Leikurinn byrjaði fjörlega. United sótti frá fyrstu mínútu, Fulham lá nokkuð til baka og tók skyndisóknir, í þeirri fyrstu komst Rodallega inn fyrir en var ekki í góðu færi, gaf boltann og Evans komst fyrir. Evans þurfti síðan að taka boltann snyrtilega af Rodallega í næstu sókn, vel gert. Hinu megin pressaði United, úr einu horni varð mikið japl jaml og fuður í teignum, Schwarzer varði vel skot Evra, svo skallaði varnarmaður skot Rooney frá og loksins hélt Schwarzer skoti Evra
Liðið gegn Fulham
Liðið er svona
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Cleverley
Nani Rooney Valencia
Van Persie
Bekkur: Fulham: Amos, Anderson, Giggs, Smalling, Hernandez, Welbeck, Kagawa.
Engin ástæða til að hvíla Cleverley, verður spennandi að sjá Jones í haffsentinum… eða ekki. Skv MUTV er Evans þar en ekki Jones.
Fulham á morgun
Lundúnaferð hjá okkar mönnum þessa helgina. Eftir streðsigur gegn Dýrlingunum á miðvikudaginn förum við á Craven Cottage og spilum gegn liðinu sem við burstuðum í bikarnum á Old Trafford um daginn. Það ætti því á pappírnum að vera auðveldur sigur á morgun, en okkur hefur samt aldrei gengið almennilega vel úti gegn Fulham.
Það eru almennt góðar fréttir af ástandinu á okkar mönnum og hópurinn nær full mannaður ef frá er skilinn Ashley Young. Jonny Evans er að verða tilbúinn og verður þá á bekknum. Rooney er búinn að biðjast undan vítaskyttuhlutverkinu og við getum þá verið aðeins minna stressuð þegar Van Persie fer á punktinn næst.
Manchester United 1:0 West Ham
Sir Alex gerði tíu breytingar á byrjunarliði, enda var þessi leikur allt í einu hættur að vera leiðindatruflun milli erfiðra deildarleikja og í staðinn fínn til að koma með menn til baka úr meiðslum og auka leikæfingu.
Það tók ekki langan tíma þangað til Wayne Rooney tók upp markaþráðinn þar sem hann hafði skilið við hann fyrir meiðsli. Anderson átti frábæra sendingu upp á Hernandez sem var hárfínt réttstæður, óð upp í teig og lagði boltann snyrtilega fyrir Rooney sem skoraði í opið mark.
Liðið gegn West Ham
Liðið komið, rótasjón og endurkomur eftir meiðsli allsráðandi!
Lindegaard
Rafael Smalling Jones Büttner
Valencia Anderson Giggs Nani
Hernandez Rooney
Varamenn: Amos, Ferdinand, Carrick, Welbeck, Van Persie, Scholes, Kagawa
Og það er nóg af kanónum á bekknum til breyta leiknum ef þarf. Líst vel á þetta!