United tók á móti Galatasary í 2. umferð meistaradeildarinnar í kvöld. Erik Ten Hag gerði eina breytingu frá tapinu gegn Palace, Hannibal Mejbri fékk kallið í stað Pellistri. Fyrrum United leikmaðurinn Wilfried Zaha byrjaði hins vegar á hægri kantinum hjá Galatasary.
United liðið er enn að takast á við talsvert af meiðslum, nýjustu fréttir úr sjúkraherbergi United eru þær að Lisandro Martinez þarf að fara aftur í aðgerð vegna meiðslanna sem hann hlaut í lok síðustu leiktíðar. Það gætu því verið rúmlega tveir mánuðir í að við sjáum argentíska slátrarann aftur í liði United. Það eru þó ekki bara slæmar fréttir úr sjúkraherberginu en Luke Shaw ætti bráðlega að fara verða tilbúinn. Fyrir leikinn var United á botni A-riðils eftir tap gegn Bayern í fyrsta leik en Galatasary í 2-3 sæti eftir jafntefli gegn FCK.
Byrjunarlið United:
Bekkur: Bayindir, Vitek, Maguire, Evans, McTominay, Garnacho, Pellistri, Martial og Antony
Byrjunarlið Galatasaray:
Fyrri hálfleikur
Það tók United u.þ.b. mínútu að fá fyrsta tækifæri leiksins, Rasmus Hojlund gerði mjög vel þegar hann þeystist upp vinstri kantinn og hristi af sér Boey. Hojlund sendi lágan fastan bolta inn í teig en Bruno hitti boltann ekki nægilega vel og framhjá fór boltinn, fínasta færi. Það var hraði í leiknum á upphafs mínútunum þó að liðin næðu ekki að skapa sér færi af einhverju ráði. United voru sterkari fyrstu 15 mínúturnar en áttu í bölvuðu basli að skapa sér færi. Á sextándu mínútu lyfti hins vegar Casemiro boltanum út á hægri kantinn þar sem Rashford var mættur og keyrði inn á teiginn, Rashford þrumaði boltanum fyrir þar sem Hojlund kom á hvínandi siglingu og stangaði hann í netið, 1-0 United alvöru sentera mark!
Adam var þó ekki lengi í paradís, rúmlega fimm mínútum eftir mark Hojlund kom langur bolti fram frá Davison Sanchez. Zaha náði að bakka með Dalot á markteig með skoppandi bolta hjá sér og skóflaði honum í Dalot og í jörðina og þaðan sveif boltinn í blá hornið, 1-1. Stórfurðulegt mark, léleg varnarvinna og samskiptaleysi í vörninni alveg galið. Leikurinn hélt áfram að vera líflegur og á 25. mínútu átti Casemiro skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og rétt framhjá, Muslera farinn í rangt horn og heppinn að boltinn hafi ekki farið á rammann. Aftur voru United menn nálægt því að skora, eftir gott hlaup frá Rasmus Hojlund kom hann boltanum á Rashford sem renndi honum á Amrabat sem kom í overlappi. Amrabat sneiddi hann til baka á Mason Mount sem átti fínt skot en í varnarmann og í horn.
Það hægðist aðeins á færasköpun næsta korterið en á 43. mínútu fékk Mason Mount kjörið tækifæri þegar Rashorf keyrði inn á vítateig af vinstri kantinum og sneiddi boltann út á Mount. Skot Mount sem var á leiðinni að öllum líkindum í netið hæfði hins vegar sköflunginn á Hannibal Mejbri. Þrátt fyrir þriggja mínútna uppbótartíma tókst hvorugu liði að skapa færi það sem eftirlifði af fyrri hálfleik og því allt jafnt í hálfleik, 1-1.
