Erik Ten Hag gerði sjö breytingar á liðinu sem sigraði Burnley um helgina, þeir Dalot, Onana, Mejbri og Casemiro voru þeir einu sem „héldu“ byrjunarliðssæti sínu. Amrabat byrjaði sinn fyrsta leik og spilaði sem vinstri bakvörður, þá voru Mount og Maguire báðir komnir úr meiðslum og fengu traustið. Roy Hodgson gerði einnig sjö breytingar á sínu liði en það ég ætla ekki að fara sérstaklega yfir þær, enda nennir enginn að pæla í því. United hefur titil að verja í keppninni það skal enginn gleyma því að djöflarnir unnu þessa keppni í fyrra. Að því sögðu þá voru talsvert mörg lið í pottinum þegar dregið var í 3. umferð enska deildarbikarsins sem maður hefði viljað fá en Crystal Palace. Sérstaklega í ljósi mikilla meiðsla hjá United, það er þó hægt að hugga sig við það að það hefði líka geta verið talsvert verra. United sigraði Burnley síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni og stefndi liðið að því að vinna annan leikinn í röð í fyrsta sinn á þessu tímabili.
Byrjunarliðið:
Bekkur: Bayindir, Heaton, Evans, Lindelöf, Bruno, Gore, Van de Beek, Hojlund og Rashford
Fyrri hálfleikur
Fyrri hálfleikur byrjaði frekar hægt, United hélt boltanum mikið og lengi án þess að ógna markinu þeirra verulega mikið. Crystal Palace skapaði fyrstu hættu leiksins á 10. mínútu þegar liðið komst í fína sókn en Harry Maguire komst inn í fyrirgjöfina og líklegast eins gott því Mateta var tilbúinn fyrir aftan hann að pota boltanum í markið. United virtist oft sækja í einhverskonar 3-4-3 þar sem Amrabat dróg sig inn á miðjuna og annað hvort Casemiro eða Dalot héldu sig til hlés. Á 19. mínútu (já það gerðist ekkert fyrstu tæpu 20. mínúturnar) þurfti fyrrum United maðurinn Dean Henderson (markmaður Palace) að víkja af velli vegna meiðsla og inn á í hans stað kom fyrrum United maðurinn Sam Johnstone. Það var eins og United liðið hafi skipulagt næstu sókn á meðan skiptingin átti sér stað. Mason Mount átti mjög góða sendingu út á Pellistri sem tók boltann niður setti hann á Dalot sem koma á ógnarhraða og þeystist inn í teig Palace. Dalot skar boltann út í teiginn þar sem Garnacho renndi sér á hann og inn fór boltinn, 1-0 United. Sam Johnstone bókstaflega búinn að vera inn á í u.þ.b. 20 sekúndur, svo sem ekkert við hann að sakast í markinu, en dálítið skondið.
Mínútu síðar kom löng sending fram á Diogo Dalot, portúgalinn tók vel á móti boltanum frekar utarlega í teig Palace og þrumaði á markið en tiltölulega beint á Johnstone sem var vandanum vaxinn. United voru vaknaðir. Eftir brot á Martial á vallarhelmingi Palace á 26. mínútu, boltinn barst til Garnacho, dómarinn lét leikinn halda áfram, Garnacho sendi boltann á Mount inn í vítateig Palace. Mount gerði listavel og renndi honum á Pellistri sem var í dauðafæri en Richards varnarmaður Palace gerði ótrúlega vel í því að renna sér fyrir skot Pellistri sem var aðeins úr jafnvægi. (Innskot daginn eftir: Þetta var ekki góð tækling, Richards brýtur 100% á Pellistri og þetta hefði algjörlega átt að vera víti. En ég skil þó að dómarinn hafi ekki séð þetta og VAR ekki í notkun). United fékk þó horn, Mason Mount tók hornspyrnuna og hver annar en Casemiro mætti og stangaði boltann í netið, 2-0 United. Það gerðist ekki mikið það sem eftirlifði af fyrri hálfleik, Crystal Palace fékk að halda aðeins í boltann en liðið sýndi ekki mikla sóknartilburði og þegar þeir skokkuðu yfir miðju þá átti vörn United ekki í miklum vandræðum með það. United lækkuðu tempóið talsvert, fengu nokkrar hornspyrnur en engin færi að ráði.
