McTominay var til í slaginn og Martial var settur á bekkinn, augljóst að Solskjær ætlaði að spila upp á hraða sóknarmannana og beita gagnsóknum eins og hefur gefist svo vel í útileikjum allt frá því Bruno Fernandes gekk til liðs við United.
Varamenn: Henderson, Alex Telles, Bailly, Tuanzebe, Williams, Matić, Van de Beek, Amad, Martial
Liðið hjá Chelsea
Leikurinn var fjörugur frá upphafi, Chelsea meira með boltann en bæði lið beittu hápressu. Gagnsóknir United virkuðu þokkalega án þess þó að mikil ógn væri af, aukaspyrna Bruno á 14. mínútu sem Mendy kýldi frá var fyrsta ógnin í leiknum.
Í framhaldinu áttust Greenwood og Hudson-Odoi við, við fyrstu sýn virtist Greenwood hafa höndlað boltann, í endursýningu sást að Hudson-Odoi var á undan að slá í boltann. Stuart Attwell fór á skjáinn en ákvað þetta hafa verið óvart, frekar óvænt niðurstaða, en nóg um það.