Newcastle kemur í heimsókn til Manchester á morgun og hefst leikurinn kl. 12:45. Newcastle átti mjög góðan nóvember og var Alan Pardew valinn stjóri mánaðarins og Tim Krul leikmaður mánaðarins. Fyrir vikið er Newcastle stigi á undan United í 7.sæti. Þeir byrjuðu þó ekki desember gæfulega, töpuðu 3-0 í Swansea. Það er franska innrásin í Newcastle sem er að gera góðu hlutina þar (auðvitað fyrir utan Hollendinginn Krul, Fílabeinsstrendinginn Tiote, Senegalann Cissé og Argentínumanninn Coloccini) og leikmenn á borð við Loïc Rémy, Yohan Cabayé (sem hefur oft verið orðaður við okkur), Yoan Gouffran, Mathieu Debuchy, og Moussa Sissoko hafa allir staðið sig vel í vetur. Þannig það verður ekki mjög enskt lið sem kemur á Old Trafford!
Jólaverðlaunagetraun Rauðu djöflanna!
Eins og við kynntum fyrr í haust gefur Bókaútgáfan Hólar út bókina „Sir Alex – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013″ nú fyrir jólin. Höfundurinn, Guðjón Ingi Eiríksson, hefur áður séð okkur íslenskum United aðdáendum fyrir lestrarefni með bókum um sögu United og bregst ekki frekar en fyrri daginn. Farið er rækilega yfir síðustu 27 árin í sögu United, 20 meistaratitlar, tveir Meistaradeildartitlar, og allar stjörnunar, Cantona, Schmeichel, Solskjær, Keane, Ronaldo, Rooney, Beckham, Ferdinand, Scholes. Vidic, Giggs og Van Persie, fyrir utan alla hina.
Leikmaður nóvembermánaðar.
Þrátt fyrir harða samkeppni frá Phil Jones náði Wayne Rooney að tryggja sér titilinn ‘Leikmaður nóvembermánaðar’ hjá lesendum bloggsins með 84% atkvæða. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem lesendur velja hann sem leikmann mánaðarins.
[poll id=11]
Leikmaður nóvembermánaðar
Í nóvember lék United eftirfarandi leiki:
Fulham 1:3 Manchester United (Valencia, Van Persie, Rooney)
Real Sociedad 0:0 Manchester United
Manchester United 1:0 Arsenal (Van Persie)
Cardiff 2:2 Manchester United
Bayer Leverkusen 0:5 Manchester United (Valencia, sjm, Evans, Smalling, Nani)
Veljum svo þann besta í þessum leikjum:
[poll id=“11″]
Liðið gegn Tottenham
Liðið komið, Welbeck kemur inn á kantinn, Vidic fyrir Rio, Rafael á bekknum!
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Cleverley Jones
Valencia Kagawa Welbeck
Rooney
Varamenn: Lindegaard, Hernandez, Nani, Rafael, Young, Fellaini, Anderson.
Gylfi á bekknum hjá Spurs.