Hlutirnir halda áfram að falla með Manchester United. Í gær tapaði Chelsea stórt fyrir Sheffield United og því er svo komið að United er með það í hendi sér að enda í þriðja sæti deildarinnar. Fjórir sigrar þýða þriðja sætið, svo einfalt er það. Chelsea er enn með meistaradeildarsætið í eigin höndum, enda verður leikur United og Leicester síðasti leikurinn og það gæti reynst úrslitaleikur um meistaradeildarsæti. Það fer eftir niðurstöðu UEFA í máli Manchester City en niðurstaðan úr því verður kynnt á morgun, mánudag kl 8:30 að íslenskum tíma.
AFC Bournemouth á morgun
Nú eru það sólstrandargæjarnir í Bournemouth koma á Old Trafford til að taka á óstöðvandi, því sem næst, og ef þetta er jinx þá biðst ég afsökunar, liði Manchester United.
Það er komið fram í júlí og einhverra hluta vegna er enn verið að spila deildarfótbolta. Venjulega værum við á þessum tímapunkti að velta fyrir okkur nýjum leikmönnum, eða það sem líklegra er, velta fyrir okkur hvers vegna engir nýir leikmenn eru komnir. Fyrir sjö árum var þetta þriðji dagur David Moyes í starfi og venjulega væru leikmenn búnir að taka þrjár æfingar.
Manchester United 3:0 Sheffield United
Paul Pogba byrjaði í fyrsta skipti síðan á annan í jólum og Mason Greenwood fékk tækifæri
Varamenn: Romero, Williams, Bailly, Fred, McTominay, Mata, Andreas, James, Ighalo
Lið Sheffield United
Leikurinn byrjaði hressilega, sóknir á báða bóga og Sheffield United var öllu meira með boltann en United sóknirnar voru hraðari, United náði svo að setja pressu á Sheffield United í smá tíma og úr innkasti fékk Rashford boltann, vippaði skemmtilega upp að endamörkum og stakk eina 3 varnarmenn af á tveimur metrum og gaf fastan lágan bolta og þar var Martial á markteignum nær og skoraði með föstu innanfótarskoti. Flott samvinna og United komið eitt – núll yfir á 7. mínútu.
Tímabilið hefst að nýju, Spurs í kvöld
Það eru 99 dagar frá því að lið Manchester United steig síðast á stokk í keppni og burstaði LASK Linz 5-0 fyrir luktum dyrum. Heimurinn hefur breyst, en Ísland er að mestu komið í gamla gírinn, og þá líklega sirka 2004, túristalaust.
En í Englandi er enn ekki séð fyrir endann á fyrstu bylgjunni þó létt hafi verið á mörgum takmörkunum og til að létta lund er knattspyrnan dregin fram. Hvers vegna óhætt er að spila fótbolta í efstu deild en ekki fimmtu er ég ekki nógu skarpgreindur til að átta mig á en það gæti haft eitthvað með peninga að gera. Síðan þarf að létta lund lýðsins! Panem et circenses! Brauð og leikir!
Ighalo áfram á láni *staðfest*
Loksins einhverjar fréttir! Odion Ighalo verður áfram á láni til 31. janúar 2021
Góðar fréttir sem styðja við hópinn og gefur liðinu aukna vídd framávið, enda stóð drengurinn sig vel í þessum fjórum leikjum sem hann fékk fyrir kóf.
Official announcement on @IghaloJude 🔴#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) June 1, 2020
Svo lítur allt út fyrir að tímabilið byrji aftur þann 17. júní og fyrsti leikur United gegn Spurs yrði þá helgina 20-21. En það bíður enn staðfestingar.