Við byrjum á yfirferð um leikinn, þið sem ekki þurfið að sjá hana getið hraðskrunað niður í Hvað nú kaflann
Ole Gunnar Solskjær var með það á hreinu hvaða leikmönnum hann treysti best í stórleikinn, liðið var óbreytt frá leiknum við Atalanta
Varamenn: Henderson, Bailly, Dalot, Lingard, Matic, Pogba, Van de Beek, Cavani, Sancho
Lið Liverpool er
Það var strax á fjórðu mínútu að þessi besta sóknaruppstilling United var næstum búin að bera árangur. Fred og Ronaldo komu upp vinstra megin og boltinn kom til Greenwood sem framlengdi til Bruno Fernandes hægra megin í teignum, aleinn móti Alisson en bombaði boltanum upp í stúku. Hrikalegt klúður og afdrifaríkt því Liverpool var ekki með lélegri sókn á pappírnum og tóku ekki nema mínútu í að refsa þessu harkalega. komu í hraða sókn, vörnin var í tómu tjónu, Salah fékk boltann óvalduður, Luke Shaw var í miðvarðarstöðu allt of langt frá Salah og síðan alltof langt frá Keita sem fékk fína sendingu frá Salah og átti auðvelt með að renna boltanum fram hjá De Gea.