Manchester United tapaði í gær leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Manchester City eftir vítaspyrnukeppni. Yfirbragð leikmanna bar þó það yfirbragð að leikurinn væri upptakturinn að alvörunni frekar en alvaran sjálf.
City fór betur af stað og átti fyrsta hálftímann. Eftir það fóru að sjást fínir spilkaflar hjá United og nokkur ágæt færi.
Áframhaldandi eru vísbendingar um að ten Hag sé að færa sig meira í átt að hollensku samspili frekar en þeim hröðu umskiptum sem hann talaði um að liðið ætlaði sér að byggja á í fyrra. Kannski eru þetta vísbendingar um að ten Hag sé virkilega farinn að setja sitt bragð á leikstílinn. Nái þetta samspil að þróast áfram ætti færunum að fjölga og þar með vonandi mörkunum, sem hefur skort fyrri tvö tímabil ten Hag. Hins vegar þá fóru leikmenn United illa með færin í gær.
Þau bestu komu þegar um kortér var til leiksloka. Fyrst slapp Marcus Rashford inn fyrir eftir sendingu frá hægri en voru mislagðar fætur og skaut með sköfluningum framhjá. Næst skallaði hann niður hornspyrnu sem fór á milli fóta Scott McTominay.
Tvö mörk á tíu mínútum
Það var hins vegar Alejandro Garnacho sem skoraði mark United þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Þar var reyndar hröð sókn. Facundu Pellistri vann boltann niðri hægra meginn, kom honum fram á Bruno Fernandnes sem sendi á Garnacho sem lék af hægri kantinum inn á miðjan teiginn og afgreiddi hann með vinstri fæti niður í nærhornið.
Forustan entist fram á 89. mínútu þegar Bernando Silva, sem skömmu áður kom inn sem varamaður, skallaði boltann í netið.
Engin framlenging er í Samfélagsskildinum heldur farið beint í vítaspyrnukeppni. André Onana varði fyrstu spyrnu City en spyrna Jadon Sancho, sem var sú fjórða hjá United, var varin í stöng og út. Johnny Evans sendi síðan áttundu spyrnu United yfir meðan City nýtti sína og náði skildinum.
Vissulega sýndu leikmenn gleði og vonbrigði, en tilfinningarnar hefðu verið mikilfenglegri ef í húfi hefðu verið stærri verðlaun en skjöldurinn. Í sjálfu sér er fagnaðarefni að United hafi fengið að spila þennan leik í fyrsta sinn síðan 2016 og annað skiptið á þessari öld án þess að Alex Ferguson hafi tryggt liðið þangað.
Hvað var athyglisvert í liðsvalinu?
Bæði notuðu í leiknum leikmenn sem vart er hægt að reikna með að verði fastamenn. Ef horft er á hvað skipti mál í hjá United þá spilaði Bruno frammi í fjarveru Rasmus Höjlund. Vonbrigði voru að sjá ekki nýja manninn Joshua Zirkzee, því hann tók ekki þátt í æfingaferðinni til Bandaríkjanna og veitir eflaust ekki af mínútum til að fylla skarðið sem meiðsli Höjlund mynda fyrstu vikurnar.
Toby Collyer fékk hálftíma í gær, sem bendir til þess að hann eigi alvöru tækifæri á tímabilinu. Harry Amass var í hóp en kom ekki inn á. Lisando Martinez var vinstri bakvörður fyrsta klukkutímann. Diego Dalot tók við stöðunni þegar Facundo Pellistri kom inn fyrir Harry Maguire.
Innkoma Pellistri og framlag hans var kannski með því áhugaverðara í gær. Hann spilaði sem hægri bakvörður og bæði vann boltann í marki Garnacho en missti Silva fram fyrir sig þegar City jafnaði. Hann er einn þeirra leikmanna sem virðast hafa átt í stirðum samskiptum við ten Hag, því mínúturnar voru afar fáar í fyrra og umboðsmaður Úrúgvæans tilbúinn að skjóta á ten Hag.
Hæpið virðist þó að ten Hag sjái framtíð Pellistri sem bakvarðar miðað við fréttirnar sem bárust rétt fyrir leik um að United hefði fengið samþykkt tvennutilboð í miðvörðinn Matthijs de Ligt og bakvörðinn Noussair Mazraoui hjá Bayern München. Báðir eiga þeir fortíð hjá ten Hag hjá Ajax. Hvað sem líður allri umræðu um að styrkja teymið í kringum hann í leit að leikmönnum þá fjölgar þeim áfram. Á móti eiga samningar að vera í höfn við West Ham um að Aaron Wan-Bissaka fari þangað.
Lið United: Onana, Martinez, Evans, Maguire (Pellistri 58), Dalot, Mainoo (Collyer 58), Casemiro, Rashford (Sancho 83), Mount (McTominay 58), Amad (Garnacho 58), Fernandes.
Skildu eftir svar