Það voru stöðugar myndtruflanir á útsendingu hjá Viaplay/Stöð2 og því ekki alveg víst að undirritaður hafi fengið að sjá allt það markverða sem gerðist í fyrri hálfleik. United liðið var þó talsvert sterkara og reyndu Galatasaray menn að ógna með skyndisóknum. Það gekk ágætlega hjá United liðinu að halda Galatasaray í skefjum þó að tyrkneska liðið hafi átt fínann kafla beint eftir markið sitt. United átti í erfiðleikjum með að byggja upp álitlegar sóknir og virtust bestu færi United koma upp vinstri vænginn þegar annað hvort Rashford eða Amrabat komust upp að endalínu og sneiddu boltann út í teiginn. Líkt og í flestum leikjum á þessu tímabili virtist United liðið vera hálf taktlaust á köflum en kveikja á sér einstaka sinnum. Markið hjá United var mjög gott og gaman að sjá Rashford leggja upp mark fyrir Hojlund vonandi eitthvað sem við förum að sjá meira af.
Seinni hálfleikur
United gerði eina breytingu í hálfleik en Christian Eriksen kom inn á fyrir Hannibal Mejbri, ekki veit ég hvort að Hannibal sé eitthvað meiddur eða hvort Ten Hag sé að stóla á sköpunarkrafta Eriksen fyrir seinni hálfleik. Galatasaray fékk fyrsta færi seinni hálfleiks þegar að samskiptaleysi á miðju United varð til þess að Ayhan vann boltann og kom honum á Akturkoglu sem fékk fínt færi en skot hans beint í Victor Lindelöf. Á 54. mínútu fékk Galatasaray horn, United vann boltann og keyrðu upp Rashford alveg kominn einn inn fyrir. Rashford með Bruno til hliðar ákvað að gefa boltann en sendingin hræðileg og Boey náði að hreinsa í horn, hræðileg nýting á dauða dauðafæri. Upp úr hornspyrnunni fékk Mason Mount skotfæri fyrir utan teig sem Muslera blakaði yfir markið. Á 60. mínútu koma snyrtileg sending frá Rashford á Mason Mount sem sendi hann á Hojlund sem setti Boey á rassinn og þrumaði boltanum í netið. Því miður var Hojlund örlítið fyrir innan og markið því dæmt af, staðan því enn 1-1.
Mínútu síðar koma góð sending fyrir frá Christian Eriksen á Rashford en Boey náði að koma sér fyrir boltann og Muslera greip boltann. United hélt þó áfram í sókn og virtist vera að taka algjöra yfirhönd á leiknum, MAson Mount og Casemiro fengu fín skotfæri en náðu ekki að nýta þau. Skömmu seinna fékk United fínt færi þegar Bruno fékk boltann skoppandi á vítateigslínunni en skot hans beint á Muslera. ÞÁ LOKSINS! Galatasaray spilaði boltanum aftur á Davison Sanches sem rann Rasmus Hojlund tók boltann á miðjunni og keyrði já keyrði upp völlinn Bardacki átti engan séns í hraða danans og Hojlund kominn einn gegn Muslera og lyfti honum fallega yfir Úrúgvæann, 2-1 þið takið þetta mark ekki af honum. United gerði skiptingu eftir markið, Garnacho koma inn fyrir Marcus Rashford. Rétt eftir markið koma fyrirgjöf inn í teig United, Onana sló boltann út í teiginn sem datt fyrir Zaha, hann koma honum á Akturkoglu sem skaut framhjá. Glatasaray voru ekki hættir, eftir innkast slökktu United menn á sér Yilmaz sem kominn var inn á keyrði upp kantinnog sendi hann á Akturkoglu sem var aaaalveg einn inn í teig United og eftirleikurinn auðveldur, 2-2 jeeeesús.
