Það verður seint sagt að enskir knattspyrnumenni hafi það náðugt um jólin. Eftir fyrsta alvöru „kommbakk“ liðsins undir stjórn David Moyes í gær eru okkar menn varla komnir heim þegar þeir þurfa að fara aftur af stað og eru að fara í loftið til að fljúga til Norwich þegar þetta er skrifað. Það gengur vonandi betur en í gær þegar þeir komu á völlinn rétt klukkutíma fyrir leik. Eitthvað er samt Carrick stressaður:
Stoke 0:2 Manchester United
Eins og undanfarið var byrjunarliðið búið að leka til David McDonnell, blaðamanns á Daily Mirror, @DiscoMirror áður en nokkur annar birti það.
De Gea
Rafael Smalling Evans Evra
Cleverley Jones Anderson
Valencia Young
Welbeck
Varamenn: Johnstone, Hernandez, Nani, Fletcher, Kagawa, Büttner, Zaha
Þegar þetta lið var birt var ekki laust við að ég óttaðist að þriggja manna miðjan yrði aðeins of neikvæð. Það kom í ljós að það reyndist nokkuð rétt og nákvæmlega ekki neitt gerðist í fyrri hálfleik, utan að dómarinn tók leikmenn útaf í 5 mínútur þegar hríðin var orðin svo þétt að hann sá ekki út úr augum. Reyndar hjálpar ekki að skýrsluhöfundur sofnaði yfir leiknum og svaf fram í seinni hálfleik. Moyes hefur líklega heyrt af þessu því hann kippti Anderson útaf og setti Hernandez inná. Það tók ekki langan tíma ða bera ávöxt. Ashley Young sem hafði verið jafn slakur og alltaf kom á blússandi ferð upp miðjuna, gaf á Hernandez og fékk boltann beint til baka og bombaði í netið utan teigs. Sørensen hafði fingur á boltanum en hefði eins getað verið að stoppa fallbyssukúlu. Gjörsamlega ótrúlegt mark úr ótrúlegri átt. Young fagnaði enda gríðarlega þessu fyrsta marki frá maí 2012, hvarf inn í stuðningsmannahópinn fyrir aftan markið og uppskar gult spjald fyrir.
Stoke City og Darren Fletcher á morgun
Á morgun Darren Fletcher fer United Darren Fletcher í heimsókn Darren Fletcher til Stoke Darren Fletcher í fjórðungsúrslitum Darren Fletcher deildarbikarsins. Af Darren Fletcher óviðráðanlegum ástæðum Darren Fletcher missti upphitari Darren Fletcher af leiknum Darren Fletcher um helgina og Darren Fletcher hefur því Darren Fletcher ákveðið að einbeita sér Darren Fletcher að stærstu fréttunum Darren Fletcher úr þeim leik
Shakhtar í kvöld
Upphitunin fyrir þennan leik er örlítið með seinni skipunum.
Lengdin á henni hefur reyndar ekkert með þessa seinkun að gera, en látum vaða:
Manchester United tekur á móti Shakhtar Donetsk á morgun í kvöld kl 19:45. Vinni Shakhtar leikinn verða þeir efstir í riðlinum.
Þeir Nemanja Vidic, Patrice Evra og Chris Smalling verða að öllum líkindum allir frá vegna meiðsla, Shinji Kagawa er búinn að ná sér af ofátinu (nei, ég á ekki orð heldur) og Robin verður með
Manchester United 0:1 Newcastle United
Liðið sem átti að reyna að bæta fyrir frammistöðuna gegn Everton leit svona út
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Nani Cleverley Jones Januzaj
Hernandez Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Ferdinand, Anderson, Valencia, Young, Zaha, Welbeck
Eftir nokkuð varfærna byrjun fór sókndjörf uppstillingin að segja til sín og United náði upp nokkrum nettum sóknum. Það hjálpaði ef til vill að Yohan Cabaye sem byrjaði leikinn mjög fyrirferðarmikill á miðjunni fékk gult spjald áður en tíu mínútur voru liðnar. Nani og Januzaj voru nokkuð nettir en þegar Newcastle fékk boltann áttu þeir frekar auðvelt með að halda honum, lítil pressa á þá á miðjunni frá Jones og Cleverley. Jones tók sig þó á og var farinn að tækla grimmúðlega út um alla miðju. Þó ekki jafn oft og stíft og Newcastle sem sannarlega létu finna fyrir sér.