Þetta er fyrsti fyrri hálfleikur tímabilsins þar sem undirritaður hefur ekki verið með hjartað í buxum yfir spilamennsku United. Þetta var næstum því eins og fyrri hálfleikur undir Sir Alex, bara halda boltanum skora tvö og vera svo bara rólegir. Það var ákveðin ró og yfirvegun yfir United liðinu ekkert að reyna vinna leikinn í einni sókn og ekki leyfa Crystal Palace að fá neina drauma um að vinna í leikhúsi draumanna. Fyrsta mark United var mjög gott, löng sending út á Pellistri og góður samleikur eftir það. Seinna markið í raun mjög einfald en fínt að fá mark úr föstu leikatriði og gott að Mount sé kominn með assist. United leitaði mikið út til hægri á Pellistri oft langar sendingar, leikplan sem virtist virka ágætlega og Pellistri oft með nóg pláss. Það hefði þó kannski verið áhrifaríkara ef Pellistri gæti sent hann fyrir á einhvern en United menn hópuðust kannski ekkert sérstaklega mikið inn í teig Palace og hár bolti inn á einn Anthony Martial gegn 3-4 Palace leikmönnum er ekkert endilega ákjósanlegur kostur. Sofyan Amrabat leit vel út í fyrri hálfleik, var sterkur varnarlega og sendingar hans fram á við oft mjög fínar.
Seinni hálfleikur
United gerði eina breytingu í hálfleik, Victor Lindelöf kom inn á fyrir Mason Mount vonandi að það hafi verið fyrirfram ákveðin breyting þar sem Mount er að stíga upp úr meiðslum en ekki sé um meiðsli að ræða. Crystal Palace gerði einnig breytingu á sínu liði, inn á kom Marc Guehi í stað Rak-Sakyi bæði lið að setja miðverði inn á fyrir framliggjandi miðjumenn. Sofyan Amrabat virtist fara inn á miðjuna í stað Mount og Lindelöf í vinstri bakvarðar stöðuna. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri frekar rólega en á 55. mínútu fékk Casemiro boltann rétt fyrir utan vítateig Palace, Old Trafford grátbað hann um að skjóta, Case hlýddi ekki heldur sveigði hann boltann á fjærstöng þar sem Anthony nokkur Martial var mættur á ferðinni og slúttaði boltanum í fjær, 3-0 United. Á 60. mínútu gerði United tvöfalda breytingu, Evans kom inn á fyrir Varane og Dan Gore kom inn á fyrir Sofyan Amrabat. Bæði Amrabat og Varane að stíga upp úr meiðslum og 60. mínútur líklegast það sem var ákveðið fyrir leik, skemmtilegt að fá Dan Gore 18. ára strák úr akademíunni inn á. Þess má geta þegar að Evans spilaði sinn fyrsta leik fyrir United akkúrat fyrir 16. árum síðan upp á dag þá átti Dan Gore þriggja ára afmæli og í dag komu þeir saman inn á. Roy Hodgson gerði einnig tvöfalda skiptingu, inn á komu Eze og Hughes fyrir Cheick Doucoure og Jeffrey Schlupp.
Það koma að því að Crystal Palace ógnuðu marki United. Varnarmenn United tóku sér of langan tíma í stuttu spili nálægt sínum eigin vítateig sem endaði með því að Palace vann boltann. Eze renndi honum inn á Ayew sem átti fínt skot af tiltölulega stuttu færi en Onana varði mjög vel, menn orðnir aðeins of kærulausir. Á 70. mínútu gerði Erik Ten Hag aðra breytingu, útaf fór Hannibal Mejbri (sem var á gulu spjaldi og farinn að reyna á þolmörk dómarans) og inn á koma Donny Van de Beek. United gerði breytinguna þegar liðið átti horn og var liðið nálægt því að skora fjórða markið eftir hornspyrnuna þegar að Jonny Evans átti fínan skalla en Johnstone varði vel. Á 75. mínútu var svo komið að seinustu skiptingu United þegar að Anthony Martial koma brosandi, já brosandi af velli og inn á í hans stað koma Rasmus Højlund.
Á 85. mínútu komust Palace í fínt færi, Mateta slapp eiginlega einn inn fyrir en Maguire hljóp hann uppi og þrengdi skotvinkilinn hans, Mateta náði fínu skoti á markið en Onana verði vel Palace menn fengu frákastið en boltinn framhjá. Á 88. mínútu var sannkölluð orrahríð að marki Crystal Palace, eftir hornspyrnu United barst boltinn út fyrir teiginn þar sem mættu var Lindelöf sem hamraði svoleiðis boltanum að marki en beint á Johnstone semsló boltann upp í loftið boltinn, barst svo aftur inn í markteig þar sem smá darraðardans átti sér stað. Þá barst boltinn út til Garnacho sem var hvattur til þess að skjóta, hann lét ekki segja sér það tvisvar og átti fínt skot sem Johnstone varði í horn. United ógnaði ekki mikið eftir það nema nokkur hálf færi en eftir 3 mínútna uppbótartíma flautaði Michael Salisbury til leiksloka, 3-0 öruggur sigur hjá United.
