Manchester United mætir aftur til Sevilla í fjórðungsúrslitum og mætir Sevilla!
Sigurvegarinn mætir síðan sigurvegaranum úr viðureign Juventus og Sporting.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Manchester United mætir aftur til Sevilla í fjórðungsúrslitum og mætir Sevilla!
Sigurvegarinn mætir síðan sigurvegaranum úr viðureign Juventus og Sporting.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Facundo Pellistri byrjar sinn fyrsta leik og Maguire og Malacia fá tækifæri
Varamenn: Heaton, Butland, Lindelöf (75′), Varane, Dalot (75′), Shaw, Sabitzer (61′), McTominay, Sancho (61′), Elanga (68+)
Aðeins tvær breytingar hjá Betis frá fyrri leiknum, González kemur inn fyrir meiddan Felipe og Ruibal fyrir Henrique. Canales situr á bekk.
Fyrsta alvöru færi fékk Betis, Juanmi fékk sendingu inn fyrir, Maguire var vel á eftir en sendingin var vel á ská og Juanmi var utarlega í teignum þegar hann skau og bolitnn framhjá De Gea og framhjá fjær stönginni líka. Betis voru þó nokkuð grimmari og sóttu meira, United náðu framan af ekki að halda ekki upp spili eða að halda boltanum. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | Engin ummæli
United flaug í dag með 21 manns hóp til Sevilla á Spáni og leikur á morgun seinni leikinn við Betis. Fjölmörg ykkar hafa verið að spyrja hvað þetta Betis sé en það er auðvelt að skýra. Flest þau sem komið hafa til Sevilla vita að áin Guadalqivir rennur einmitt gegnum Sevillu, sem og reyndar þá ágætu borg Córdoba. Þau sem þekkja enn betur til vita auðvitað að rómverskt nafn Guadalqivir var einmitt Baetis, því stór hluti Andalúsiu sem svo nefndist síðar hét á tímum Rómverja Hispania Baetica. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 12 ummæli
Liðið sem hóf leik á sunnudaginn fékk tækifærið til að reka af sér slyðruorðið, Ten Hag stillti upp óbreyttu liðði
Varamenn: Butland, Heaton, Lindelöf, Maguire, Malacia (65′), Wan-Bissaka (45′), Mainoo, McTominay (82′), Pellistri (82′), Elanga, Garnacho, Sancho (65′)
Lið Betis
Wout Weghorst setti boltann í netið með kassanum strax á fjórðu mínútu en Fred var rangstæður þegar hann fékk boltann áður enn hann gaf á Wout. Þetta kom þó ekki að sök því það var tveimur mínútum síðar að United kom í hraða skyndisókn eftir að Betis hafði ógnað en misst boltann. Bruno var með boltann hægra meginn, gaf inn á teiginn, Felipe kom tá í boltann og féll við, boltinn fór beint á Rashford sem fór létt framhjá Felipe og þrumaði yfir Bravo í markinu. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | Engin ummæli
You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down
Við fengum víst ekki stig í deildinni um síðustu helgi en hitt er líka víst að það er ekki stigafrádráttur sama hver úrslitinu eru þannig það skiptir minnstu núna. Næsta verkefni bíður, Real Betis Balompié, eða Real Betis, eða bara Betis kemur í heimsókn á Old Trafford í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem við mætum Betis, því á meðan athygli heimsins beindist að Katar skruppu eftirsátar United til Spánar og kepptu meðal annars við Betis. Liðið sem mætti Betis 10. desember síðastliðinn var svona: De Gea; Williams, Lindelöf, Mengi, Wan-Bissaka; Elanga, Zidane, McTominay, Hansen-Aaröen Garnacho; Martial. Af þessum má aðeins bóka De Gea í byrjunarliðið á morgun og því ekki mikið að marka eitt núll tapið sem þá var. Reyndar eru ekki mikið fleiri Betis leikmenn sem voru þá en eitthvað. Þetta var enda æfingaleikur og mikið skipt inn á. Nóg um það. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!