Virkilega kærkominn sigur í dag. United byrjaði leikinn mjög vel eins og svo oft áður. Önnur klisja hefur verið að liðið endist í sirka 20 mínútur áður en einbeitingin bregst og einstaklingsmistök eiga sér stað. Það gerðist einmitt í dag þegar Casemiro missir boltann klaufalega á hættulegu svæði og svo tók við dómínóröð mistaka sem enda með marki Brentford. Onana hefði vissulega átt að gera betur en sér boltann seint og er staddur of nálægt nærstönginni til að ná að komast fyrir skot Jensen.
Ekki að það gestirnir hefðu þurft afsökun fyrir því að liggja tilbaka þá jókst þrautsegjan og varnarleikurinn var þéttur. United reyndi alltof mikið að komast í gegnum miðsvæðið þar sem Brentford vildi fá þá og áttu gestirnir þónokkrar skyndisóknir. Þegar flautað var til hálfleiks var augljóst að þetta yrði erfitt og alls ekki víst að þetta yrði góður dagur fyrir leikmenn og stuðningsfólk Manchester United.
Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað nánast allar 45 mínúturnar. Ten Hag gerði tvær breytingar í hálfleik. Eriksen kom inn fyrir Casemiro sem átti ekki góðan leik og Mount og Bruno Fernandes skiptu um stöður. United var vissulega talsvert meira með boltann en allar tilraunir voru stöðvaðar af vöskum varnarmönnum gestanna. Antony, Garnacho, Martial og McTominay komu inná sem varamenn fyrir Mount, Rashford, Lindelöf og Amrabat. Innkoma Garnacho var heldur betur vítamínsprauta fyrir heimamenn og var hann mjög áberandi síðustu mínúturnar en það var McTominay sem heldur betur óvænt reyndist hetja liðsins. Skotinn jafnaði metin og skoraði sigurmark á 3 mínútna kafla og tapið sem var svo augljóst breyttist í mikilvægan sigur. Fergie tíminn frægi með frábæra innkomu.
Ég myndi segja að frammistaða Rashford að undanförnu sé smá áhyggjuefni og einnig Casemiro. Onana sem hefði átt að gera betur í markinu sem Brentford skoraði átti líka nokkrar góðar vörslur. Framundan er landsleikjahlé og virkilega mikilvægt að hópurinn taki sig saman í andlitinu og byggi á þessum úrslitum í dag.
Bekkur: Bayindir, Eriksen, Hannibal, McTominay, Pellistri, van de Beek, Antony, Garnacho, Martial.
Bekkur: Balcombe, Maupay, Zanka, Ghoddos, Onyeka, Yarmoliuk, Ji-soo, Olakigbe, Brierley.
Elís says
En eitt markið sem manni finnst Onana ætti að verja. Kannski eru kröfurnar bara of miklar. Kannski ætti maður ekki að búast við því að verja skot sem góðir markverðir taka, því að hann er ekki góður.
Zorro says
Við eigum eftir að falla….United er einfaldlega eitt að lélegri liðum deildarinnar….allir leikir eru basl og vesen….
Er ennþá samt United maður…en vá hvað þetta er sorglegt😶😶
Dór says
Bæ bæ Ten Hag þín verður ekki saknað
Magnús Þór says
Gaman að fá þessi uppbyggilegu komment.
dr. Gylforce says
Frábær sigur, aldrei að gefast upp! Scotty hlýtur að leiða sóknarlínuna eftir landsleikjahléið!
Scaltastic says
Nýjan fimm ára 200 k díl á kauða asap, áður en Tuchel stelur honum.
Erik Ten Hag, 07.10.2023
Að öllu gamni slepptu… mikið óskaplega er mikill léttir að fara inní 2 vikna pásu með þennan endi. Vandamálin eru ekkert að fara neitt en þetta gladdi mann mikið.
Let's go says
Þarf að taka aðeins upp hattinn fyrir Onana, ætla ekki að reyna halda því fram að hann hafi gert mistök og verið shake-í á köflum. En ekki horfa framhjá því að þeir sem eiga að vera vinna vinnuna sína fyrir framan hann eru heldur ekkert að skína með sínum mistökum og hreinsunum. Gefum honum aðeins breik og treystum ferlinu og bakkið ykkar menn !
Helgi P says
Nú verður Ten Hag að fara verðlauna þá leikmenn sem eru að koma inná og spila vel og takka þá leikmenn úr liðinu sem eru að spila ömurlega ég er ekki mikill McTominay maður en hann og Garnacho breytu leiknum algjörlega og Ten Hag verður að fara verlauna þá með sæti í byrjunarliðinu og hætta þessari þrjósku
Egill says
Ég hélt að De Gea væri lelegur í að stjórna vörninni fyrir framan sig, en jesús minn hvað Onana er einn á báti þarna í markinu, og ver svo ekki neitt.