Að lokum
United spilaði virkilega vel í leiknum og gjörsamlega áttu leikinn frá A-Ö. Yfivegunin er það sem undirritaður tekur helst út úr leiknum, liðið leyfði Palace aldrei að komast inn í leikinn, það var kannski helst alveg undir lok leiksins í stöðunni 3-0 að menn urðu örlítið kærulausir í varnarleiknum en ekkert til að tala um það. Palace menn sáu í raun aldrei til sólar í leiknum, það færðist aðeins líf í þeirra leik þegar Eze koma inn á en það var ekki nóg. Það var mjög mikilvægt að lykilleikmenn fengju að hvíla í þessum leik og að menn sem eru að stíga upp úr meiðslum fengju einhverjar mínútur
. United liðið tikkaði mjög vel í leiknum, í fyrri hálfleik spiluðu þeir mikið upp á Pellistri og virtist Roy Hodgson bregðast við því með því að setja Marc Guehi inn á í hálfleik og fara í þriggja manna vörn. Það virkaði ágætlega það myndaðist ekki jafn mikið svæði úti hægra meginn fyrir Pellistri, það hins vegar tók það litla bit sem Palace hafði í fyrri hálfleik fram á við. United hélt boltanum vel og voru yfirvegaðir á honum, í seinni hálfleik voru Palace þéttir til baka og það þurfti drauma sendingu Casemiro til þess að United næði að setja þriðja markið og loka leiknum. Undir lokin opnaðist leikurinn dálítið og hefðu bæði lið getað skorað seinustu tíu mínútur en svo varð ekki.
Casemiro er án efa maður leiksins hann stjórnaði öllu tempói og þar með leiknum, hann var leikstjórinn á meðan aðrir leikmenn voru leikararnir. Þá skoraði brasilíumaðurinn og lagði upp glæsileg frammistaða hjá honum, hann er ekki dauður úr öllum æðum. Amrabat átti fínann fyrsta leik og verður gaman að sjá framhaldið, Pellistri og Garnacho voru báðir mjög sprækir. Þá má líka alveg nefna Maguire og Martial sem áttu báðir fínann leik, ég hef ekki séð Martial hreyfa sig svona mikið lengi og Maguire var öruggur í flestum sínum aðgerðum.
Flott frammistaða hjá United og liðið komið í 4. umferð enska deildarbikarsins, titilvörninni er alls ekki lokið. United mætir svo Crystal Palace aftur um helgina og þrátt fyrir góðan sigur í dag þá á ég ekki von á sama byrjunarliði í þeim leik. Það er þó vonandi að Roy Hodgson fari líka vonsvikin af Old Trafford á laugardaginn næstkomandi.
Helgi P says
Allt annað flæði þegar rashford er ekki með
Kristb says
Varla honum um að kenna einum. Langt síðan ég hef séð þá stjórna leik algerlega. Flest allir að spila vel og óhræddir við að pressa og takla.
Pellestri , Hannibal og Dalot góðir. Markmaðurinn hefur lítið sem ekkert þurft að gera og það viljum við sjá. Bara tvær lykilvörslur það eina fram að þessu
Turninn Pallister says
Fínn sigur og margt jákvætt. Flestir að spila vel og allir með hausinn skrúfaðann á fyrir verkefnið.
Hlakka mikið til að sjá meira af Amrabat, var kannski ekki mikið fyrir augað sóknarlega í þessum leik en leysti varnartuddavinnuna fagmannlega. Það er lofandi fyrirheit um það hlutverk sem honum er ætlað að vinna í þessu liði, svona þegar bakverðirnir verða komnir aftur. Casemiro maður leiksins, var algjörlegt konfekt að horfa á manninn í kvöld.
Egill says
Mer leist ekkert á blikuna þegar ég sá byrjunarliðið, en liðið var bara virkilega flott í kvöld og við náðum að hvíla menn og gefa öðrum mínútur. Palace voru vissulega skelfilegir, en okkar menn voru með þá í vasanum framan af. Amrabat kom mjög flottur inn, Case átti stórleik sem og Mount. Tveir sigurleikir í röð gefur okkur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki.
Það er allt annað að sjá liðið spila þegar leikskipulagið er snýst ekki 99% um að láta Rashford reyna að hlaupa í gegnum 3 varnarmenn.
Meira svona takk!