Yngri stuðningsmenn United skilja það væntanlega ekki, en í gamla daga var hægt að ganga frá leikmannaskiptum í enska boltanum án þess að það tæki tvo mánuði í upphitun í fjölmiðlum.
Í janúar 1995 kom síðasta leikmannaskiptafréttin sem ég man eftir að hafi komið mér gjörsamlega í opna skjöldu. Tilkynnt var að United hefði gengið frá kaupum á markahróknum Andy Cole frá Newcastle fyrir metfé. Newcastle stuðningsmenn brjáluðust, og United menn voru bara nokkuð ánægðir.