Það er stórleikur á morgun þegar Manchester United og Liverpool mætast! Ef United vinnur rennir liðið sér upp að hlið Chelsea og Arsenal á toppi deildarinnar en sigur Liverpool þýðir að United og Liverpkol verða jöfn að stigum. En nóg í bili af leik þessara liða í úrvalsdeild kvenna kl 12:15, þrátt fyrir að þessi leikur sé magnaður verða fleiri augu á því þegar karlalið United kemur á Anfield klukkan hálf fimm síðar um daginn.
Síðasti leikur þessara liða var sjö marka leikur og var þeim afar misskipt. Við höfum fengið að heyra þó nokkuð af þessum leik í gær og dag og leiðist það helst til mikið. Liverpool leikmenn og þjálfara keppast við að ítreka að á morgun muni leikmenn United koma tvíefldir til leiks til að geta hefnt þessara harma en eftir ófarir síðustu viku virðast stuðninsmenn United ekki alveg jafn sannfærðir
Lið United
Það var alveg til að kóróna leikinn skelfilega gegn Bournemouth um síustu helgi að Bruno Fernandes fék gult spjald fyrir kjaftrúk og komst þannig frá því að þurfa að vera í byrjunarliði á morgun. Þau sem eru hvað mest upptekin af því hvert hlutverk fyrirliða á að vera fengu þar vatn á myllu sína en þau okkar sem eru ekki alveg jafn heltekin líta þannig á að hver annar á að vera fyrirliði en eini maðurinn í liðinu sem er fullkomlega öruggur með sæti sitt þar?
Í leiknum geng Bayern meiddust bæði Harry Maguire og Luke Shaw, góðu fréttirnar eru þær að meiðsli Shaw voru lítilvæg og hann verður með á morgun. Lengra er í Maguire. Marcus Rashford hefur náð sér af veikindum og verður með en Anthony Martial missir af leiknum. Allar líkur eru á að Scott McTominay verði færður í stöðu Fernandesar og þá fær Kobbie Mainoo að spreyta sig. Stórt verkefni þar fyrir óharðnaðan unglinginn!
Það er kannske óþarfi að fara of mörgum orðum um lið Liverpool. Þeir sitja í efsta sæti deildarinnar stigi á undan Arsenal og þremur á undan Manchester City sem er með leik meira eftir jafnteflið gegn Palace í dag. United er svo tíu stigum á eftir.
Liverpool er nokkuð hrjáð af meiðslum, Joël Matip, Thiago Alcântara, Andy Robertson, Diogo Jota, Stefan Bajcetic og Alexis Mac Allister eru allir meiddir. Miðjan er ný, Gravenberch, Endo og Szobozslai voru allir keyptir í sumar og hafa allirstaðið sig mjög vel i vetur, sóknarmennirnir betur þekktir og það er alveg óhætt að segja að varnarlína United er ekki eins og við vildum sjá hana gegn þeim.
Ef einhver stuðningsmaður United er bjartsýnn fyrir morgundaginn hef ég ekki heyrt í viðkomandi. Krísan er raunveruleg og ef leikmenn láta hana hafa áhrif á sig þá eru úrslitin ráðin fyrirfram. En það er sannarlega líka hægt að láta pendúlinn sveiflast itl baka með almennilegri frammistöðu á morgun. Leikmenn ættu að vita að tap á morgun er ekki nóg til að Ten Hag verði rekinn því það er undir öðrum áhrifum en frammistöðu á vellinum. Það er því ekki nógt fyrir þá að mæta ekki til leiks á morgun í von um að losna við þjálfarann. Þeir ættu enda að hafa metnað í meira. Þeir ættu að hafa metnað að spila fyrir merki Manchester United, og skila sómasamlegri frammistöðu. Ef þeir gera það er ýmislegt hægt.
Einar says
Gerir góðlátlegt grín að þeim sem skilja ekki alveg af hverju Bruno er fyrirliði en krefur svo aðra um að hafa metnað að spila fyrir merki United?
Ekki gerði Bruno það þegar hann fékk viljandi gult til að sleppa við þennan leik?
Ekki gerði hann það þegar hann grátbað um að vera skipt út af í 7-0 tapinu?
Sorry en hlutverk fyrirliða inn á velli er óumdeilanlega mikilvægt og hann stendur ekki undir því.
evra says
liverpool ógeðslegasta lið ever omg ekki orð meyra
Björn Friðgeir says
Ég ætla bara að vera algerlega ósammála þér um „viljandi gult“. Bruno hefur ef einhver hefur dregið vagninn síðan hann kom. Og eins og ég sagði: Sá eini sem er fastamaður. Einfalt.
Ólafur Kristjánsson says
Bruno hefur dregið væluvagninn og gert það vel. Hann hefur líka leiðbeint dómurum og veitir ekki af. Mér verður stundum hugsað til Keane og Adams þegar ég sé tilþrifin hjá Bruno.
Arni says
Brunó var frábær fyrstu 3 mánuðina þegar hann kom síðan þá hefur hann verið bara miðlungsleikmaður í miðlungsliði
Einar says
Ég vil taka það fram að ég elska Bruno og finnst hann frábær leikmaður. En sem fyrirliði er hann crap. Að líkja honum við Vieira og Keane er næstum því dauðasynd fyrir okkur gömlu kallana.
Einar says
*Keane og Adams
Ólafur Kristjánsson says
Einar! Ég átti við að hann stæðist engan samanburð við þá jaxla.