Manchester United komst áfram í fimmtu umferð FA bikarsins í Newport County í gærkvöldi en liðið sigraði Newport County 2-4 á heimavelli D-deildar liðsins. United byrjuðu af krafti en gott mark frá Bruno Fernandes eftir fínasta uppspil og skömmu seinna fyrsta mark Kobbie Mainoo kom United í 2-0 forystu á 13 mínútu.
Ég held að flest allir United menn sem horfðu á þessa byrjun hafi hugsað með sér að leiknum væri í raun lokið þarna og menn gætu bara slakað á það sem eftir væri leiks. United stillti upp sterku liðið þannig í raun var ekkert að óttast. Eftir æsilegt fyrsta korter þá róaðist leikurinn aðeins hvað varðar a.m.k. mörk eða svona þangað til á 36. mínútu. Newport sparkaði langt eins og þeir höfðu verið að gera allan leikinn og svo sem viðbúist, ekki ætla ég að dæma þá taktík. Lisandro Martinez skallaði háa boltann burtu en beint fyrir fætur Bryn Morris, sem lét bara vaða af löngu færi og sá hitti boltann. Boltinn sveif fallega í fjær hornið yfir Altay Bayindir sem var að spila sinn fyrsta aðalliðs leik fyrir United og stað því 1-2. Svo sem erfitt að setja eitthvað út á Altay Bayindir í þessu marki og frekar bara að hrósa Bryn Morris fyrir glæsilegt mark.
Jæja 1-2 og draumamark frá Newport svoleiðis getur gerst en United svo sem alveg með tögl og haldir á leiknum þó að Newport menn hafi verið farið að færa sig meira upp á skaftið, sérstaklega eftir markið. Þegar að Coot dómari flautaði til leikhlés var staðan enn 1-2 fyrir United.
Á 47. mínútu já tveimur mínútum eftir að Coot hafði flautað leikinn aftur á var staðan orðin 2-2. Will Evans stakk sér fram fyrir Varane eftir fyrirgjöf frá Adam Lewis og jafnaði metin fyrir heimamenn í Newport. Hvernig gat þetta gerst United menn ekki mættir til leiks í síðari hálfleik á meðan Newport menn komu vel gíraðir eftir líklega stórkostlega peppræðu frá þjálfara sínum Graham Coughlan í hléinu. Maður trúði varla sínum eigin augum 2-2?! Á móti Newport eftir að hafa komist í 0-2, það er bara ekki boðlegt. Newport menn voru líka bara ágætlega sprækir og það var smá eins og United menn nennti ekki alveg að vera þarna (það reyndar má segja það um mjög marga leiki á þessu tímabili).
Tuttugu mínútum eftir jöfnunarmark Newport lá United á Newport, Luke Shaw fékk boltann rétt fyrir utan teig og hótaði skoti en dróg boltann yfir á hægri löppina og hélt af stað inn í teig. Hann reyndi svo að krulla boltann í fjær framhjá nokkrum varnarmönnum. Skot Shaw endaði í stönginni og hrökk út í teig þar sem þyrilsnældan Antony var mættur og setti boltann í netið framhjá liggjandi markmanni Newport, 2-3 United. Guð sé lof Antony búinn að skora á þessu ári og United a.m.k. að vinna D-deildar liðið aftur. Eftir þetta mark virtist það nú ólíklegt að Newport myndu skora sitt þriðja mark en þó héldu þeir áfram en krafturinn var ekki alveg jafn mikill.
Erik Ten Hag gerði engar breytingar á byrjunarliðinu fyrr en á 81. mínútu þegar að Mctominay kom inn á fyrir Casemiro og mínútu seinna koma Willy Kambwala inn á fyrir Luke Shaw. Seinna komu Omari Forson, Maguire og Jonny Evans inn á fyrir Antony, Martinez og Varane. United voru þó ekki alveg hættir, á fjórðu mínútu í uppbótartíma fékk Omari Forson fínas sendingu framarlega á vellinum og reyndi að prjóna sig inn í teig Newport manna. Það gekk ekki alveg upp en Hojlund hirti boltann eftir að Forson hafði hrasað og koma boltanum í netmöskva Newport County, 2-4 United. Þannig endaði leikurinn ég biðst afsökunar á því að skýrslan komi svona seint og sé ekki sú ítarlegasta.
United gerðu mikil mistök í að leyfa Newport að komast inn í leikinn en liðið slökkti smá á sér eftir markið frá Kobbie Mainoo. Fyrsta mark Newport er samt sem áður eitthvað sem erfitt er að kenna einhverjum um en það er aðallega að mæta alveg sofandi inn í síðari hálfleikinn sem ég set stór spurningarmerki við. Þetta var eiginlega sterkasta lið sem United getur stillt upp fyrir utan kannski Antony, Dalot og Bayindir en Newport er líka D-deildar lið og miðað við að komast í 0-2 strax eftir 13. mín, þá hefði átt að vera hægt að sigla þessu þægilega heim eftir það.
Við breytum því hinsvegar ekki núna, það sem mestu máli skiptir er að United er komið í fimmtu umferð FA bikarsins þar sem United mun annað hvort mæta Nottingham Forest eða Bristol City á útivelli en þessi lið skyldu jöfn um helgina og þurfa að leika annan leik. United áð þó leik við Wolverhampton Wanderers á fimmtudaginn næstkomandi 1. febrúar.
Einar says
Ég hef sjaldan skammast mín jafn mikið fyrir United leikmann eins og þegar Antony kom með silence the haters movið eftir að hafa skorað mark á móti focking d deildarliði.
Helgi P says
Leikmenn united er löngu hættir að bera virðingu fyrir Ten Hag þess vegna gera þeir bara það sem þeim sýnist