En eins og þar var gott að fá þennan sigur, þá er það áhyggjuefni hvað við erum að vinna tæpa sigra gegn lélegum liðum, segir það kannski soldið um hvert ETH er kominn með þetta lið? Léleleg kaup, slæm uppstilling og illa úthugsuð taktík?
Núna hefur Rashford verið tekinn af velli þrisvar sinnum í röð á 60+ min, hvenær fer hann á bekkinn?? Af hverju hafa menn áskrift að byrjunarliðssæti þótt menn séu verri en enginn?
Ég velti því fyrir mér hvort það hefði verið betra að tapa leiknum og losna við ETH endanlega, eða hvort það sé betra að hann verði rekinn nær næsta leikmannaglugga, því hann mun ekki lifa þetta tímabil af, ruslið sem hann er.
Magnús Þór says
@Egill: Ótrúlegir þið stuðningsmenn sem viljið frekar tapa en hafa rangt fyrir ykkur. Þetta lið er búið að vera vængstýft það sem af er tímabili. Ef væri ekki fyrir rakna óheppni í nokkrum leikjum þá væri staðan talsvert breytt. Það að Ten Hag sé eitthvað drasl er svo kjánalegt komment að það er varla svaravert. Framundan er leikur gegn Sheffield United eftir landsleikjahlé, þú vilt kannski að United tapi honum?
Hjöri says
Afskaplega eru kommentarnir alltaf neikvæðir hjá þér Egill, það skiptir engu máli þó liðið geri góða hluti, þú ert jafn neikæður.
Egill says
Vill ég frekar tapa en að hafa rangt fyrir mér? Þvílíka bullið.
Við höfum ekki spilað einn góðan leik í deildinni, við erum í 10. sæti með 12 stig eftir 8 leiki og unnum virkilega tæpan (en sætan) sigur gegn fokking Brentford og maður á bara að vera skælbrosandi eftir skelfilega byrjun á tímabilinu þar sem öll lið í efri hlutanum eru að taka okkur í kennslustund.
Ég held að ETH hefði verið rekinn ef þessi leikur hefði tapast, en núna verpur beðið með það og ef liðið tekur ekki dramatískan snúning eftir landsleikjahléið verðim við komnir ansi neðarlega í deildinni þegar hann verður loksins rekinn.
Eini góði leikurinn á tímabilinu var í Caraboa cup, við höfum ekki gert neina góða hluti fyrir eða eftir þann leik. Leiðinlegur fótbolti, lélegur varnarleikur, fyrirsjáanleg liðsuppstilling og sömu skiptingarnar. Þetta er búið að vera sama sagan síðan í lok febrúar og ekkert er að batna.
Scaltastic says
18 ár af niðurníðslu gagnvart félaginu og vanhæfum félögum þeirra sem forstjóra + DOF. Núna trítlar Íslandsvinurinn í fangið á Avram og Joel og þiggur 25% hlut. Síðan mætir Elliot eða Carlyle vogunarsjóðir og redda vellinum. Ég tala bara fyrir sjálfan mig, en ég tæki allan daginn þann valkost að láta félagið fara í greiðsluþrot og þ.a.l. byrja uppá nýtt í utandeild frekar en 10-15 ár af þeirri sviðsmynd sem er að teiknast upp, það fer um mann kaldur hrollur.
6. Febrúar 1958 er og mun alltaf verða versti dagur í sögu félagsins. Hvernig leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stuðningsfólkið vann sig út úr þeim harmleik lagði hinsvegar grundvöllinn að því hvað það þýðir að tilheyra félaginu. Ekki ætla ég að líkja þessu við þann atburð, en það verður ekki baráttuandi og samtakamáttur sem mun auðkenna félagið ef þessi sviðsmynd gengur eftir.
Gef því 0,05% líkur að þeir klúðri þessu en ég held því miður að þetta sé búið. Bunch of bouncing Busby traitors :(
S says
Eru þið samt ekki glöð að Qatar kaupi ekki klúbbinn? Ég veit bara að ég gæti ekki stutt þetta sport washing program eins og City er að vinna með.
Langar vissulega að sjá samt Glaziers Out.
Arni says
Þessi klúbbur er búinn að vera
s says
Ég kýs að vera jákvæður. Vonandi verða einhverjar breytingar á innri strúktúrnum og krafa um að aðrir fái að stjórna innan frá. Þessi stefna sem hefur verið síðan að Glazierarnir komu inn er augljóslega ekki að virka nema þegar Sir Alex stjórnar.
Ef það gerist þá styttist í glory days aftur.