Eftir jafnteflið við Everton um síðustu helgi kemur önnur og meiri prófraun á atlögu Ole Gunnars og liðsins hans að fjórða sætinu. Manchester City kemur í heimsókn. Það er ekki hægt að segja að það sé hægt að líta hýru auga á heimavallarforskot þegar kemur að því að taka á móti bláu grönnunum. Frá tapinu stóra 1-6 í október 2011 hefur City unnið fimm leiki til viðbótar á Old Trafford í deildinni, gert tvö jafntefli og United hefur aðeins unnið einn deildarleik gegn þeim á þessum rúmu níu árum, í frábærum 4-2 sigri árið 2015 sem lofaði góðu um framtíðina en eins og svo oft áður var það fölsk von.
Everton 1:1 Manchester United
Solskjær byrjaði með alla fjóra miðjumennina sem hafa verið að spila vel undanfarið og stillti upp í demant. Martial var heill eftir lítilsháttar meiðsli og Mason Greenwood fékk að byrja.
Varamenn: Romero, Bailly, Williams, Mata, Lingard, Andreas, Ighalo
Lið Everton
En byrjunin var skelfilega. Það voru ekki liðnar þrjár mínútur þegar United fékk aukaspyrnu við eigin teig, Maguire gaf á De Gea sem tók sér allan tímann í heiminum, lagði boltann fyrir sig, skaut út og beint í fótinn á Calvert-Lewin sem var kominn að reyna að blokka. Þaðan small boltinn beint í netið!
Club Brugge á morgun
Á morgun koma Belgarnir í Club Brugge í seinni viðureign liðana í Evrópudeildinni. Fyrir viku gerðu liðið stórfenglega leiðinlegt 1-1 jafntefli í Brugge sem þýðir þó að United stendur mun betur að vígi þegar kemur að heimaleiknum, það nægir að halda hreinu.
Það léttist brúnin á okkur á sunnudaginn þegar góður sigur vannst á Watford með alsterkt lið. Framundan er samt erfitt prógramm í deild og bikar og það verður einhver rótering á liðinu. En það má ekki við of mikilu kæruleysi og ég vil sjá sterka vörn, og Bruno Fernandes. Það er í lagi að Brandon Williams leysi Shaw af samt og þetta er ágætur leikur fyrir Eric Bailly að halda endurkomunni áfram.
Watford á morgun
Eitt skref fram á við, eitt skref aftur. Þetta er saga þessa tímabils og eftir frækinn sigur á Chelsea tók auðvitða við afspyrnuslakur leikur gegn Club Brugge. En jafnteflið hafðist og það er ágæt von fyrir leikinn í næstu viku.
En fyrst er það Watford sem kemur í heimsókn (já ég er búinn að tékka, engin mistök í þetta skiptið). Tveimur dögum fyrir jól fór United á Vicarage Road, þremur stigum á eftir Chelsea og tapaði auðvitað. Nú, níu leikjum síðar er United ennþá þremur stigum á eftir Chelsea og það sem meira er, í hádeginu á eftir tekur Chelsea á móti Spurs. Það má því aðeins vona, en það hefur verið frekar bitur reynsla af slíkum vonum í vetur.
Manchester United 0:0 Wolverhampton Wanderers
Nemanja Matic var í banni og það var ástæða til að henda Bruno Fernandes beint í djúpu laugina. Að auki sagði Solskjær að það að Wolves væri með fjóra Portúgala í liðinu væri ekki síður ástæða, Fernandes myndi þekkja inná þá
Varamenn: Romero, Dalot, Jones, Williams, Lingard, Chong, Greenwood
Lið Wolves var að mestu eins og búist var við
Það þurfti ekkert að koma á óvart að Wolves byrjuðu nokkur frískari ef eitthvað var. Það var enginn Brandon Williams í vinstri bakverði þannig Adama Traoré var á sínum kanti og fékk að spreyta sig gegn Luke Shaw.