Fráfarandi meistarar Liverpool koma í heimsókn á Old Trafford á morgun. Slagurinn um Ísland hefur oft verið merkingarmeiri en í þetta skiptið og þó. Ef Manchester City vinnur Crystal Palace á útivelli í hádeginu á eftir getur Liverpool endanlega gert úti um vonir United á titlinum með sigri á morgun. Þetta væri svipað því þegar ég vaknaði upp 33ja ára að aldri og áttaði mig á að atvinnumannsdraumurinn væri líklega endanlega úti. Langræknir muna eftir 1992 og óþarft að rifja það upp nú.
Manchester United 3:1 Burnley
United stillti upp eins og flestir bjuggust við, þó ekki upphitarinn í gær. Pogba var vinstra megin eins og hann hafði gert vel á móti Spurs um síðustu helgi, Cavani fór á bekkinn og Rashford kom inn.
Varamenn: De Gea, Alex Telles, Tuanzebe, Williams, James, Matic, Mata, Van de Beek
Lið Burnley stillti upp í 4-5-1, varnarsinnaðari en venjulega 4-4-2
Það tók Burnley um 15 sekúndur að setja boltann í netið, löng sending inn á teiginn og Wood komst í boltann á undan úthlaupi Henderson, skallaði yfir Henderson og inn. En það var til allrar hanimgju rangstaða, tæp en ekki þannig að þyrfti að rífast um VAR niðurstöðu.
Burnley á morgun
Á morgun getur United minnkað bilið í verðandi meistara Manchester City í átta stig. Ég segi verðandi meistara því það er ekkert okkar að vona neitt. Er það nokkuð? Ekkert mikið?
Þau ykkar sem hafði gaman af öðrum íþróttum mega eyða fimm mínútum í að lesa Wikipedia færsluna um hrossið Devon Loch og ég læt ykkur um að gera samanburð.
En þessi færsla, eins og aðrar hér á þessari síðu, snýst um fótbolta þannig það er tómt mál að tala um hrossaveðhlaup árið 1956 og í staðinn einbeitum við okkur að leik Manchester United og Burnley sem fer fram á morgun kl 15:00 að íslenskum tíma.
Tottenham Hotspur 1:3 Manchester United
Uppstilling United í dag gekk út á að setja McTominay og Fred sem þétta miðju. Að auki var Daniel James meiddur og Mason Greenwood tæpur og fyrir vikið var Rashford hægra megin.
Varamenn: De Gea, Alex Telles, Tuanzebe, Williams, Amad, Mata, Matic, Van de Beek, Greenwood (72′)
United náði ekki spili að ráði fyrsta kortérið, Tottenham gekk litlu betur samt, en sótti þó aðeins að marki.
Halló aftur José! Tottenham á morgun.
Ef vika er langur tími í pólitík þá eru sex mánuðir stundum óratími í fótbolta. Fyrir rétt rúmu hálfu ári kom José Mourinho í heimsókn með Tottenham liðið sitt á Old Trafford. United átti frábæra byrjun en Tottenham svaraði rækilega fyrir sig, Anthony Martial var rekinn útaf og í leikslok var staðan 1-6 og United var með þrjú stig eftir þrjá leiki og í 16. sæti í deild. Litið var framhjá því að United hafði varla fengið nokkuð undirbúningstímabil, né heldur frí frá síðustu leiktíð sem lauk í ágúst og kallað var eftir höfði Ole Gunnars Solskjærs.