Erik ten Hag heldur áfram að hrista upp í byrjunarliðinu. Núna koma inn Reguilón og Martial en liðið er svona:
Á bekknum eru þeir: Bayindir, Varane, Wan-Bissaka, Evans, Van de Beek, Mainoo, Hojlund, Rashford og Pellistri.
Lið gestanna:
Pendúllinn sveiflast og við erum komin aftur í krísu. Skelfileg frammistaða í dag, United fékk varla færi, átti þrjú skot á mark en vörnin og miðjan gerðu næg mistök sem Bournemouth nýtti. Solanke skoraði á fimmtu mínútu eftir mistök á miðjunni. Phillip Billing bætti við í seinni hálfleik eftir að hafa verið skilinn eftir óvaldaður af Reguilon, rétt á eftir skoraði svo Senesi með skalla eftir horn, hafði skilið sig frá Maguire og í uppbótartíma setti Outtara boltann í netið en hafði slæmt hendi í hann þegar hann fór yfir og framhjá Onana og markið því dæmt af.
Það er ekkert hægt að segja gott um United í þessum leik, mestur fögnuður var þegar Martial var tekinn útaf fyrir Højlund enda hafði fyrrnefndur ekki sést.
Bruno Fernandes rak smiðshöggið á ömurleikann þegar hann nældi í gult spjald fyrir kjaftbrúk og verður í banni í næsta leik sem er auðveldur: Liverpool á Anfield.
Egill says
McTominay, Garnacho, Martial og Amrabat hafa verið hræðilegir í fyrri hálfleik. Það er svo týpískt að koma með svona frammistöðu nokkrum dögum eftir að hafa tekið Chelsea í kennslustund.
Helgi P says
Hvað sagði ég eftir chelsea leikinn að við hættum nú ekki að fara framúr okkur því þetta var bara chelsea núna verðum við að gera breytingar í stjóra stólinn
Einar Einarsson says
Hræðilegt😡 og fyrirliðinn náði sér í gult fyrir tuð og í banni gegn Liverpool, ég held ég komi mér upp í fjall þegar sá leikur verður 😡
Einar says
Sorry en burt með Bruno.
Hrolfur says
Drullusokkar
Tryggvi says
Guðni Th. mætir kannski með liðinu á Anfield líka…
Scaltastic says
Ég get fyrirgefið það að láta 2016 útgáfuna á Rooney líta útfyrir að vera Jude Bellingham, en þá á viðkomandi + þjálfarateymið að hafa vit á því að hvíla manninn. Hinsvegar er það ófyrirgefanlegt að næla sér viljandi í bann fyrir Anfield leikinn. Ég vona innilega að fyrirliðinn verði sendur í útivallarstúkuna, þá fær hann það í æð hvaða skaða hann olli liðsfélögunum (sem eru ekki saklausir í and/gæðaleysinu) með þessum gjörning.
Þetta bann hjá Bruno er í þriðja sæti yfir blautu tuskurnar á tímabilinu, á eftir Onana í CL og svo yfirvofandi kossi dauðans frá Joel Glazer ft. Ineos.
Áfram gakk
Helgi P says
Brunó hefur aldrei getað neitt á móti liverpool þannig þetta er ekki fara breyta neinu okkur verður slátrað um næstu helgi sama hvort brúnó spili eða spili ekki þetta er bara búið að vera hræðilegt tímabili frá A til Ö
Elis says
Það var kraftur gegn Chelsea sem vildi líka sækja en eru galopnir varnarlega.
Í dag mætti Utd liði sem þétti pakkan og keyrðu svo yfir þá. Utd átti engin svör sóknarlega og voru opnir varnarlega.
Ömurleg frammistaða en hey menn fengu viðurkenningu fyrir stjóra, leikmann og mark mánaðarins. Hahaha þvílíkur brandari.
Bruno er svo efni í ritgerð. Ef þetta er fyrirliði liðsins þá er liðið leiðtoga laust. Að næla sér viljandi í spjall á 84 mín fyrir tuð í leik sem var búinn til þess að þurfa ekki að fara á Anfield er ófyrirgefanlegum aumingjaskapur gagnvart stuðningsmönnum Man Utd. Er samt viss um að stuðningsmenn Liverpool séu svekktir að þessi fýlu poki sé ekki á svæðinu.
Arni says
Ef við spilum svona á móti liverpool þá verður það bara aftur 7 _0 leikur Ten Hag verður að hætta svo þessari þrjósku og fara koma Varane aftur í liðið
Herbert Hjálmarsson says
Stórundarleg uppstilling hjá stjóranum. Bara það eitt að starta Martial er eins og að biðja um að vera rekinn….. Veit ekki hvort ég sé einn um það að mér finnst liðið spila betur með shaw í vinstri bakverði. En að spila honum í hafsent i staðinn fyrir að nota Varane er algjört djók. Endalaust spilað mönnum úr stöðum. Svo áttu Mctominay og Amrabat algjörlega hræðilegan dag á skrifstofunni… Anthony fór í sitt venjulega program að gera lítið. Er enginn i unglingaliðinu sem er hægt að prufa í striker? En áfram gakk og reynum nú að bjarga andlitinu aðeins í desember og sýna smá karakter í næsta deildarleik á móti Liverpool
Egill says
Það er ótrúlegt hvað hollenska drullan nær alltaf að fá stærstu stjörnurnar upp á móti sér. Ronaldo, Casemiro og Varane, svo var þetta allt saman mjög furðulegt með Sancho, ég er farinn að efast um að Sancho hafi verið vondi kallinn þar.
Helgi P says
Ronaldo sagði okkur bara sannleikann um Ten Hag og við áttum að hlusta á hann Ten Hag er bara hræðileg manneskja gjörsamlega óþolandi að hlusta á hann á þessum blaðamannafundum
Gummi says
Við þurfum að fara ná í þjálfara Villa klárlega spennandi kóstur fyrir okkur
Einar says
I hvaða heimi er fyrirliðabandið samt ekki tekið af Bruno? Er búinn að sofa á þessu og er enn jafn brjálaður
Dór says
Við erum ekki fara neitt með þennan trúð sem stjóra þvílíkur viðbjóður sem þessi þjálfari er bjóða stuðningsmönnum upp á í hverjum leik