casemiro, Bruno, McTominay og Hannibal Mejbri fyrir aftan Rashford og Hojlund. Þá kom einnig m0örgum á óvart að Martinez var hvergi að finna en samkvæmt Hollendingnum er hann að glíma við eftirmál vegna meiðsla og vildi stjórinn ekki taka séns á því að spila honum. Það kom því í hlut Johnny Evans að stilla sér upp við hlið Lindelöf í hjarta varnarinnar en hann byrjaði síðast deildarleik fyrir United árið 2015.
Það ber þó að nefna það að eftir því sem leið á leikinn virtist liðsstillingin líkjast meira og meir 4-2-3-1 með Bruno á kantinum, í það minnsta þegar liðið var ekki með boltann. Á bekknum voru þeir Bayindir, Varane, Amrabat, Eriksen, Gore, Pellistri, Van de Beek, Garnacho og Martial.
Lið heimamanna var skipað þeim: Trafford, Beyer, Taylor, Brownhill, Jóa Berg, Robert, Ramsey, Cullen, Amdouni, Al-Dakhil og Koleosho.
Fyrri hálfleikur
Fyrsta færið kom eftir 45 sekúndur þegar Hojlund vann boltann hátt á vellinum og boltinn barst á Rashford sem brunaði upp að endalínunni og setti boltann í hliðarnetið úr mjög þröngu færi. Annars fóru fyrstu mínúturnar í þreifingar hjá báðum liðum án þess að nokkur hætta skapaðist á báða bóga. Þar til Rashford fékk boltann frá Mejbri og stakk honum inn fyrir Bruno sem kom askvaðandi inn í teig Burnley og átti skot sem Trafford þurfti að gera vel í að vera.
Aftur tók við rólegur kafli þar til á 10. mínútu þegar heimamenn gerðu sig loksins líklega. Boltinn batrst upp hægri vænginn og smekkleg fyrirgjöf með temmilegri vigt fann pönnuna á Andouni sem skallaði í átt að fjærhorninu en André Onana þurfti að taka á honum stóra sínum til að blaka þeim bolta framhjá stönginni og í horn. Í kjölfarið lágu heimamenn þungt á gestunum en ekkert kom upp úr því.
Hannibal slapp því næst inn fyrir vörnina en þegar hann var kominn að endalínunni reyndi hann að taka hælsendingu á Hojlund sem var fyrir opnu marki en boltinn féll ekki vel fyrir Danann og færið rann út í sandinn. Fyrsta gula spjaldið leit svo dagsins ljós í næstu sókn heimamanna þegar Koleosho stakk Dalot af úti á vinstri kantinum en Portúgalinn sparkaði hann niður. Úr aukaspyrnunni skapaðist skotfæri fyrir Josh Brownhill sem hitti boltann langt yfir markið.
Eftir kortersleik fengu heimamenn svo dauðafæri þegar Andouni fékk stungusendingu frá Ramsey inn fyrir vörn United sem virtist uppteknari af línuverðinum og dómgæslu hans eða skorti þar á, en sem betur fer fyrir okkur fór boltinn í stöngina og aftur út í teig þar sem okkur tókst að hreinsa úr teignum.
Það voru ekki góðar fréttir fyrir Burnley eftir tuttugu mínútna leik þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla en í hans stað kom belgískur kantmaður, Mike Tresor inn á.
Loksins fór eitthvað markvert að gerast í leiknum þegar 25 mínútur voru liðnar. United fékk hornspyrnu þar sem Reguilón skrúfaði inn fyrirgjöf beint á skallann á gamla manninn Evans sem setti boltann inn í markið og breytti stöðunni í 1-0. Eða allt þar til VAR tók til sinna ráða og sendi dómarann í skjáinn sem dæmdi markið af. 0-0 áfram.
Eftir fyrsta hálftímann var Burnley búið að vera mun betra liðið og talsvert meira með boltann (62%). United tókst ekki að halda boltanum mikið og var heldur ekki að beita hættulegum skyndisóknum. Þetta virkaði bitlaust og hægfara. Jafnvel þegar Bruno vann boltann við vítateigslínu Burnley þá mistókst okkur að skapa eitthvað út úr því.
