Fyrsta tap United gegn Fulham á Old Trafford í háa herrans tíð staðreynd. Það er ekki hægt að segja að sigur Fulham hafi ekki verið fullkomlega verðskuldaður. Marco Silva setti upp fullkomið leikplan gegn Höjlundlausu United liði. Það er eiginlega lygilegt hversu afskaplega lélegir United voru nánast allan leikinn. Langbesti leikmaður United í dag Andre Onana var eina ástæðan fyrir því að United héldu hreinu í fyrri hálfleiknum. Fengum að sjá betur af hverju hann var fenginn til liðsins. Sama er ekki hægt að segja um marga aðra leikmenn liðsins. Trekk í trekk fengu Fulham leikmenn að dunda sér með boltann í og við markteig United, menn náðu oftar en ekki 3-4 snertingum með boltann algjörlega pressulausir. Augljóst að vörnin saknar Lisandro Martínez. Harry Maguire átti þó ágætan leik og skoraði mark liðsins en hefði átt að vera búinn að skora fyrr þegar hann skallaði framhjá í dauðafæri. Miðjan var rosalega lek í dag. Fulham léku alltof auðveldlega framhjá Mainoo og Casemiro. Omari Forson fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu og átti frekar gleymanlega frammistöðu en hann átti mikið af feilsendingum og virkaði mjög taukaóstyrkur í flestum aðgerðum sínum. Alejandro Garnacho ásamt Onana voru framan af einu leikmennirnir sem voru að reyna eitthvað. Marcus Rashford var einfaldlega skelfilegur í dag og virtist engan áhuga hafa á að gera eitt né neitt. Það er nánast hægt að segja United hafi verið einum færri í dag. Þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum lentu Casemiro og Reed í því að skalla hvorn annan óvart. Stöðva þurfti leikinn í nokkrar mínútur og gerði Ten Hag tvöfalda skiptingu strax í kjölfarið og henti McTominay og Eriksen inná til að reyna að þétta miðjuna og stöðva snarpar sóknir gestanna. Það skilaði þó ekki miklu og Fulham náði forystu eftir hornspyrnu en Calvin Bassey fékk tvö tækifæri til að koma boltann á markið og skoraði í síðara tilraun sinni. United tók aðeins við sér eftir markið sem kom á 65′ mínútu en allar tilraunir og tilburðir liðsins voru ómarkvissar og fyrirsjáanlegar. Áðurnefndur Maguire náði þó að jafna leikinn eftir fínt einstaklingsframtak á 89′ mínútu og loksins virtist United vakna til lífsins og eftir að dómarinn gaf upp að uppbótartíminn yrði 9+ mínútur var allt í einu komið mómentum í leik liðsins og nægur tími til að sækja öll þrjú stigin. Það voru þó gestirnir sem gerðu útum vonir heimamanna eftir að Alex Iwobi af öllum mönnum skoraði sigurmarkið eftir flott sprett frá Traoré.
Antony kom inná á síðusta andartökum leiksins en rándýri einfætlingurinn virðist vera 3-4 valkostur á hægri kantinn á eftir þeim Garnacho, Forson og Amad.
Skelfileg úrslit í dag staðreynd og án Rasmusar Höjlund næstu vikur er erfitt að sjá fyrir sér einhverja sigra.
Jói says
Þetta markmans aumingi áað drulla sér frá félaginu strax búin að tapa nógu mörgum stigum fyrir manutd,helvítiðhorfir bara à eftir boltanum í markið of mörgu sinnum
EgillG says
Onana er ekki að eiga gott timabil en mér fynst helvíti hart að kenna honum um þetta tap. Rashford, bruno, eriksen, mcT voru skitlélegir allan tíman sem þeir voru inná. Það eru rúmlega 2 ár siðan ég fékk ógeð á rashford, og ég vona svo innilega að psg kaupi hann í sumar. Er ekki sáttur að ten hag skipti ekki bæði/öðrum hvorum rash eða bruno útaf, greinilega nóg að vera stórt nafn til að vera inná án þess að gera rassgat.
Gunnar G says
Rashford er svo mikill aumingi að það hálfa væri alveg nóg.
Þessi úrslit eru ekki Onana að kenna heldur þjálfaranum og 4-5 gjörsamlega áhugalausum leikmönnum Manchester United sem byrjuðu þennann leik og þar er Rashford alltaf í forystu.
Svo er taktík stjórans eitthvað sem enginn skilur, efast um að leikmenn hafi hugmynd um hvert þeirra hlutverk er inn á vellinum og hvernig á að sækja og hvernig á að verjast. Þetta er allt bara einhvernveginn.
Hann hlýtur að verða rekinn bráðum, trúi ekki öðru.
Egill says
26 leikir, 0 í markatölu, 10 töp, höfum skorað einu marki meira en Luton (sem hafa spilað 25 leiki), höfum ekki unnið einn leik sannfærandi allt tímabilið, enduðum neðstir í frekar auðveldum CL riðli.
Hversu lengi á þessi trúður að fá að hanga í þessu starfi?
Ólafur Kristjánsson says
Ef ummæli Ten Hag eftir leikinn eru eru rétt eftir honum höfð, þá er mér sama þó að hann verði rekinn á morgun.
Jón Dong says
Sælir vinir, er sammála ten hag.
Þetta voru ein mistök sem kostuðu okkur jafntefli við Fulham á heimavelli, ef við kaupum nýja miðjumenn þá gætum við siglt jafnteflunum betur í höfn!
Það er mjög gaman að sjá að antony fékk að koma inn því hann á afmæli og ég er handviss að þetta fari allt að smella hjá honum!
Er ánægður með þróunina og sir jimmy ratcliffe sagðist ætla að rífa okkur upp og loksins að gera okkur að stórveldi eins og liverpool!!!
afleggjari says
Segir kannski ýmislegt að markatalan er á núlli.
United hafa yfirleitt tapað sannfærandi en náð að vinna ansi marga ósannfærandi sigra og sumir þeirra hafa í raun verið ósanngjarnir. Miðað við spilamennskuna í vetur er það fáránlegt að liðið sé enn í baráttunni um meistaradeildarstæi.
Það var bara tímaspursmál hvenær liðið tapaði leik í uppbótartíma. Getum þakkað fyrir að liðið kastaði einungis frá sér 1 stigi.