Fáir af leikmönnum United síðari áratugina hafa farið með jafnmiklum hurðaskelli frá Old Trafford og Roy Keane. Haustið 2005 voru hlutirnir ekki að ganga sem skyldi og United tapaði 4-1 á Old Trafford fyrir Middlesbrough. Keane hafði verið meiddur og eftir leikinn brá hann sér í myndver MUTV og sagði nákvæmlega það sem honum bjó í brjósti um frammistöðu leikmanna eins og John O’Shea, Kieran Richardson, Alan Smith og síðast en ekki síst Darren Fletcher og Rio Ferdinand.
Jólasveinar United – Askasleikir
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.
George Best sagði einhvern tímann: „Ef ég hefði fæðst ljótur hefði enginn heyrt af Pelé“. Það er ekki laust við að sumir hafi rifjað upp þessi orð snillingsins þegar Luke Chadwick kom á sjónarsviðið úr unglingaliðinu. Því miður var það ekki bara útlitslega séð að Chadwick komst ekki í hálfkvisti við Best. En þó að lengi væri gert grín að bólugröfnu andlitinu á Luke greyinu átti hann vel skilið meistaramedalíuna sem hann fékk árið 2001 fyrir leikina 17 sem hann lék það árið. Hann var nokkuð leikinn kantmaður, en á endanum var hann ekki alveg nógu góður fyrir United. Hann hefur síðan átt alveg þolanlegan feril, að mestu í neðri deildunum.
Jólasveinar United – Pottaskefill
Einn besti PR brandari síðari tíma kom sumarið 2009 þegar kynningarbæklingur sem umboðsmenn Michael Owen settu saman lak í fjölmiðla. Knattspyrnuáhugamenn hlógu dátt að þessari tilraun til að reyna að búa til markaðshæfa vöru úr útbrunnum leikmanni, en það voru stuðningsmenn Manchester United sem þurftu að kyngja hlátrinum þega Sir Alex ákvað að Owen væri einmitt maðurinn til að koma með reynslu inn í framlínu United.
Jólasveinar United – Þvörusleikir
Þótt ekki teljist hann kannske svakalega mjór hefur yfirþungavikt sjaldan háð jólasveini dagsins. Hann er að auki svo heppinn að eiga heilt veitingahús þar sem hann getur óhræddur sleikt þvörurnar ef í harðbakkann slær.
Rio Ferdinand kom til United sumarið 2002 fyrir metfé frá Leeds, eitthvað í kringum 30 milljón pund þegar allt er talið. Hann var þá dýrasti Breti sögunnar, dýrasti varnarmaður í heimi og er enn næst dýrasti leikmaður United. Þetta þóttu auðvitað vafasöm kaup á sínum tíma þó vitað væri að Ferdinand væri besti varnarmaður Englands á sínum tíma. En síðan þá er enginn vafi á því að Ferdinand hefur skilað sínu og vel það.
Jólasveinar United – Stúfur
Þó fæstir stuðningsmenn United hér á landi þekki vel sögu United árin eftir seinna stríð vita flestir meginatriðið: Sir Matt Busby tók við liðinu eftir stríð með Old Trafford í rústum og 10 árum síðar voru piltarnir hans Busby flottasta unga liðið í Evrópu.
En í millitíðinni hafði Busby tekið við United mönnunum sem snúið höfðu til baka úr striðinu, og gert þá að bikarmeisturum 1948 og meisturum 1952.