Síðbúin upphitun, en klukkan 17:30 á eftir fer United á Villa Park þar sem Aston Villa tekur á móti þeim og freistar að hefna bikartapsins á mánudaginn var.
Það er ekki hægt að segja að sigurinn´a mánudaginn hafi verið sannfærandi þó að vissulega hafi United haft tök á leiknum. Enn á ný er erftitt fyrir Rangnick að finna leikstíl sem hentar leikmönnum, og honum, og ber árangur. Svo fer í gang umræða um það hverju sé að kenna, Ronaldo fór í viðtal í vikunni og virtist finna að því að yngri leikmenn í dag ættu erfitt með að taka gagnrýni. Það er alveg ljóst að það er ekki alltaf hægt að kenna stjóranum og í dag þarf að stíga upp frá mánudeginum ef taka á þrjú stig með heim frá Villa Park