United mætti Wigan Athletic í 3. umferð FA bikarsins á DW vellinum. Ten Hag stillti upp sínu sterkasta liðið, ekkert pláss fyrir unga óreynda stráka (Garnacho og Mainoo teljast eiginlega ekki með þar þó ungir séu). Lisandro Martinez, Casemiro og Mason Mount sem allir eru farnir að æfa eftir löng meiðsli virðast ekki vera alveg nægilega tilbúnir, þó að ég hafi tippað á að Mount kæmi eitthvað við sögu. Í upphituninni var minnst á að Wigan sæti í 18. sæti í League One en það má þó nefna að tekin hafa verið 8 stig af þeim á þessu tímabili og ef ekki væri fyrir þann frádrátt sæti liðið í 10. sæti. Frádráttinn má rekja til þess að Wigan hefur ekki borgað leikmönnum laun eða a.m.k. verið að slugsa talsvert við það.
Þó að lítið hafi verið um unga óreynda stráka í byrjunarliðinu var bekkurinn þó uppfullur af þeim en Kambwala, Bennett, Forson, Hannibal, Shoretire og Hugill voru allir á bekknum. Ég hafði vonast til þess að Amad Diallo myndi byrja leikinn en hann var ekki einu sinni á bekk en hann er víst veikur.
Byrjunarlið
United
Bekkur: Bayindir, Heaton, Bennett, Kambwala, Hannibal, Forson, Pellistri, Shoretire og Hugill
Wigan
Fyrri hálfleikur
Það var strax á þriðju mínútu leiksins sem fyrsta færið kom, þegar Godo kantmaður Wigan átti fínann sprett upp hægri kantinn. Godo sendi boltann fyrir þar sem Aasgaard mætti á fjær stöng en Onana varði vel, ekkert frábær byrjun en þó enn markalaust. Næstu 10 mínútur leiksins fóru að mestu leyti fram á vallarhelmingi Wigan, United náðu þó ekki að skapa sér mikið þrátt fyrir mikið klapp á bolta. Þó komst Garnacho inn fyrir og þurfti bara að renna boltanum á Hojlund sem hefði verið kominn í daaauðafæri en argentínumaðurinn flaggaður rangstæður, ekki alveg viss um að það hafi verið rétt. Ekkert VAR í leiknum þannig það var bara áfram gakk. Á 14. mínútu kom svo fyrsta færi United, Garnacho reyndi skot fyrir utan teig sem fór beint í varnarmann og skoppaði til Rashford. Rashford rauk inn á teiginn átti fínt skot sem Tickle varði mjög vel í horn.
Sex mínútum síðar prjónuðu United menn sig í gegnum miðju Wigan, Bruno stakk boltanum á McTominay sem var í hlaupi inn á teiginn, Skotinn sneiddi boltann því miður framhjá, lagleg sókn og spurning hvort McTominay hefði getað sleppt því að taka boltann því fyrir aftan hann beið Hojlund. Það var þó mínútu síðar að dauðalásinn var brotinn, United sótti hratt upp vinstri kantinn. Bruno kom honum út á Garnacho sem sendi hann fyrir, boltinn af Wigan manni og til Rashford sem átti skot í Wigan leikmann en fékk hann aftur. Rashford kom honum út á Dalot sem átti plasseraði honum fyrir utan teig í fjær hornið framhjá Tickle, 0-1 United! Mínútu síðar átti Garnacho aðra sendingu fyrir sem endaði aftur hjá Rashford sem átti allt í lagi skot sem Tickle varði en missti svo í stöngina, United mjög nálægt því að tvöfalda forystuna.
United hélt áfram, á 25. mínútu fékk Rashford boltann á miðjum vallarhelmingi Wigan og keyrði á vörnina, stakk svo boltanum á Hojlund sem var í þröngu færi og Tickle vandanum vaxinn í markinu. Wigan reyndi að svara stuttu seinna en Humphrys átti þá skot utan vítateigs sem fór af Jonny Evans og Godo mjög nálægt því að komast í almennilega boltann á fjærstönginni. Leikurinn var fjörlegur og United fóru bara beint upp í sókn, Garnacho átti góða fyrirgjöf og Hojlund skallaði boltann í þverslána.
