Loksins! Loksins! Fyrsta skipti sem við vinnum Liverpool heima og heiman í deild í fimm ár!
Liðið var aðeins öðruvísu upp raðað en ég bjóst við í uppstillingarpóstinum:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Young Cleverley Carrick Kagawa
welbeck Van Persie
Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið spennandi fyrsta kortérið. Bæði lið voru með boltann, United þó meira, og reyndu að loka spili andstæðingsins og tókst að verulegu leyti þangað til á 19. mínútu að snyrtilegt spil endaði hjá Evra sem smellti inn fyrirgjöfinni. Agger hafði hleypt Van Persie hálfan metra frá sér og það var nóg til að Van Persie átti auðvelt með að ná öflugu innanfótarskoti fram hjá Reina. Ekta Van Persie.