Á morgun lýkur löngu og stífu deildartímabili. United byrjaði skelfilega eftir alltof litla hvíld og lítinn undirbúning. En svo tók land að rísa og um tíma tyllti liðið sér á toppinn. En það var skammlíft og á endanum er traust annað sæti það sem við sættum okkur við, ekki síst þar sem sést hvar pottur er brotinn í hópnum. Það er eitthvað sem bíður lausnar í sumar og ef marka má slúðrið sem flæðir sem aldrei fyrr vita aðrir það líka. Það verður nóg um það síðar.
Manchester United 2:4 Liverpool
United stillti upp sterkasta liði
Varamenn: De Gea, Alex Telles, Tuanzebe, Williams, Amad, Mata, Matic, Van de Beek, Greenwood
Liverpool liðið
Snemma í leiknum komst Firmino inn í teig og skaut að marki, Bailly renndi sér fyrir boltann með hendur á eðlilegum stöðum þannig þegar boltinn fór í hendi hans var að sjálfsögðu ekkert dæmt. Rétt á eftir var Alisson með boltann, gaf lélega sendingu sem Cavani komst inn í en skot hans var úr ójafnvægi og fór framhjá. Fjör strax.
Manchester United 1:2 Leicester City
Eins og búist var við gerði Manchester United 10 breytingar frá síðasta leik, Amad Diallo lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og Anthony Elanga, 19 ára Svíi sinn fyrsta leik fyrir Manchester United. Elanga verður þannig 14. leikmaðurinn úr unglingaliðinu sem fær að þreyta frumraun sína undir stjórn Ole Gunnars Solskjær.
Varamenn: Henderson, Lindelöf, Shaw, Wan-Bissaka, Bruno Fernandes, McTominay, Pogba, Cavani, Rashford
AS Roma 3:2 Manchester United
Fyrir leik var auðvitað ljóst að það þurfti eitthvað stórt að gerast til að United kæmist ekki í úrslit Evrópudeildarinnar.
Samt stillti Ole upp sterku liði, að venju, en gaf þó Donny van de Beek sjaldgæfan leik í byrjunarliði. Eric Bailly byrjaði sömuleiðis og David de Gea sinnti áfram hlutverki sínu sem bikarmarkvörður
Varamenn: Grant, Henderson, Alex Telles, Lindelöf, Tuanzebe, Williams, Amad, Mata, Matic, McTominay, Elanga, Rashford
Liverpool leiknum frestað um óakveðinn tíma
Fjölmenn mótmæli á Old Trafford í dag urðu til þess að leik United og Liverpool var frestað
Nokkur fjöldi stuðningsmann komst inn á leikvanginn og mótmælti þar eigendum United. Að auki voru mótmæli við liðshótel United og fór á endanum svo að leiknum hefur verið frestað.
Áformin um Ofurdeildina hafa kristallað hversu óásættanlegir eigendur Glazer fjölskyldan er og Rauðu djöflarnir standa með mótmælendum eins og Roy Keane og Gary Neville gerðu í beinni útsendingu á Sky