Bæði lið voru mikið breytt frá því á laugardaginn. Reyndar var eina ástæðan fyrir að Harry Maguire fékk frí var að hann er aðeins meiddur og því voru tíu breytingar hjá United
Varamenn: Grant, Fosu-Mensah, Mengi, Pogba (69.), Lingard (81.), Greenwood, Rashford (69.)
Graham Potter gerði ekki nema níu breytingar
Það er óhætt að segja að leikurinn hafi farið rólega af stað í hellirigningu, United aðeins frískari framan af þó. Loksins kom færið á 19 mínútu, Williams gaf inn í teiginn, Mata náði boltanum, gaf þvert á Ighalo sem fór framhjá Steele en var aðeins of utarlega og ekki í jafnvægi og boltinn fór í hliðarnetið. United byggði ekki á þessu og Brighton fór að sækja meira, Jahanbakhsh átti fínt skot sem Henderson þurfti að verja. Leikurinn var afskaplega slakur hjá United og Brighton reyndi meira, Alexis Mac Allister átti kingsað skot sem fór rétt yfir en það var ekkert að gerast sóknarmegin hjá United.