En héldu United sóknirnar áfram, Rashford átti fínt skot þegar hann köttaði inn á teiginn, Tickle varði boltann í Hojlund og boltinn lak fram hjá Wigan markinu. Varla mínútu síðar átti Garnacho fína sendinu fyrir á Hojlund sem var í baráttu við Morrison Hojlund náði að leggja hann tilbaka á McTominay sem var í dauðafæri en þurfti að teygja sig í boltann og skotið máttlaust og auðvelt fyrir Tickle. Á 40. mínútu, ákvað Garnacho svo í stað þess að setja boltann inn í að kötta inn á vinstri og lét vaða fyrir utan teig, geggjað skot sem því miður small í þverslánni. Tveimur mínútum síðar fékk McTominay svo fínt skallafæri eftir fyrirgjöf Bruno en Skotinn hoppaði eiginlega of hátt og fékk boltann í hökuna og framhjá fór knötturinn.
United voru talsvert mikið betra liðið í fyrri hálfleik, enda er Wigan líka League One lið. Wigan ógnaði í raun marki United aldrei eftir færið sem þeir fengu á þriðju mínútu. Liðið áttu vissulega nokkur skot fyrir utan teig og með smá heppni hefði Godo komist í boltann eftir að skot Humphrys fór af Jonny Evans, og þá líklegast skorað. Það var eiginlega með ólíkindum að United hafi ekki skorað meira í fyrri hálfleik, markaþurrðin hjá framherjunum okkar heldur áfram. Það var góð tilbreyting að sjá Garnacho dæla inn fyrirgjöfum sem voru að skapa allskonar usla í vörn Wigan. Fínasti fyrri hálfleikur en United átti að vera búið að gera útaf við leikinn í hálfleik.
Síðari hálfleikur
Fyrstu tíu mínútu síðari hálfleiksins voru ekki tíðindamiklar, leikurinn líkt og í þeim fyrri fór að mestu fram á vallarhelmingi Wigan. Rashford átti fast skot fyrir utan teig en talsvert framhjá. Þá spiluðu Bruno og Hojlund vel saman og Bruno fékk ágætt skotfæri en beint í fyrsta varnarmann. Lítið annað gerðist fyrstu 10 mínúturnar og voru þessar tvær marktilraunir í raun bara hálffæri. Wigan liðið virtist hafa gert örlitlar taktískar breytingar, lágu talsvert neðar og þá var Aasgaard kominn upp á topp og Humphrys virtist vera kominn út á kant. Liðið virtist þá vera spila 4-3-3 í stað 4-2-3-1, á 60. mínútu gerði Wigan svo fyrstu breytingu leiksins þegar Magennis koma inn á fyrir Humphrys.
Mínútu síðar reyndi í fyrsta sinn á Tickle í seinni hálfleik. Mainoo lagði boltann út á Rashford sem setti hann beint aftur á Mainoo, ungi drengurinn lagði boltann fyrir sig og átti fast skot fyrir utan teig sem Tickle réð ágætlega við. United hélt áfram bara að klappa boltanum og voru rólegir, á 65. mínútu átti Garnacho sendingu fyrir sem fór af varnarmanni og skoppaði til McTominay en Skotinn setti boltann í varnarmann og framhjá. Á 72. mínútu fór svo að draga til tíðinda eftir eitthvað mjatl á vinstri kantinu keyrði Rahsford á vörnina lagði hann til baka á Bruno sem feikaði skot, setti varnarmann í jörðina en varnarmaðurinn rétt klippti ristina á Bruno sem fór niður og Anthony Taylor benti á punktinn. Réttur dómur en pirringur Wigan skiljanlegur þar sem snertingin var ekki mikil, en vissulega nógu mikil. Bruno fór sjálfur á punktinn og sendi Tickle í rangt horn, 0-2 United. United vann boltann strax eftir miðjuna og geystist upp í sókn, Bruno fékk boltann fyrir utan teig en skot hans beint á Tickle sem þó missti boltann í horn.
