Það er erfitt verkefni á morgun, útileikur á Etihad. Manchester City hefur verið að sýna hvers vegna liðið er besta liðið í deildinni síðustu ár, en tókst engu að síður að tapa fyrir Spurs fyrir tveimur vikum og setja spennu í baráttuna á toppnum. Það sem meira var, á tímabili þar sem Spurs hefur spörsað yfir sig oftar en venjulega var þetta annar sigur þeirra á City í deildinni. City hefur aðeins tapað gegn einu öðru liði, Crystal Palace, og gert þrjú jafntefli, gegn Liverpool og tvisvar gegn Southampton. Það væri því fróðlegt að vita hvernig staðan á Ralf og Ralph er og hvort sá fyrrnefndi hefur getað heyrt hljoðið í þeim síðarnefnda til að sjá hvað hægt sé að gera.
Leeds United 2:4 Manchester United
Wan-Bissaka kominn inn í liðið til að taka á móti Dan James þegar hann kæmi upp kantinn, og Jee Lingard byrjaði sinn fyrsta leik síðan í janúar 2020.
Varamenn: Henderson, Alex Telles, Dalot, Varane, Fred, Mata, Matic, Elanga, Rashford
Lið Leeds leit svona út
Dan James spilaði reyndar frekar sem fremsti maður
Stemmingin á vellinum var rosaleg eins og við var búist en United náði nú engu að síður tökum á leiknum snemma. Fátt var samt um fína drætti fótboltalega séð en nokkrar áhrifaríkar tæklingar litu dagsins ljós.
Leeds á morgun
Liverpool eru erkiféndurnir, City er borgarslagurinn, en Leeds? Leeds er hatrið.
Á morgun mætir Manchester United á Elland Road í fyrsta skipti fyrir framan áhorfendur síðan í október 2003. Þetta er annað ár Leeds í úrvalsdeild síðan þá en útaf soltlu fór leikurinn á síðasta tímabili fram fyrir tómum stúkum. Leikmenn United þurfa því í fyrsta sinn að kynnast hvernig það er að spila fyrir framan áhorfendur sem virkilega virkilega hata United.
Manchester United 2:0 Brighton and Hove Albion
Varamenn: Henderson, Alex Telles (79′), Jones, Lindelöf, Wan-Bissaka, Lingard, Mata, Pogba (73′) , Rashford (79′)
Brighton
Brighton byrjaði frísklega, náði skoti á De Gea fljótlega en skömmu síðar kom skemmtilegt færi United, Ronaldo lék upp og gaf á Sancho sem var þá kominn móti Sánchez og markvörðurinn varði vel, sóknin hélt áfram með fyrirgjöf Sancho en bjargað í horn.
Manchester United 1:1 Middlesbrough (7-8 e.v.)
Leikurinn í gærkvöldi hefði unnist auðveldlega ef United hefðu nýtt færin.
Liðið var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og langt fram í seinni. Ronaldo brenndi af víti á 20. mínútu eftir klaufalegt brot á Pogba í teignum. Jadon Sancho kom svo United yfir fimm mínútum síðar, fékk frábæra sendingu frá Fernandes, lék inn í teig og skoraði með góðu skoti. Boltinn fór reyndar af varnarmanni en Sancho átti þetta mark sannarlega skilið, var gríðargóður í leiknum.