Rétt fyrir kvöldmat á eftir mætir United á London Stadium og tekst á við West Ham. Leikurinn við PSG á þriðjudaginn situr vonandi ekki um of í okkar mönnum, en við á Rauðu djöflunum höfum tekist á við hann bæði í podkasti vikunnar og í rýni Zunderman í gær.
Upphitunin er því í seinna lagi en það kemur ekki að sök. Uppsláttur dagins er auðvitað sá að United er nú að mæta fyrrum stjóra. Þetta er svolítið einkennilegt að vera alltaf að hitta fyrir fyrrverandi stjóra, nokkuð sem varla kom fyrir í um 20 ár, en svona hefur hringekjan verið á Old Trafford. David Moyes hefur verið að gera fína hluti hjá West Ham og liðið situr í fimmta sæti. En það er sýnir vel hversu óráðið er að vilja reka okkar ágæta Ole út frá frammistöðu, að United er aðeins stigi á eftir West Ham og með leik til góða. Ef þessi leikur, gegn Aston Villa ynnist á pappírnum í dag, þá er United í fjórða sæti, með lakari markatölu en Chelsea. Svo slæmt er það nú.