Þá varð vont verra, Andre Onana átti skelfilega sendingu skelfilega, Mertens fékk boltann rétt fyrir utan teiginn kominn einn inn fyrir, Casemiro reyndi að koma í veg fyrir mark og gaf víti. Casemiro á gulu og sendur í sturtu, Icardi setti boltann þó framhjá úr vítinu en United manni færri. United héldu þó baráttunni áfram, Garnacho prjónaði sig inn á teiginn og var kominn í mjög gott færi en aftur björguðu varnarmenn Galatasaray marki. Á 81. mínútu átti Amrabat sendingu fram sem Sanches skallaði beint til baka, Icardi allt í einu kominn inn fyrir aleinn og lyfti boltanum yfir Onana, 2-3. Manni færri og marki undir komust Galatasary aftur í sókn, Boey hægri bakvörður tyrkneska liðsins komst í fínt færi en setti boltann yfir. United gerði svo breytingu á liði sínu, útaf kom Mason Mount og inn á koma Antony. 5 mínútum síðar hafði lítið gerst og gerði Erik Ten Hag þá aðra skiptingu á liðinu útaf fór Amrabat og inn á kom Anthony Martial. United voru farnir að henda mörgum mönnum fram enda gefur tap ekkert, Icardi fékk fínt færi á fyrstu mínútu uppbótartíma en framhjá fór boltinn.
Að lokum
United liðið var betra í leiknum, en liðið slekkur á sér mörgum sinnum í leik og þó að Galatasaray sé ekki lið í heimsklassa þá er liðið í meistaradeildinni og refsar þegar lið slökkva á sér. Þetta er að vera gjörsamlega óþolandi, einbeitingarleysið er algjört í vörninni í fyrstu tveimur mörkum Galatasaray. Svo þegar að Onana gefur Mertens dauðafæri sem leiðir til rauða spjaldsins á Casemiro þá verður brekkan brött. Svona mistök eins og hjá Onana mega ekki verða mikið fleiri, en einbeitingarleysið var ekki bara hjá honum í leiknum. Það er einn bjartur punktur í liði United akkúrat núna og það er Rasmus Hojlund, hann var frábær í leiknum og fáránlegt að tvö mörk frá honum séu ekki nóg á heimavelli gegn Galatasaray. Ég held að ég láti þetta nægja, það var ömurlegt að horfa upp á þennan leik. Ég mun þó ekki kalla eftir höfði Ten Hag, það þarf einhvern veginn á þetta United lið og brottrekstur þjálfara til þess að reka þann næsta eftir 1 og hálft tímabil er ekkert endilega lausnin.
Egill says
Hvað er það nákvæmlega sem Onana gerir betur en De Gea? Hann er jafn fastur á línunni, klaufskur og gerir alltof mörg mistök.
Egill says
Ekki að þetta mark skrifist alfarið á hann, Dalot ekki nógu sterkur og Varane stóð bara og horfði á í stað þess að hjálpa, en Onana lét vippa yfir sig af 7 metra færi…
Annars hafa Bruno, Dalot, Mount og Rashford verið skelfilegir í kvöld, nema Rashford átti góða stoðsendingu í markinu.
Zorro says
Lélegt eins og öllum hinum leikjunum.United..Ten Hag nær ekki að púsla þetta rétt saman….spilum hundleiðinlegur fótbolta….langt síðan við áttum normal leik….Vestri myndi bursta okkur…enda þeir með ástríðufullann þjálfara sem lætur heyra í ser
Snorkur says
Þessi markmannsræfill er nú eitthvað það sorglegast sem sést hefur á OT
Onanalol says
Ten Hag verður farinn fyrir áramót
Emil K. says
Fannst við mun betra liðið og áfram leikur óheppinn okkur grátt þessa leiktíðina. Erum þó greinilega á réttri leið, ten hag heimsklassa þjálfari mun rétta þessa skútu við.
Egill says
Mount var mikið skárri í seinni hálfleik, en Bruno stinkaði upp allan völlin. Ég nenni svo ekki að eyða frekari orðum í Rashford og Onana.
Þjálfaradraslið hlýtur að fara í fyrramálið og vonandi finnur félagið einhvern sem er ekki gjörsamlega clueless til að stýra þessu rusli sem ETH er búinn að búa til.
Emil K. says
Já og þeir sem líkja Onana við okkar fyrrum markvörð eru náttúrulega ekki í lagi. Onana er sennilega fremsti markmaður úrvalsdeildarinnar, kannski ásamt Alison og Ederson. Pössum svo upp á vælið og neikvæðnina hérna inni, common.