Aaron Ramsey fékk svo fínt skottækifæri rétt undir lok fyrri hálfleiks sem var þó tiltölulega nálægt Onana sem virtist samt eiga erfitt með að grípa boltann og þurfti tvær tilraunir til þess.
Það var hins vegar gegn gangi leiksins þegar Johnny King Evans ákvað að fyrst hann fékk ekki markið fyrr í leiknum ákvað hann að senda eitt stykki heimsklassa langsendingu frá miðjuboganum á Bruno Fernandes sem tók boltann viðstöðulaust og hamraði hann framhjá stjörfum táningnum James Trafford í markinu. 1-0 og þetta verður ekki tekið af með VAR. Þetta mark minnti óneitanlega ögn á samspil Rooney og Robin van Persie þar sem sá hollenski smellti boltanum viðstöðulaust í fjærhornið eftir langa sendingu frá fyrirliðanum. http://gty.im/1697522293
United fékk annað færi rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks en Hojlund setti boltann yfir markið. Besti maður vallarins í fyrri hálfleik var án efa táningurinn Koleosho sem virkar mjög spennandi. Burnley var líka sterkara þessar fyrstu 45 mínútur, þeir átti fleiri sendingar, fleiri skot, fleiri horn og voru meira með boltann en United í fyrri hálfleik.
Síðari hálfleikur
Það leið ekki á löngu í síðari hálfleik þar til fyrsta marktækifærið hjá United leit dagsins ljós en það kom þegar Diogo Dalot renndi boltanum fyrir markið eftir smá darraðadans í teignum en Hojlund renndi sér á eftir boltanum en rétt missti af honum. Burnley menn virtust vakna af værum hálfleiksblundi og fóru að þjarma meira að gestunum í kjölfarið.
United voru vel skipulagðir en þegar þeir unnu boltann aftur voru þeir sjálfum sér verstir og töpuðu honum mjög gjarnan um leið. Reguilón ákvað svo að næla sér í gult spjald fyrir tuð og að hafa verið að biðja um gult spjald fyrir brot á Casemiro. Þetta var eins tilgangslaust og það gerist því nú voru báðir bakverðir United komnir á gul spjöld.
Rashford var hins vegar næstum því búinn að gera það sem honum tókst ekki í síðasta leik, að finna Hojlund en Englendingurinn fékk fyrirgjöf inn í teig og skallaði boltann á vinstri stöngina þar sem Hojlund var mættur eins og gammur en varnarmaður Burnley náði að pota tánöglinni í boltann og bjarga í horn.
Næstu mínútur voru tíðindalitlar, liðin reyndu fyrirgjafir en tókst ekki að skapa neina hættu svo hægt sé að tala um. Síðustu tuttugu mínúturnar þurftu ekki að vera mjög spennandi til að toppa þessar síðustu 25 mínútur. Vincent Kompany ákvað að gera þrefalda skiptingu þá til að reyna að snúa við taflinu. Jay Rodriguez, Sander Berge og Bruun Larsen komu þá inn í stað þeirraa Andouni, Ramsay og Koleosho.
Það gerðist svo stuttu síðar að Casemiro braut af sér út á miðjum vellinum en úr aukaspyrnunni komst einn varnarmannanna inn fyrir vörn gestanna en Onana stökk á boltann en náði ekki að handsama hann í fyrstu tilraun. Annar varamaður kom þá á ferðinni en Evans setti pressu á hann og gerði Onana kleift að klófesta boltann í annarri tilraun,
Erik ten Hag gerði þá sína fyrstu breytingu þegar Varane kom inn á í stað Reguilón sem virtist ekki vera 100% heill og tilvalið að fá meiri hæð inn í liðið fyrir síðustu mínúturnar. En helsta hætta Burnley kom einmitt eftir hornspyrnur en þeir áttu eina slíka á 82. mínútu en skallinn frá Berge flaug yfir markið en Onana leit ekki vel út þar.
Hannibal þrumaði boltanum fram völlinn á 85. mínútu og setti Rashford innn fyrir en sá enski bar boltann inn í vítateig og beið svo eftir því að fá 4 varnarmenn Burnley fyrir sig áður en hann lét vaða en auðvitað beint í múrinn. Kompany gerði í kjölfarið aðra skiptingu og tók Brownhill útaf og setti inn sóknarmann í hans stað. Á svipuðum tíma henti Erik ten Hag inn á Amrabat.
