Flugeldasýning í bikarnum
Fyrir leik hefð ég glaður tekið sigur í leiðinlegum leik en það var ekki rauninn.
Frábær leikur í alla staði hjá okkar mönnum allavega hjá þeim sem höfðu eitthvað að gera í þessum leik.
Veislan hófst á 16. mín með marki Rashford og uppspilið af því marki var nánast sama fyrir öll hin mörkin sending frá miðju oftast var það Eriksen að senda út á kant þar sem Garnacho var eða Rashford búinn að drifta þangað svo sent á nánast frían leikmann í teignm sem kláraði framhjá Slonina í marki Barnsley.
held að þetta hafi verið eins öruggur sigur og ég hef séð frá þessu liði í mörg ár þótt þeir hafi enn eina ferðina byrjað hægt og létu andstæðinginn vera Meira með boltann fyrstu 5 mín leiksins en sem betur fer endaði það með einu af þremur skotum Barnsley í öllum leiknum.
Lengi vel í þessum leik fannst mér við varla fara úr 3 gír og virðist vera að leik stílinn sem ten Hag vil vera með hafi verið til sýningar í kvöld eða má vona það miðað við hvað þeim tókst vel að bæla strax niður allt sem hét sókn hjá Barnsley og voru sjálfir endalaust að skapa og reyna sem sést með tölfræði leiksins þar sem við áttum 26 skot á móti þeirra fyrr nefndu 3 og mörkin okkar hefðu sennilega getað orðið fleiri en ekki kvarta ég yfir markaleysi í þessum leik og held í vonina að þeir geti spilað svipað í næsta leik á móti Crystal Palace um helgina.
Þrátt fyrir markaregn gerðist svo sem ekki mikið í leiknum og var þetta þægilegur sigur og enginn virtist meiðast í leiknum sem er nánast kraftaverk finnst manni eins og hefur gengið á undanfarið ár ef ekki lengra. Frábært að sjá að Rashford virðist vera endurheimta formið frá þar síðasta tímablili, Garnacho að skapa enn meiri spenningu um hver spilar hvenær og hvar á köntunum og svo Eriksen spilaði sinn lang besta leik fyrir Manchester United í langan tíma eða jafnvel bara besta leik sinn fyrir félagið og geggjað hjá honum að fullkomna framistöðuna með 2 mörkum.
Bruno með gott cameo með báðar stoðsendinarnar í mörkum Eriksen og Mazraoui að sýna það enn einu sinni að það hafi verið rétt ákvörðun að fá hann inn þótt það hafi þýtt brottför Aaron Wan Bisska sem var í uppáhaldi margra allavega þegar koma að stöðunni sem hann spilaði.
Antony virtist í lélegu leikformi en var alltaf að reyna eitthvað sem gaf honum víti sem hann fékk að taka og skoraði úr til að bæta sjálfstraustið þannig í heildinna var þetta frábær frammistaða hjá liðsheildinni og þeir sem þurftu að auka sjálfstraustið fengu það og liðið sýndi hvað í þeim býr og vonandi er þetta byrjunin á skemmtilegu tímabili héðan af og væri frábært með bikarævintýri enn eitt árið.
Skildu eftir svar