Elis says
Onana er verri en enginn í markinu.
Ten Hag er að drulla á sig, jájá það má afsaka með meiðslum en lið Man Utd í kvöld er miklu sterkari á pappír og ætti að sigra þetta lélega lið á heimavelli sem aldrei áður hafði unnið leik á Englandi.
Ten Hag út og má taka Onana með sér.
P.s fáránlegt að Anthony fékk að spila í kvöld. Hans máli er ekki lokið. Skömm fyrir Man Utd og veit ég um tveir konur sem eru hættar að styðja liðið eftir kvöldið
Theodor Gudnason says
Það fáa jákvæða; við erum komnir með alvöru striker. Hlakka til í vor þegar ákveðnir hlaðvarps-stjórnendur fara að bera rice saman við höjlund…
Einar Ingi Einarsson says
Er orðlaus.
Scaltastic says
Þessar 100 mín voru sálar tætandi, maður er eins og sprungin blaðra. Eins mikil niðurlæging það er fyrir aðdáendur að horfa uppá 5 flokks gæði í markinu + Amrabat í vinstri bak, þá vona ég að Arnold, Murtough og sykurpabbarnir þeirra fái sem mestan skammt af þessu í framtíðinni.
Í eðlilegu ástandi væri hægt að taka samtalið um að Bruno og Rashy eru búnir að vera arfaslakir allt tímabilið, það eitt og sér er næg ástæða fyrir því að liðið væri ekki í topp 6 séns. Því miður er það ekki einu sinni á topp 3 yfir verstu vandamálin að mínu mati.
En framtíðin er björt. Það verður falleg athöfnin 12 des þegar að CL stefið heyrist í síðasta skipti á Old Trafford. Það væri gaman að sjá laxa Jimbo trítla út um göngin með trefil á lofti, fagnandi 1,5 millu punda innspýtingunni. Eftir allt saman snýst þetta náttúrulega um að setja Manchester aftur í Manchester United.
Helgi P says
Hvenær ætlar þessi circus að hætta þvílíkur brandari sem þetta lið er
Zorro says
Erum löngu orðið miðlungslið og eigum ekki heima í neinni evrópukeppni..það sjá það allir…gaman væri að vita hvað fer fram á æfingasvæðinu….hreyfingin á liðinu er til skammar…..auðvitað verður að skipta um þjálfara…þetta er hugmyndasnautt lið…eða lélegir leikmenn…Ferguson náði allt það besta úr lélegum leikmönnum..Ten Hag nær því versta úr góðum mönnum
s says
Þvílík skömm að velja Antony
Dór says
Það er bara skömm að það sé ekki búið að reka þennan hollenska trúð svo eru einhverjir að komenta að hann sé á réttri leið með liðið samt er þetta versta byrjun í næstum 40 ár
Steve Bruce says
Sá löng highlights úr leiknum áðan. Sóknarlega erum við með nokkuð sterkt lið enda þó mætti alltaf fínpússa nokkra hluti. Rashford heldur áfram með hrikalegar ákvörðunartökur. Hann og Hojlund líta hinsvegar afar efnilega út í sínu samstarfi. Hojlund er rosalegur!
Þá komum við að vörninni. Ég ætla ekki að dæma Amrabat of hart enda alls ekki vinstri bakvörður að upplagi. Miðvarðaparið var í ruglinu í gær. Alltof langt á milli þeirra og virkuðu hægir. Onana er svo sér kafli út af fyrir sig. Gerir mistök eftir mistök og meira að segja ver hann illa. Fannst hann t.a.m. ósannfærandi í bæði fyrsta og sérstaklega þriðja markinu. Þetta stutta spil hans skapar stórhættu í hverjum einasta leik. Það átti nú heldur betur að leysa öll heimsmálin að skipta DDG út fyrir alvöru fótboltamann milli stanganna! Sjáum árangurinn af því núna.