Aftur komst United í álitlegt færi á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar Bruno var með boltann við vítateiginn og stakk boltanum á Hojlund en skot hans fór af varnarmanni og í horn. Bruno var svo aftur á ferðinni þegar hann reyndi að taka skæri með varnarmann Burnley vafðan utan um sig en Trafford varði skotið sem var laust en þó sæmilegt. Fleiri urðu færin ekki og leiknum lauk með 0-1 sigri United.
Pælingar eftir leik
Úrslitin í þessum leik hafa svo sem ekki breytt miklu og það hefur ekki verið nein kúvending í því hvernig stuðningsmenn ættu að horfa á byrjun þessa tímabils. Þetta er ennþá ekki nógu gott og margt sem þarf að breytast. United á til dæmis ekki að mæta á Turf Moor og detta í einhverjar skotgrafir heldur á liðið að geta mætt nýliðum úr Championship og tekið yfir leikinn. Burnley var 62% með boltann, var með hærra xG en United, átti fleiri skot og virkaði mun hættulegra framan af.
United á að setja í næsta gír fyrir ofan þegar þeir komast 1-0 yfir en ekki sitja djúpt og reyna að halda fengnum hlut út leikinn. Vissulega um að ræða útileik en gegn liði sem hefur átt í mestu basli með að halda tuðrunni úr netinu hjá sér.
En svo við einblínum meira á það jákvæða þá var Hojlund svona hérumbil að detta í gang og vantaði lítið upp á að tannhjólin smyllu saman í dag og vélin hrykki í gang, vel smurð og samhæfð. Samstarfið í fremstu víglínu er greinilega að slípast til og mun líklega blómstra síðar á leiktíðinni en við þurfum að sýna því þolinmæði.
Amrabat og Varane eru klárir og ættu að geta byrjað annan hvorn leikinn við Palace á næstu dögum. Það styttist líka í Mount og menn eins og Martial, van de Beek, Pellistri, Eriksen og Garnacho voru allir ónotaði varamenn í leiknum og ættu því flestir að eiga möguleika á því að spila leikinn í miðri viku gegn Crystal Palace sem fyrr í dag gerði markalaust jafntefli við Fulham á heimavelli.
En þrjú stig voru það í dag, vonandi tekst liðinu að komast á beinu brautina núna enda full þörf á til að missa ekki toppbaráttuna frá sér í september.
Helgi P says
Ten Hag er búinn að missa vitið
Blackstaff says
Yfirspilaðir af Burnley!
Eitt móment af “individual brilliance” frá manni sem kostar meira en allt Burnley liðið sem skilur á milli… þetta er alveg vonlaust og stefnir í þriðja óverðskuldaða sigur tímabilsins.
Af hverju er þetta lið svona lélegt?
Arni says
Þvílíkur horbjóður að horfa á þetta lið leik eftir leik spila svona
Dór says
Af hverju fær Garnacho ekki mínútur rashford er ekki búinn að geta neitt lengi Ten Hag er búinn að breytast í Solskjær alveg handónýtur þjálfari
dr. Gylforce says
Góður sigur á útivelli! Alls ekki besti leikur Man U en liðið hefur verið að ströggla í upphafi mótsins og því er mikilvægt að landa þessum þrem stigum.
Egill says
3 verðskulduð stig í skyldusigri. En afskaplega var lítið spennan við okksr menn, það var helst Hannibal sem heillaði, en annars afkapæega dapurt eitthvað.
Rashford með enn einn stórleikinn :/
Blackstaff says
Sér enginn að eitt dýrasta lið sögunnar lá í vörn á móti Jóa Berg og félögum?
Finnst fólki þetta bara í lagi, óháð úrslitum?!?!?
SHS says
Eina sem skiptir máli var að fá 3 stig úr þessum leik, Pressan orðin svo mikil á alla.
Alls ekki fallegt en 3 punktar.
Egill, slakaðu á.
Helgi P says
Ég hélt að það væri ómögulegt að spila leiðinnlegri bolta en móra bolta og hvað þá óla bolta spila mennskan verður að fara skána annars erum við eftir að tapa en þá stæra en þessi 7_0 leikur og afhverju getur maðurinn tekið rashford útaf það er bara búið að ovspila honum Ten Hag verður að finna leiki sem hann getur gefið brunó og rashford frí