Eins og í fyrra (og nú oftar færðar fréttir af stöðunni) verðum við með Fantasy deild
Swansea City fyrstu mótherjar David Moyes
Á morgun verður flautað til leiks á Liberty Stadium í Swansea og Robin van Persie og Danny Welbeck renna boltanum á milli sín og hefja nýjan kafla í sögu Manchester United. David Moyes er tekinn við.
Í morgun birtum við spekúlasjónir bloggskríbenta Rauðu djöflanna um tímabilið sem koma skal (fimmti pistillinn hefur bæst við frá í morgun), en nú er komið að því að einbeita sér að einum leik í einu. Það er ekki eins og undirbúningstímabilið hafi gefið miklar vísbendingar um hvað David Moyes telur sitt besta lið en svona er mín spá fyrir morgundaginn
Keppnistímabilið 2013-14 – Spekingar spá
Loksins, loksins er komið að því að alvaran fari af stað og við fáum eitthvað til að dreifa athyglinni frá endlausum þönkum um hvort við fáum nú ekki almennilegan miðjumann.
Rauðu pennarnir hafa spáð í spilin og hver fyrir sig komist að niðurstöðu um hvað tímabilið ber í skauti sér
Elvar Örn
Spennandi. Það verður ekki annað sagt að þetta tímabil verður afskaplega spennandi. Nýtt tímabil, nýtt gras, nýr Zaha og síðast en ekki síst nýr stjóri.
Tap í gær
United var komið til Japan í gær og lék í fyrsta skipti í ferðinni við alvöru lið en ekki úrvalslið, Yokohama F-Marinos
Skemmst er frá að segja að leikurinn tapaðist 2-3, Jesse Lingard og sjálfsmark skoruðu fyrir United.
Liðið sem byrjaði:
De Gea
Fabio Jones Evans Evra
Cleverley Anderson
Zaha Januzaj Lingard
Van Persie
United fékk á sig mark strax eftir 27 sekúndur, en náði að komast yfir fyrir hlé. Seinni hálfleikur var frekar slakur og Yokohama tryggði sigur í lok leiksins.
Ef það er sunnudagsmorgun þá hlýtur þetta að vera fréttapakki
Annar leikurinn á undirbúningstímabilinu fór mun betur en sá fyrsti.
Í gær mætti United á ANZ leikvanginn í Sydney þar sem úrvalslið áströlsku deildarinnar beið, þar á meðal Liam Miller, sem einhver ónefndur limur Red Café hafi þetta að segja um þegar Miller lék með United: „He [Liam Miller] is a better player than Fletcher.(in fact most people are better players than Fletcher)“ Ekki reyndist sá sannspár.