Það hefðu fá getað giskað á þetta í lok mars en Evrópudeildin klárast næstu tvær vikur. United er búið að klára formsatriðið gegn LASK og er komið til Þýskalands þar sem – ef allt gengur að óskum – liðið spilar þrjá leiki á næstu tveimur vikum til að vinna Evrópudeildina í annað sinn á fjórum árum. Allir leikirnir þrír munu fara fram í Köln, á RheinEnergie Stadion, eða eins og hann heitir hjá UEFA, Stadion Köln.
Leicester City 0:2 Manchester United
Það var enginn Luke Shaw í hóp í dag en liðið að öðru leyti fullkomlega fyrirsjáanlegt
Varamenn: Romero, Fosu-Mensah, Bailly, Fred, James, Lingard, Mata, McTominay, Ighalo
Frískleg byrjun á leiknum gaf þó ekki mikið af færum. Bæði lið reyndu að sækja en náðu ekki samfelldu spili að ráði. Leicester var ef eitthvað var aðeins ferskari, United átti erfitt með að bregðast við pressu Leicester þegar United náði boltanum. United var að reyna að halda boltanum en voru oft næstum uppi við teig og í eitt skiptið gaf Matic þversendingu sem endaði hjá Leicester manni og síðan fékk Ndidi boltann og skaut yfir. Alls ekki nógu gott.
Úrslitaleikur gegn Leicester
Já það er úrslitaleikur á morgun. En því miður fyrir okkur öll er það bara Arsène Wenger bikarinn sem er í húfi. Sigur á King Power á morgun og þriðja sætið er tryggt. Jafntefli nægir til að tryggja fjórða sætið, en ef tap verður raunin þarf Wolves að vinna Chelsea.
Þetta á ekki að vera flókið, þessi leikur á að vinnast. En úrslit síðustu viku sýna að Ole Gunnar er að keyra á sama mannskapnum allan tíman og menn eru orðnir þreyttir. Þrátt fyrir að eiga skiptingar til góða komu þær ekki allar á miðvikudaginn og ljóst að varamönnunum er ekki treyst. Eftir leikinn í dag fá menn frí til að hlaða batteríin þangað til Evrópudeildin snýr aftur og því er alveg ljóst hvernig liðið verður, að því gegnum að Luke Shaw verði heill sem eru einhverjar líkur á
Crystal Palace 0:2 Manchester United
Fyrir leikinn talaði Ole um að United þyrfti að byrja þennan leik af krafti. Hann gerði aðeins eina breytingu ótilneyddur, McTominay fyrir Matic en Tim Fosu-Mensah kom inn fyrir meiddu bakverðina Williams og Shaw.
Varamenn: Romero, Dalot, Bailly, Matic, Fred, James, Lingard, Mata, Ighalo
Lið Palace:
Það var samt David de Gea sem var fyrsti maðurinn sem þurfti að gera eitthvað hjá United, verja gott skot Zaha strax í byrjun. Palace voru svo öllu atkvæðameiri næstu mínútur en þó var ekki mikið að gerast. Það var ekki fyrr en á 10. mínútu að United gerðu sig líklega, fengu horn en úr því varð ekkert. United náði ekki upp neinum takti í spilið, Palace pressaði hátt og vel og það liðu tuttugu mínútur áður en eitthvað markvert gerðist, Martial kom vel inn í teig og gaf þvert gegnum vörnina á Greenwood á fjær en aldrei þessu vant var Greenwood ekki að standa og skaut framhjá.
Manchester United 2:2 Southampton
Lið Manchester United var óbreytt, enda engin meiðsli að hrjá hópinn og eins og Ole sagði fyrir leik, þokkaleg hvíld frá síðasta leik, þó það muni nú breytast
Varamenn: Romero, Bailly, Williams, Andreas, Fred, James, Mata, McTominay, Ighalo
Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað, Southampton meira með boltann þó án þess að ógna mjög og það var United sem fékk fyrsta færið, Martial hirti boltann af Ward-Prowse og kom upp í teig, einn á móti markverði en lét McCarthy verja frá sér. Góð varsla en hrikalega slappt hjá Martial. Það liðu síðan varla tvær mínútur þangað til refsingin fyrir þetta kom. De Gea spilaði boltanum út á Pogba rétt utan teigs, Ings pressaði á hann og komst í boltann sem barst til Redmond sem lék inni í teiginn, gaf yfir á fjærstöng þar sem Stuart Armstrong var einn og óvaldaður, hafði nægan tíma, lagði fyrir sig boltann og hamraði í netið. Eitt-núll fyrir Southampton á 12. mínútu. Skelfilega illa að verki staðið þarna hjá United.