Wigan gerði þá aðra breytingu sína í leiknum þegar að Callum McManaman (frænda Steve) og Jonny Smith komu inn á fyrir Shaw og Jones. United hélt áfram að þjarma að Wigan með hálffærum en ákvarðanataka og óákveðni komu í veg fyrir að færin urðu ekkert meira en hálffæri. Á 83. mínútu gerði Erik Ten Hag sína fyrstu breytingu þegar Willy Kambwala kom inn á fyrir Diogo Dalot, við það færði Wan-Bissaka sig í vinstri bakvörð og Kambwala fór í hægri bakvörðinn. Tveimur mínútum síðar átti Kobbie Mainoo stórgóða sendingu inn fyrir vörnina á Rashford, Marcus Rashford sendi boltann inn í teig sem endaði hjá McTominay, Skotinn lagði boltann út fyrir teig á Bruno sem þrumaði boltanum rétt yfir markið. Á 87. mínútu gerði United svo aðra breytingu sína þegar að Garnacho fór af velli fyrir Facundo Pellistri. Á 91. mínútu gerði United svo tvöfalda skiptingu en þá komu Hannibal og Omari Forson inn á fyrir Rashford og Hojlund.
Að lokum
Þetta var ofboðslega auðvelt fyrir United, Wigan ógnaði marki þeirra lítillega og aðallega með skotum fyrir utan teig. United fékk urmul færa og voru oft bara að dóla með boltann um miðjan vallarhelming Wigan. Það veldur manni samt áhyggjum að liðið hafi ekki náð að skora á League One lið nema bara úr víti og skoti fyrir utan teig, nóg voru þó tækifærin til þess að gera það. Ég held að það sé ekkert hægt að taka út úr þessum leik nema að United er mikið betra en League One lið. Maður hefði alveg vilja sjá United vera aðeins ákafara í að skora fleiri mörk, það er ekki eins og við höfum fengið að sjá alltof mörg á þessari leiktíð. Það er samt ekkert hægt að kvarta of mikið, yfirburðirnir voru það miklir. Kobbie Mainoo átti góðan leik á miðjunni og það virkar betur að hafa Garnacho á hægri kanti og láta hann gefa boltann fyrir frekar en að hafa Antony þar að annað hvort kötta inn og skjóta framhjá eða hlaupa út að hliðarlínu og fá/gefa innkast. United mætir annað hvort Newport County eða Eastleigh í 4. umferð FA bikarsins. Næsti leikur United er síðan á móti Tottenham næsta sunnudag á Old Trafford í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni árið 2024.
Sindri says
Jesus!! Skammast mín fyrir þennan svokallaða fyrirliða okkar🤮
Egill says
Rashford varð sér til skammar í kvöld, þetta er sá allra slakasti sóknarmaður sem ég hef séð í Man Utd treyju, burt með þetta drasl.
McTominay sýndi svo enn og aftur að hann er ekki nógu góður, og Bruno gerði sig að fífli með því að halda utan um sköflunginn þegar hann fékk smá spark í stóru tánna.
Hojlund þard svo að fara í back to basic þjálfun í varaliðinu, hann er alveg arfaslakur.
Við stilltum upp okkar besta liði (af þeim sem eru ekki meiddir) og rétt náðum að vinna Wigan sem er 4 stigum frà fallsæti í C deildinni. Stjórnuðum leiknum og allt það, en sóknarleikur liðsins er bara enginn, stjórinn veit ekkert hvað hann er að gera með þessa sókn.
Þetta var vandræðalegur leikur í flesta staði.
En annars er frábært að sjá Mainoo, talsvert betri á bolta en aðrir menn í liðinu.
egillg says
djöfulli var maður orðinn þreyttur að horfa á rashford skjóta alltaf eða reyna að fara framhjá og missa boltann, en gaman að sjá Mainoo virðist vera eitthvað. McT er skelfilega bara lélegur
Hallmar Thomsen Reimarsson says
Það vandar svo framherja í þetta lið sem getur skorað mörk því ekki eru þeir leikmenn sem fyrir að gera það þrátt fyrir öll þessi færi sem þeir fengu í þessum leik þá áttum við að vinna með 5-6 mörkum það … það verður að fá vinstri kanntmann fyrir Rassford og framerja í þetta lið þá kannski mun eithvað gerast