Fyrir leik gaf Ole það út að líklegt væri að meiðsli Martial í landsleik hefðu verið það alvarleg að líklegt sé að hann verði frá út tímabilið. Síðan voru hvorki Telles né Bailly í hóp og United með einum færri varamann en leyfilegt er.
Varamenn: De Gea, Tuanzebe, Williams, Amad, James, Matic, McTominay, Van de Beek
Lið Brighton var svona
United byrjaði mjög vel og sótti stíft gegn Brighton liði sem lá vel tilbaka. Eitt færi kom úr þessari pressu, skot Greenwood í stöng. Þetta varði þó aðeins fyrstu 10 mínúturnar því Brighton sneri alveg leiknum og tók sókn sem í raun varði alveg hátt í þrjár mínútur og endaði á því að Neil Maupay átti frábæra sendingu fyrir, Victor Lindelöf náði ekki upp í boltann, Danny Welbeck stakk sér fram á undan Wan-Bissaka og skallaði. Dean Henderson varði með fæti en boltinn fór beint út og Welbeck gat haldið áfram hreyfingunni og stangað boltann í netið. 0-1 fyrir Brighton, og enn má setja spurningarmerki við vörn United.